3.9.2008 | 08:01
Heppinn að hafa verið lífgaður við.
Það eru daglegar fréttir af Pete Doherty, ég er nýbúin að lesa um þar sem að hann missti af einhverju flugi og svo miður sín að hann fór að gráta. Ég er ánægð með það, hann er greinilega ekki á því að karlmenn gráta ekki. Það er einmitt mannlegt að gráta.
Núna er hann í fréttunum þar sem sagt er að hann hafi verið lífgaður við eftir að hafa neytt og mikils fíkniefna. Það er alveg sorglegt að sjá hvernig sumir fara illa með sig, það er vonandi að drengurinn fari að leita sér hjálpar við þessum sjúkdóm sínum. Batnandi fólki er best að lifa, það er alveg ljóst.
Jæja, annars byrjaði dagurinn hjá okkur Kormáki klukkan 7, þá fórum við á fætur. Ég smurði rúgbrauð og orkubrauð á fat og svo kom Skjöldur rétt um hálf átta, en hann kemur til okkar á morgnana þegar Sædís (mamma hans) er á morgunvakt í vinnunni sinni. Núna eru þeir búnir að borða og eru að gera sig klára fyrir skóladaginn.
Heimilishjálpin kemur klukkan 9 til mín. Ég er eiginlega að vona að hún sé íslensk, þó að ég telji ekki miklar líkur á því. Hálf kvíður fyrir því ef að hún er Asíubúi og talar lélega íslensku eða ensku. En það kemur allt í ljós eftir klukkutíma.
María og Hjörleifur koma i dag en ég veit ekki hver lengi þau stoppa. Það verður gaman að fá þau mæðginin.
Jæja, ágætt í bili. Gangið varlega inn í nýjan dag, en njótið hans samt, veðrið er fallegt.
Kv . Linda litla lipurtá.
Doherty dó en var lífgaður við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
mér finnst sætt að hann hafi farið að gráta :)
alva (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 08:50
Það er a.m.k. mannlegt að gráta, en karlmenn viðurkenna yfirleitt ekki að þeir gráti. Held að þeir skammist sín fyrir það.
Linda litla, 3.9.2008 kl. 10:40
Hver er þessi dorethy og af hverju er alltaf verið að skrifa um hann???
þekkir hann einhvern hjá mogganum?
jonas (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.