Leita í fréttum mbl.is

Beina leið á ólympíuleikana...

Jæja núna er kominn nýr dagur, ég er aðeins skárri í bakinu í dag en í gær. Skelfilegt þegar ég fer svona. Ég verð samt vonandi betri um helgina, þar sem að ég er að fara austur.

En varðandi daginn í gær..... judoið sko. Vá Kormákur byrjaði að tala um það um leið og hann vaknaði í morgun, hann er svoooo glaður. Mér finnst það alveg yndislegt.

September 2008 001

Það góða við judoið er að upphitunin er púl fyrir gaurinn minn, hann er nokkuð þéttur og hann er í rauninni að læra að fara í almennilegan kollhnís og gera armbeygjur og hlaupa áfram og aftur á bak, hoppa á einum fæti, þetta er allt erfitt fyrir hann og hann svitnar og svitnar.... en hann elskar þetta og mér finnst það frábært.

September 2008 008

Hann er strax búinn að eignast félaga þarna, en hann einmitt með honum á þessari mynd.

Elsku Kormákur minn var búinn að fara í einn prufutíma þegar hann var svo spenntur að hann er ákveðinn í að fara á ólympíuleikana seinna.

Alla vega...... nóg í bili, hafið það gott elskurnar.

Kv. Linda litla judomamma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góða helgi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2008 kl. 09:03

2 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Gott að honum líkaði þetta,en Linda þú verður að passa þig ef hann fer að æfa sig á þér OMG

Sjáumst um helgina dúllan mín

Guðný Einarsdóttir, 5.9.2008 kl. 10:30

3 identicon

Duglegur er hann litli frændi:)

bara æðislegt að hann finnur sig svona vel í þessu

engin smá útrás þarna.. :)

en góða helgi hafið það gott;**

Harpa Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 15:26

4 identicon

frábært að það sé búið að finna íþrótt handa honum sem honum líkar við nauðsynlegt að börn fái góða hreyfingu

Unnur Dögg (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 12:20

5 Smámynd: Linda litla

Harpa: Kormákur er ekki lengur "litli" frændi hehehehe

Unnur: Ég er ekkert smá fegin að við höfum fundið eitthvað sem honum líkar. hann hefur svoooo gott af þessu.

Hann er á æfingum klukkan 17:30 alla þriðjudaga og fimmtudaga og það er hægt að fara inn á www.judo.is og horfa á æfingu í beinni. Þannig að ef að þið viljið sjá hann taka þá, þá endilega kíkið. Hann yrði ekkert smá ánægður ef að hann vissi að þið væruð að fylgjast með.

Unnur: Vonandi ertu að hressast, ég frétti að þú hefðir verið lögð inn.

Linda litla, 8.9.2008 kl. 00:08

6 identicon

heheh jú skjálfti litli :) hann er lilli frændi minn þó svo að hann sé að verða stærri og stærri:) vá ég ætla að fylgjast með á morgunn ef ég get;)

takk fyrir þetta:D

Harpa Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 10:18

7 identicon

reyni að fylgjast með honum, en já takk fyrir ég er öll að hressast þetta kemur allt saman bara að vera jákvæður þá gengur allt upp

Unnur Dögg (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 22:15

8 Smámynd: Linda litla

Unnur: Gott að þú ert að hressast, þetta er leiðindasjúkdómur sem þú ert með.

Linda litla, 9.9.2008 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband