Leita í fréttum mbl.is

Lýsa áhyggjum yfir bágri fjárhagsstöðu okkar.

En þýðir eitthvað fyrir aðalstjórn Öryrkjabandalagsins að lýsa áhyggjum yfir þessu ?? Verður nokkuð tekið mark á því ??

'Ég verð að segja að ég skil ekki hvers vegna við öryrkjar erum með svona lág laun. Mín örorkulaun á mánuði er 140.000 krónur, ég er með eitt barn á framfæri og þarf að borga eins og aðrir s.s. húsaleigu, rafmagn, hita, síma, sjónvarp, er með 2 skuldabréf og er greiðslubyrgðin af þeim um 25 þús af öðru og tæp 30 þús af hinu á mánuði, mötuneyti í skólanum, mat og bara ýmislegt sem þarf. 140.000 er ekki til að lifa á.

Ég er búin að fá vinnu í bónus í Hraunbæ og þar verð ég að vinna 28 tíma á mánuði...hvað ætli það geri ?? 15.000 í vasa ??

Þessar örorkubætur eru ekki til að lifa af, það er nokkuð ljóst.

Ég hef aldrei minnst á þetta á netinu, en á veturnar þá fer ég yfirleitt mæðrastyrksnefnd á miðvikudögum, þar fær maður smá mat. Ég hef einnig leitað mér eftir hjálp hjá fjölskylduhjálp Íslands. Þetta er eitthvað sem að ég verð að gera, ég og sonur minn höfum ekki annars efni á því að lifa.

Ég er búin að vera mikið fyrir austan í sumar hjá pabba og mömmu, það hefur hjálpað okkur mikið, en núna er bara sumarið búið, skólinn byrjaður og við komin heim. Við erum byrjuð að finna fyrir því hvað er erfitt að lifa.... fór að finna fyrir því þegar við komum heim eftir sumarið.

Vonandi verður hlustað á aðalstjórnina.... þó að mér þyki það hæpið. 140.000 á mánuði einstaklingur með eitt barn. Og ég er bara að tala um mig, guð einn veit hvernig ástandið í þjóðfélaginu er.

Sorry.... hvað ég fékk einvherja útrás hérna.

Hafið það gott, ég ætla að taka sturtu. gúdd bæ í bili.


mbl.is ÖBÍ: Þungar áhyggjur af fjárhagsstöðu öryrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég spyr er þessi stjórn að standa sig?  Fer ekki mikið fyrir henni.

Veit um mann sem leitaði til þeirra þegar brotið var á rétti hans, lofað að fara í málið og 2 árum síðar hefur ekki heyrst í þessu fólki.

Lögfræðingur á fullum launum var fenginn í málið og hann kláraði það á viku.

Mér er ekki sérlega hlýtt til stjórnar þessa bandalags.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2008 kl. 13:04

2 identicon

Stjórnin eru alveg........

Ókunnur (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 13:44

3 Smámynd: Linda litla

Ég verð að viðurkenna það að ég hef aldrei heyrt minnst á þessa aðalstjórn, en hún hlýtur að vera til. Er ekki aðalstjórn alls staðar ??

Ég er a.m.k. hlynnt því að eitthvað verði að gera. Ég hafði það mikið betra sem einstæð móðir heldur en einstæð móðir og öryrki. Og þetta er svo sannarlega ekki það sem að ég vil.

Ég vona að ég fari að komast út á vinnumarkaðinn, það verður vonandi/trúlega á næsta eða þar næsta ári, ef að allt gengur vel hjá mér að bæta mig líkamlega og andlega. Andlega hliðin er á góðri leið, en ég verð svo sannarlega að hafa fyrir því.

Linda litla, 5.9.2008 kl. 14:49

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Það er ekki auðvelt að þurfa að neita börnunum sínum um hluti sem að öðrum finnst sjálfsagður hlutur, þetta þekki ég vel. En við gefum þeim ást okkar og hlýju, tíma og skilning, það er betra veganesti en flest annað.

Ég vona að allt gangi upp hjá þér.

Sporðdrekinn, 5.9.2008 kl. 16:54

5 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Þú syndir í gegnum þetta ef ég þekki þig rétt

Guðný Einarsdóttir, 5.9.2008 kl. 18:05

6 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Þú ert dugleg, gangi þér vel.

Gunnar Gunnarsson, 5.9.2008 kl. 21:25

7 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Hamarinn brýtur glerið en styrkir stálið.

 Gangi þér vel vina og góða helgi.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 6.9.2008 kl. 17:04

8 Smámynd: Aprílrós

Þetta er ekki auðvelt að vera einstæð + öryrki, við erum sett í annan flokk eða ef ekki þriðja flokk. Ég er einst + öryrki , ég fór að vinna þvi ég lifði engan veginn á þessu, en á móti skertist tekjutryggingin, en mér er sama,næ samt ekki endum saman á launum + bótum. ég er með útborgað í pen lítið meira en þú Linda mín. Gangi þér sem best og gangi þér vel í vinnunni. Gaman að heyra að allt sé á uppleið hjá þér. Mér líka allt á uppleið.

Góða helgi mín kæra. ;)

Aprílrós, 6.9.2008 kl. 17:25

9 identicon

hæhæ mér langaði bara að koma því á framfæri að það er ekkert auðveldara lífið hjá okkur láglaunafólkinu,ég er einstæð móðir er í 2 vinnum og fæ ég útborgað 130 þúsund . Ég leigi svo af mínu sveitafélagi þar sem leigan er 83 þúsund,þá er leikskólinn eftir og allir "litlu" reikningarnir. Þar fyrir utan er engin mæðrastyrksnefnd hér úti á landi og því enga hjálp að fá. Ég held að það sé bara erfitt hjá öllum núna.

Gangi þér vel.

ókunn (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 22:30

10 Smámynd: Linda litla

Nákvæmlega, ég hef ekki haldið því fram að láglaunafólk hafi það betra. Það er bara sorglegt hve mikið launamisrétti er í þessu þjóðfélagi okkar.

Það er allt of mikill munur á milli láglaunafólks og hátekjufólks. Mér finnst að þetta eigi ekki að vera hægt. Og það versta er að það eer ekkert hægt að gera, vegna þess að það er enginn sem hlustar.

Linda litla, 8.9.2008 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband