8.9.2008 | 00:40
Hvers vegna þessi launamunur ???
Byrja á þessu myndbandi sem að Gulla vinkona sendi mér á facebook-ið mitt. Ó mæ god, ég hélt að ég myndi kafna þegar ég horfði á þetta, ég hló svo rosalega mikið.
En að alvarlegri málum.
Hvað er þetta með tekjur íslendinga ?? Hvers vegna er til "láglaunafólk" ?? Í síðustu færslunni minni tók ég saman mínar örorkubætur og mínar skuldir, mér finnast þessar bætur til skammar og ekkert annað. En það kommentaði ein "ókunnug" sem er láglaunakona. Hún er í tveimur vinnum og er með 130.000 á mánuði og er hún einstæð tveggja barna móðir. Þetta finnst mér sorglegt.
Hvers vegna þarf þetta að vera svona ?
Er þetta algengt hérna á Íslandi ??
Eru þetta laun í dag, ef að þú ert ekki með háskólamenntun eða hvað er málið ??
Ég er ekkert menntuð, ég kláraði ekki 9. bekkinn á sínum tíma, ég var ólétt. Ég kaus svo að fara út á leigumarkaðinn og að fara að vinna fyrir mér og mínum í stað þess að fara í skóla. Ég hef reyndar alltaf verið vel metin í vinnu og hef yfirleitt ekki verið á slæmum launum. Ég meina, ég hef skriðið í gegnum öll mín ár með mín börn. Ég hef alltaf verið einstæð og þurft að borga mitt, en ég held að ég hafi haft það betra þegar ég var bara einstæð heldur en ég hef það núna einstæð og öryrki.
Jæja, en stefnan mín á gamals aldri er skóli. Ég byrja hægt, en ég er byrjuð. Og ég þarf virkilega að taka mig á í námi ef að málið er í dag að þú færð ekki vel launaða vinnu nema þú sért menntuð/aður.
Jæja, ég held að ég sé hreinlega að skrifa um allt og ekkert og sitt á hvað og allt þannig og enginn skilur mig og ég er viss um að enginn nenni að lesa þetta hvort eð er, þannig að ég segi ykkur bara líka að ég er HOMMI, bara af því að ég veit að þið eruð ekki að lesa þetta.
Bull og aftur bull...... sennielga svefngalsi.
Góða nótt elskurnar mínar og dreymi ykkur fallega.
Kv. Linda litla bullari
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
ég las allt, til hamingju með það að vera komin út úr skápnum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.9.2008 kl. 00:57
HA HA HA HA HA
Þetta var eiginelga bara svona fimmaura brandari. hehe
Linda litla, 8.9.2008 kl. 01:19
Hey..... þetta er ekki rétta myndbandið.... hvernig stendur á því. ??? Þetta finnst mér ekki fyndið..... verð að reyna að redda hinu.
Linda litla, 8.9.2008 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.