17.9.2008 | 16:04
Tilfinningar......
Mínar nýjustu vangaveltur núna eru "tilfinningar". Ég hef verið að pæla í því undanfarið að það er einhver tilfinningasveifla í gangi hjá mér þessa dagana, en af hverju það veit ég ekki.
Ég er farin að fylgjast aðeins með sjónvarpi, sem er gott mál. Þá er ég ekki alltaf hangandi í tölvunni. Nema síðustu daga þegar ég horfi á imbann og það kemur eitthvað sorglegt eða fallegt..... kommon, þá þarf ég að berjast við tárin. Hvað ætli sé að ske með mig ??
Eitt dæmi..... ok, og þið fáið kast. Ég er aðeins farin að fylgjast með Glæstum vonum á morgnana á stöð 2 (okei, núna fá þeir sem þekkja mig alveg örugglega kast) . Ég fylgdist með þessum þáttum árið 2000 þegar ég var kasólétt og einnig eftir að ég átti Kormák. Þannig að ég man eftir flestum af þessum persónum. T.d. Stefanie... hún hefur alltaf farið í taugarnar á mér kerlingabeyglan, þarf að skipta sér af öllu, hefur alltaf rétt fyrir sér og ræður yfir öllum.
Núna er sú gamla komin sála (auðvitað Taylors) út af vandræðum í hjónabandi...... Taylor ráðleggur henni að hitta móður sína sem að hún hefur ekki hitt í 30 ár...... kommon, þetta er of erfitt fyrir mig að horfa á, ég verð að líta undan og kyngja. Ég er ekki að höndla svona.
Hvað ætli málið sé með mig ??
Þekkið þið svona tilfinningar ??
Er ég kannski að verða mannleg loksins ??
Finnst ykkur það eðlilegt að ég sé gráti nær þegar ég horfi á glæstar vonir ??
úffff..... ég er farin að væla, sí jú leiter.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Eru tilfinningarnar að bera þig ofurliði mín kæra,ja ég hef skælt yfir bíómyndum en hver hefur ekki gert það
Guðný Einarsdóttir, 17.9.2008 kl. 19:28
Ertu ekki bara á þessu fokking fyrirbæri sem við fáum einu sinni í mánuði??? Þegar þannig stendur á hjá mér á ég nefnilega erfitt með að horfa á auglýsingar.
Hulla Dan, 17.9.2008 kl. 20:03
Elsku krúttið mitt vældu bara
Nei svona í alvörunni, hér er tvennt nei þrennt sem hefur svona áhrif á mig. Þú mátt velja :
Blæðingar, egglos og þunglyndi.
Við getum ekkert gert við þessu hormóna dæmi en ef að það er þunglyndið þá getum við gert smá. Ég hef reyndar fundið tvennt sem hjálpar mér með allt þrennt svona þegar að ég fer að hugsa um það. Það er að hreyfa mig reglulega og taka á, ekkert svona labba hægt í 20 mín dæmi. Þó að það sé góð byrjun. Heldur virkilega taka á. Svo er það vorrósar olían, ég varð bara hissa hvað hún hjálpar mikið við þessum mánaðar kvillum. Meira að segja skapið verður betra
Knús
Sporðdrekinn, 17.9.2008 kl. 20:20
Blessuð vertu, skæli yfir mörgu. Verð að prófa að horfa á Glæstar vonir og sjá hvort það virkar þar.Fylgdist, eins og þú, með þessu áður en hef svo bara lesið bloggið hennar Gurrýjar. Og mér finnst þetta orðið svo flókið að ég veit ekkert hver er undan hverjum eða hver er að sofa hjá hverjum.
Hafðu það gott ljúfan
Anna Guðný , 17.9.2008 kl. 20:26
snökt snöktknús knús
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 17.9.2008 kl. 20:34
Brynja skordal, 17.9.2008 kl. 22:06
Sem stórunnandi rómantískra gamanmynda þá þekki ég dæmið ágætlega. Var að horfa á lokaatriðið á Music and Lyrics í hundraðasta sinn og vottaði fyrir tárum enn og aftur.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.9.2008 kl. 23:05
Vantar í þig töffaragenið stelpa,drífa sig á mótorhjól
Rannveig H, 17.9.2008 kl. 23:06
Ertu ólétt? Það er allt í lagi að skæla! Tár eru góð!!
Hrönn Sigurðardóttir, 17.9.2008 kl. 23:08
Ég spyr bara eins og Hrönn, ertu ólétt? eða hvað
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.9.2008 kl. 01:25
Anna Guðný: Ég er alveg sammála þér með glæstar vonir, ég veit ekkert hver á hvern eða hvað, hef bara tekið eftir því að það er mikið um makaskipti þar.
Varðandi þetta með tárin og væmnina þá er ég EKKI ólétt, EKKI á blæðingum, EKKI þunlynd(held að andlega hliðin sé ágæt núna), Veit reyndar ekkert um egglos..... veit bara að ég verð að snúa mér undan ef eitthvað fallegt, sorglegt eða eitthvað kemur í sjónvarpinu.
Rannveig: Það er spurning um töffaragenið.... það er örugglega bráðnað. Verð að taka mótorhjólapróf og vera kúl eins þú.
Linda litla, 18.9.2008 kl. 08:37
tíðahringurinn er svo frábær...er þetta ekki bara hann að dansa...
alva (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 08:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.