20.9.2008 | 17:40
Réttir og rigning....
Ég er stödd á Hellu núna. Það voru Reyðarvatnsréttir í dag, og þar sem að þetta veður getur ekki hagað sér almennilega þá er ég viss um að í þetta skiptið var bara fólk í réttunum sem að þurfti að vera þar. Það hafa nenfilega margir gaman af því að fara í réttir og taka þátt, en örugglega ekki margir í dag sökum veðurs.
Brjálað rok..... úrhelli, er málið á Hellu í dag. Ég er fegin að ég þurfi ekki að vera eitthvað úti, þar sem að ég á ekki pollagalla.
Ég átti mjög gott kvöld í gærkvöldi með mömmu, við spjöllaðum til miðnættis. Og í morgun héldum við áfram að kjafta. Það er gott finnst mér þegar maður á foreldra til að tala við, þá á ég við að það eru ekki allir tengdir sínum foreldrum. Það var ekki gott samband okkar á milli út af minni neyslu, en það er orðið allt annað núna. Og er sambandið búið að vera að styrkjast í allt sumar.
Núna skín "gula fíflið" enda réttirnar búnar. Ekkert réttarball á Hellu þetta árið, Hellubúm til mikillar ama. Það er annars mjög skrítið hérna á Hellu, það virðist vera svo mikið mál að fá leyfi fyrir balli hjá sýslumanninum, virkar eins og það sé verið að drepa niður allt skemmtannalíf hérna smátt og smátt.
Jæja... nóg um það, ég fer hvort eð er ekki á böll hérna og mér er eiginlega sama sjálfri en leiðinlegt fyrir þá sem að langar að gera eitthvað stöku sinnum.
Hef a næs dei pípol.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Af mbl.is
Innlent
- Myndskeið: Stórbrotið útsýni af flugbrautinni
- Maskína: Framsókn í fallbaráttu
- Myndir: Hraunið við bílaplan Bláa lónsins
- Gosstöðvarnar ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn
- Vatnsleki hjá Brauð & co
- Má segja að þetta gos hafi þjófstartað
- Hraunið við bílastæði Bláa lónsins
- Stal munum úr starfsmannaaðstöðu
Athugasemdir
Góða helgi á Hellu í rokinu og rigningunni. Gott að kúra sig í sófanum í svona veðri. ;)
Aprílrós, 20.9.2008 kl. 17:44
Það er bara ljúft að sitja inni í hlýjunni þegar veðurhamurinn geysar og kjafta við mömmu sína.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.9.2008 kl. 19:21
Bergljót Hreinsdóttir, 20.9.2008 kl. 20:05
Það er yndislegt að eiga gott samband við mömmu sína.
Sporðdrekinn, 20.9.2008 kl. 20:21
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.9.2008 kl. 01:19
Þú átt mikið gott að eiga gott samband við mömmu þína. Mikið vildi ég gefa fyrir það stundum að eiga mömmu eða systur.Skrýtið að það breytist ekki þó ég eldist. Þarf jafnmikið á mömmu á halda í dag til að spjalla við.
Hafðu það gott ljúfan
Anna Guðný , 21.9.2008 kl. 12:05
Gott að samband þín og mömmu þinnar er að komast í gott lag...
Þetta með ballið alveg óþvolandi það voru margir svekktir og hundfúlir þar á meðal ég,við vorum farnar að hlakka til vinkonurnar og frænkurnar að skemmta okkur smá og tjútta,en svona er lífið bara allavega á Hellu
Guðný Einarsdóttir, 22.9.2008 kl. 00:05
já, hugsa sér að allt velti á einum manni - sýslumanni, svo ef hann er fúll, þá verður bara allt sveitarfélagið að vera fúlt...man eftir einum svona fúlum á Höfn í Hornafirði..hann er kannski ennþá, það mátti ekkert og allt drepið niður...voru ekki böll eða neitt í mörg ár..
alva (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 08:43
Ég verð að taka undir það með þér, að náið samband við foreldra manns, eru flestum afar mikilvæg og dýrmæt. Sem betur fer erum við mamma mjög nánar og við pabbi minn heitinn vorum bestu vinir.
Ég fór á réttarball á Hellu fyrir nokkrum árum síðan og verð bara að viðurkenna að það var ekkert varið í það, miðað við önnur rétta- og sveitaböll. Hins vegar eru Töðugjöldin alltaf mjög skemmtileg og létum við okkur að sjálfsögðu ekki vanta þangað í ár. Brekkusöngurinn hér áður fyrr var þó miklu skemmtilegri en í ár.
Gangi þér vel
Emma Vilhjálmsdóttir, 22.9.2008 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.