Leita í fréttum mbl.is

Gamli Staðarskálinn fluttur.

Talað er um einn þekktasta söluskála við hringveginn, Staðarskála í Hrútafirði. Það er búið að færa hann og opnar nýji Staðarskáli í dag.

Ég hafði ekki hugmynd um að það ætti að færa hann eða að það væri  verið að breyta veginum þarna. En ég veit það að þegar ég fer norður, eða var að þvælast þarna á milli þegar ég átti heima fyrir norðan þá stppaði maður alltaf þarna og fékk sér að borða og auðvitað að reykja. Alltaf minntist ég á það að við skildum stoppa í Brú næst því að mér finnsrt maturinn  þarna vondur.

Söluskálinn á Brú..... stoppum þar næst. Núna er búið að rífa þann skála, þannig að aldrei varð ég svo fræg að fara þangað inn.

Vonandi verður nýji Staðarskáli "bragðbetri".

Ég hef reyndar ekki farið þarna um síðan í júní. En það er aldrei að vita hvenær maður fer þar næst.

Hvað finnst ykkur, sorry hvað fannst ykkur um gamla Staðarskála ??

Finnst ykkur ekki að maturinn þar mætti lagast ??

Nóg í bili, bæjós....

Linda litla matvandna.


mbl.is Staðarskáli á nýjum stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Ég hef nokkrum sinnum farið í gamla Staðarskálann og hann er ekki efst í mínum huga, þegar ég hugsa um mat.... Það er vonandi að nýi slái í gegn.  En Brúarskálinn var ágætur, eftir langt ferðalag frá Ísafirði ......En það er víst alltaf verið að breyta einhverju

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 25.9.2008 kl. 08:21

2 Smámynd: Anna Guðný

Mér fannst maturinn á þessum tveim hvorki betri né verri en á öðrum stöðum.Svolítið misjafnt en yfirleitt góður.

Anna Guðný , 25.9.2008 kl. 09:13

3 Smámynd: Brynja skordal

Kjötsúpan var góð í Brú! Fannst voða tómlegt að sjá um daginn að hann væri farinn en allt er þetta breytingum háð

Brynja skordal, 25.9.2008 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband