Leita í fréttum mbl.is

Gott fólk á vestfjörðum.

Ísfirðingar og nærsveitarmenn létu ekki á sér standa þegar efnt var til söfnunar vegna hjónanna Adams og Jolöntu Ciesielska sem misstu allt innbú sitt er hús þeirra brann í Hnífsdal í vikunni.


Það er alltaf yndislegt að heyra þegar fólk tekur sig til og hjálpar þeim sem á því þurfa að halda.

Þau fengu nýtt innbú á innan við sólarhring, með hjálp ísfirðinga og nærsveitamanna.

Út í allt annað. Dagurinn í dag er búinn að fara mest í svefn hjá mér, tek stundum svona daga. Þó að ég sé búin að sofa megnið af deginum þá kem ég alveg örugglega til með að sofa í nótt.

Ég er að vinna í Bónus um helgina og verð að viðurkenna að ég kvíði svolítið fyrir því þar sem að ég var virkilega slæm í bakinu eftir síðustu helgina þar. Ef að ég verð svona slæm eftir þessa helgi þá neyðist ég til að hætta þarna, ég hlýt þá að geta fundið mér eitthvað annað.

Ég fékk skilaboð frá Bónus í dag þar sem að þeir bjóða okkur staffi út að borða annað kvöld á Ruby Thuesday. Frábært hjá þeim, en ég ætla ekki að fara, ég er eiginlega með samviskubit að skilja Kormák eftir svona einan þegar ég er að vinna í Bónus. En María kemur í bæinn á morgun og ætlar að eyða deginum með honum og svo ætlar Brynja eitthvað að stússast með hann á sunnudaginn. Ég held að það sé ekkert vit í því að vera að vinna svona þessr helgar, bæði vegna líkamslegs ástands og vegna Kormáks.

Við erum nýkomin úr pólsku búðinni, fórum og keyptum kattamat og komum svo við í King Kong þar sem að Kormákur fékk sér 2 dvd myndir til að horfa á, á morgun.

Segjum þetta gott í bili.

Hef a næs ívning pípól, gúdd næt frends.

Kv. Linda litla bónusstelpa.

 

fda


mbl.is Fengu nýtt innbú á sólarhring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þetta lítur út fyrir að vera VONT.

Vestfirðingar eru besta fólk í heimi, þeir eru vanir að leysa mál hratt og örugglega

Ragnheiður , 26.9.2008 kl. 21:41

2 Smámynd: Aprílrós

Góða helgi ;) og gangi þér vel í Bónus ;)

Aprílrós, 26.9.2008 kl. 23:05

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég bjó til hunda og kattarmat í kvöld, það er ódýrara en að kaupa dósa og pokamat, svo fá dýrin mín náttúrulega þurrmat sem er aðalfæðan þeirra.    Hjörtu og lifur eru svo ódýr í Bónus núna

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.9.2008 kl. 00:03

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Vestfirdingar standa alltaf saman,tad tekkji ég af  reynslunni bjó á Sudureyri í 7 ár.

fardu vel med bakid till mín kæra.

Fadmlag á tig inn í góda helgi.

Gudrún Hauksdótttir, 27.9.2008 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband