28.9.2008 | 02:17
Ætlaði að pynta þau og drepa.....
Þetta er sorgleg fyrirsögn. En þetta er samt fyrirsögnin á fréttinni.
Þeir sem lagðir eru í einelti, mikið ofsalega hlýtur þeim að líða illa. Ég get ekki sett mig í þessi spor. Ég held að einelti sé mikið meira en ég geri mér grein fyrir.
Ég held að það sé mannskemmandi.
Hvað fær fólk til þess að leggja aðra í einelti ? Er fólk ekki að átta sig á því að það er að skemma með einelti.
Það eru ekki allir sem leita sér hjálpar við því, sumir lifa alla ævi með með þvílíkar byrðir á bakinu af því að það leitaði sér ekki hjálpar.
Og hvað ?? Er hægt að hjálpa "fórnarlömbunum" fullkomnlega ?
Bera þau ekki alltaf kala til "gerandans" ??
Ég vil að meira verði gert til þess að koma í veg fyrir einelti, það er greinilega ekki gert nóg fyrst að það er til staðar.
Þetta er sorglegt og ég finn til með þesu fólki, ég vil að það fái alla þá hjálp sem hægt er.
Ætlaði að pynta þau og drepa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Einelti skilur eftir sár sem erfitt er að græða
Sporðdrekinn, 28.9.2008 kl. 03:42
Einelti er hreint út sat skelfilegt.Madur tekkjir alltaf einhvern sem ordid hefur fyrir tessum vá sem skilur eftir sár ad eilífu.Margt er hægt ad laga en aldrey alla leid.
Eigdu gódann dag
Gudrún Hauksdótttir, 28.9.2008 kl. 06:39
Það má heldur ekki gleyma þeirri vanlíðan sem fórnarlömbin búa við á hverjum einasta degi!
Markús frá Djúpalæk, 28.9.2008 kl. 10:05
Nákvæmlega Markús, ég held að fórnarlömbin nái sér aldrei að fullu. Ég held að þeir sem hafi orðið fyrir einelti gleymi því ekki, þau finna fyrir því alla ævi.
Linda litla, 28.9.2008 kl. 10:21
Ég varð fyrir einelti sem krakki en er ekki lengur reið út í gerendurna. Ég hef fengið sálfræðihjálp. En ég verð ennþá pirruð þegar ég hugsa út í það þegar krakkarnir toguðu mig um á hárinu, þegar ég fékk snjóbolta í andlitið með steini í, þegar ég var ítrekað umkring krökkum sem hræktu á mig og svo framvegis. Það eina sem maður getur gert í dag er að fylgjast vel með að börnunum sínum sé hlíft við þessu ógeði. Það er okkar að passa upp á þau.
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 10:26
Það er alveg hræðilegt að heyra svona, hvernig geta börn/krakkar verið svona grimm/ir ??
Hugsið ykkur að fara svo illa með önnur börn, að þau þurfi sálfræðihjálp á eftir.
Þetta er skelfilegt.
Linda litla, 28.9.2008 kl. 11:13
Einelti er í huga mínum nauðgun, viðkomandi er kvalinn og píndur og minningin verður alltaf til staðar. Sjálfsagt er hægt að lifa með þessu en að gleyma og fyrirgefa hlýtur að vera erfitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.9.2008 kl. 11:42
Einelti er eitt það hörmulegasta ofbeldi sem til er. Allt of vægt er trekið á því og því miður er það allt of víða í þjóðfélaginu, ekki bara í grunnskólum, heldur líka í framhaldsskólum, eins og fram kemur hér og á vinnustöðum og meira að segja í fjölskyldum, hryllingur í einu orði sagt. Ég þekki einelti af eigin raun en dóttir mín hefur orðið fyrir því og þetta er mikil kvöl og verulega niðurbrjótandi, bæði fyrir fórnarlambið og aðstandendur.
alva (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 22:57
Tvær af dætrum mínum hafa lent í einelti og er það alveg hræðilegt að upplifa það sem foreldri líka.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.9.2008 kl. 23:05
Sælt veri fólkið, mig langaði að svara Ásdísi Sig.
ég hef tekið eftir því að sumir (ekki bara Ásdís) vilji líkja einelti við nauðgun. Ég hef upplifað bæði einelti og nauðgun og hér á eftir kemur mín skoðun á málinu.
Ég hef gengið í gegn um hrottalegt einelti sem entist í 9 ár, það var bæði líkamlegt og andlegt. Út úr því kom ég með brotna sjálfsmynd, ég skammaðist mín fyrir það að vera ég, ég vorkenndi foreldrum mínum að hafa átt mig og ég heilsaði aldrei neinum sem ég þekkti út á göt af fyrrabragði (sérstaklega ekki ef aðilinn var með einhverjum öðrum, þá svaraði ég jafnvel ekki þó að kunninginn heilsaði mér) af því að ég vildi ekki valda hinum skömm, þ.e. að hann þyrfti að viðurkenna að þekkja mig og vorkenndi heiminum að þurfa að innihalda jafn ljóta, viðbjóðslega stelpu og mig.
Mér leið illa innan um fólk vegna þess að mér leið illa yfir því að valda þeim þeirri þjáningu að þurfa að horfa á mig. Ég hafði tvo hluti sem héldu mér á floti, ég var gáfaðari en pakkið og mun betri í íþróttum, ég hugsa að íþróttirnar hafi bjargað mér frá sjálfsmorði. Þó tókst pakkinu að eyðileggja fyrir mér bæði íþróttir og skólann þó að þetta hafi komið fram síðar, eftir að ég komst frá þeim.
Hvað líkamlegar afleiðingar varðar þá var alvarlegasta atvikið þegar pakkið brákaði bein í hálsinum á mér við það að "taka mig í snjóinn" sem var í grunninn að hanga á mér þangað til ég féll og svo sparka í mig og hoppa á hausnum og bringunni minni. Fyrir utan þetta var ég barin með belti og lamin reglulega af pakkinu. Í dag á ég ennþá í vandræðum með hálsinn á mér.
Nokkrum árum eftir að ég komst úr eineltinu var mér rænt og haldið í nokkra klukkutíma og mér nauðgað á meðan.
Niðurstaða þessara skrifa er sú að eineltið er ekki næstum því jafn slæmt og nauðgunin. Nauðgun er mun verri. Kanski þótti mér hún verri vegna þess að með þessu var síðasta vígið, það eina sem ekki hafði verið níðst á, fallið.
Ég vona að skrif mín nýtist einhverjum hér í umræðunni
sú beygða (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 10:39
Það er skelfilegt að heyra þetta.
Hvers vegna á fólk að þurfa að líða þetta, af vherju er fólk sovna vont ??
Hvernig er líðan þín í dag ?
Linda litla, 30.9.2008 kl. 11:11
líðan mín er ágæt, ég er að mestu leiti komin yfir eineltið. Hvað nauðgunina varðar þá eru ennþá óboðnar mynningar að koma upp öðru hverju en mér finst allt vera á réttri leið.
Ég hef notið mikillar sálfræði aðstoðar undanfarnið ár (frá því að nauðgunin átti sér stað) og við (ég og sálfr.) erum að vinna í þessu á fullu. Í dag get ég átt eðlileg samskipti við fólk og er ekki lengur hrædd og kvíðin hverja stund.
Í stað þess að vera stöðugt leið og geta ekki upplifað gleði er ég farin að geta glaðst ekki aðeins fyrir það sem gengur vel í mínu lífi heldur er ég einnig farin að geta samglaðst öðrum.
ég var beygð en ekki brotin og ég er að rétta úr mér aftur.
sú beygða (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 11:23
Þú segir að þú sért að mestu leiti komin yfir afleiðiingar eineltisins, en hvernig er það með gerendurnar, hvernig augum lítur þú á þá ?? Er hægt að fyrirgefa þeim ? Er hægt að fyrirgefa þeim sem hafa traðkað svona á sálarlífi manns ??
Mig langar að tala við þig persónulega, var að spá í hvort að þú vildir senda mér e-mail á lindajons@msn.com
Linda litla, 30.9.2008 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.