Leita í fréttum mbl.is

Afmæli, kisur og fleira.

Löng og erfið helgi er búin, sem betur fer eiginlega því hún var frekar erfið, en þó að hún hafi verið erfið þá var hún skemmtileg eins og alltaf í Kanslaranum.

Karl faðir minn varð 71 árs á sunnudaginn og óska ég honum innilega til hamingju með daginn hérna. Ég vaknaði reyndar hálf 9 á sunnudaginn, skreið á Gustavsberg og svo inn í eldhús og kyssti hann á kinnina, reykti hálfa sígó og lagði mig svo aftur.

október 010

Þarna er afmælisbarnið með langafastrákinn sinn.

Þegar ég fór svo á fætur á sunnudaginn efitr að ég var búin að leggja mig aðeins aftur, þá blasti við krúttleg sjón í hægindastólnum hans pabba...... auðvitað var ég ekki lengi að stökkva eftir myndavélinni og smella af nokkrum myndum. Mömmu langaði svo að sjá eina mynd hérna á blogginu og ég sagði henni að ég hefði einmitt ætlað að skella inn einni mynd.

kisumyndir 005

Þau eru ægilega mikil krútt þessar elskur. Patti og Nóra.

Nú það er nóg að gera fram undan hjá mér í vikunni. Á morgun verð ég með matargesti. Hafdís frænka, María, Rúnar og Hjörleifur koma í mat annað kvöld. Enn María og Hjörleifur koma reyndar í fyrramálið og gista eina nótt.

Nú á fimmtudaginn er ég að fara á 4 tíma fyrirlestur á Reykjalundi, sem er fræðsla um hjáveituaðgerðina sem að ég er að bíða eftir að komast í.

 sstor læri

Ég er mjög spennt fyrir þessum fyrirlestri. Á föstudaginn þá ætlum við að elda og borða saman ég Gulla og Brynja, veit ekki enn hvort að einhverjir fleiri komi. En alla vega þá ætlum við að eiga saman gott kvöld og borða góðan mat. Nú svo á laugardaginn er það innflutningspartý sem að okkur Gullu er boðið í hjá Konna og Roger, þar sem að þeir eru loksins búnir að fá íbúð.

Ætli ég segi þetta ekki gott í bili.

húmor

Skelli hér inn mynd af Bónusfeðgum í restina..... og jú, þeir taka víst kreditkort he he

Hafið það gott elskurnar mínar.

Kv. Linda litla lipurtá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísaskvísa

Sætar þessar kisur

Góða skemmtun næstu daga

Dísaskvísa, 4.11.2008 kl. 14:18

2 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Hæ skvísa,búin að redda því sem þú baðst um skellti mér á skattstofuna í kaffier ekki búin að ákveða mig ennþá

Guðný Einarsdóttir, 4.11.2008 kl. 18:40

3 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

sko hvort ég kem á miðvikud eða fimmtudag

Guðný Einarsdóttir, 4.11.2008 kl. 18:41

4 Smámynd: Aprílrós

til hamingju með pabba þinn

Aprílrós, 4.11.2008 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband