Leita í fréttum mbl.is

Elsku bloggvinir.

Heil og sæl elsku vinir. Það er langt síðan ég kom einhverju frá mér hérna, enda get ekki sagt að ég hafi legið í tölvunni undanfarið. Ég er ennþá eitthvað með tölvupest, sækist lítið í hana.

Ég átti alveg yndisleg og það var ekki það sem ég átti von á, hélt að þau yrðu einföld og tóm en þökk sé góðu fólki og fjölskyldu minni þá voru þau yndisleg. Elsku Brynja mín, sérstakar kveðjur til þín. Þú gerðir jólin að jólum Kissing

Ég átti yndislegan aðfangadag með Kormáki mínum og svo komu María og fjölskylda á jóladaginn og fóru á annan í jólum, ég fór með þeim austur og kom svo heim á sunnudagskvöldið. Fór aftur austur á gamlársdag með Viggu og suður á nýársdag í nýársboð hjá Helga bróðir. Kormákur kom þangað 1 jan, en hann var búinn að vera hjá pabba sínum síðan 26 des. Ég held að ég hafi aldrei sofið svona mikið eins og ég er búin að vera að gera siðustu daga, er soldið hrædd um að ég sé eitthvað að draga mig niður, en það má ekki ske. Ætla að rífa mig á fætur í fyrramálið og taka strætó í Baðhúsið um leið og Kormákur fer í skólann. Ég fékk frítt árskort í baðhúsið fyrir jól og ég ætla svo sannarlega að reyna að nýta mér það áður en ég verð kölluð inn á Reykjalund. Ég bíð spennt eftir því að komast í þessa magaaðgerð, er viss um það þegar ég fer að léttast þá verð ég betri á geði....... að ég nái mér almennilega upp andlega. Það eru búnir að vera erfiðir tímar hjá mér og þeir verða það eitthvað áfram, en ég á ekkert að vera að kvarta því að það eru erfiðir tímar hjá svo mörgum í þjóðfélaginu.

Þegar ég horfi yfir árið 2008 þá held ég að það hafi verið mjög gott ár, en auðvitað er alltaf eitthvað eitt sem stendur upp úr og það sem stóð upp úr var titillininn sem að mér hlotnaðist ég varð "AMMA" og það er bara yndislegt að eignast heilbrigt ömmubarn. Þannig að elsku Hjörleifur Máni minn toppaði árið 2008 fyrir mig.

Ég ætla að reyna að virkja mig virkilega á blogginu og sína mínum bloggvinum meiri áhuga en ég hef gert undnafarið.

Bloggvinir mínir er fólk sem að mér þykir vænt um.

Andsk..... var komin í stuð til að kjafta hér, en var að fá símtal og ég verð að rjúka út....

Takk fyrir allt elsku vinir og megi árið 2009 færi ykkur hamingju og gleði í ykkar hjarta.

Þangað til næst stórt *knús*

kv. Linda litla sem verður að taka sig á í öllu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara risa knúsur elsku litla sys og fjölskylda

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 20:43

2 Smámynd: Aprílrós

Linda mín, þú ert bara æði ;)

Aprílrós, 5.1.2009 kl. 21:54

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að heyra frá þér dúllan mín og megi nýja árið færa þér hamingju og gleði.  Vertu dugleg, ég er viss um að þér gengur vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.1.2009 kl. 22:51

4 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Linda mín takk fyrir afnotin af gestabólinu um helgina,þetta var nokkuð rólegt og gott hjá okkur,smá étusukk eins og venjulega þegar við bollurnar hittumst...sjáumst um helgina

Guðný Einarsdóttir, 5.1.2009 kl. 22:57

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Það var gaman að hitta þig um daginn

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.1.2009 kl. 00:50

6 Smámynd: Brynja skordal

Elsku dúllan mín gott að heyra frá þér og þú hafir átt góð jól og áramót veistu mér leið afskaplega vel að geta rétt þér smá hjálparhönd og vænt um að þetta kom sér vel það er fyrir öllu Flott hjá þér að ætla að drífa þig í smá hopp í Baðhúsinu það hressir örugglega og kætir já sammála ekkert er yndislegra en að verða Amma bara best hefði vilja fá smá kaffisopa hjá þér um daginn en verðum bara að láta verða af því seinna ekki spurning....Hafðu það svo ljúft

Brynja skordal, 6.1.2009 kl. 01:31

7 Smámynd: Sigríður Þóra Magnúsdóttir

Gleðilegt ár og vonandi mun allt lukkast hjá þér og þínum .

Flott hjá þér að vera komin í leikfimi . Ég næ vonandi að rífa mig upp á rassgatinu á næstu mánuðum 

Kv

Sigga 

Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 6.1.2009 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband