Leita í fréttum mbl.is

Jólin búin..... mikið er það nú gott :o)

Ég er mikið fegin að jólastússið er búið og jólasveinarnir farnir heim til sín. Þá er allt komið í eðlilegt horf aftur.

Kormákur réðist á jólatréð og týndi allt af því og er búinn að ganga frá því, það tók ágætis tíma þar sem að jóltréð er bara "210 cm" he he he he

januar 038

Elsku strákurinn minn er mín stoð og stytta í öllu sem einu. Elsku Kormákur Atli, þú ert sko lang flottastur og ég elska þig alveg milljón.

Ég fór ekki í ræktina í dag, ég svaf megnið af deginum. Verð að reyna að berjast við að rífa mig upp, þetta er ekki hægt.

Við Emý vinkona vorum að ræða það í dag að sækja um í Hringsjá fyrir næsta haust, það væri frábært að komast þar inn. En þið sem ekki vitið hvað það er, getið farið inn á www.hringsja.is og lesið um það þar.

Það er þá eins gott að ég verði búin að fara í hjáveituaðgerðina, er að vonast til að það verði fyrir sumarið.

Annars er bara eitthvað lítið að frétta af mér, elsku Hjörleifur ömmumús er lasinn og búinn að vera með hita í 2-3 daga, vonandi fer hann nú að hressast svo hann geti komið að heimsækja ömmu sína.

Segjum þetta gott í bili, hafið það gott elskurnar mínar og farið vel með ykkur í skammdeginu.

Knús á línuna...... *

Kv. Linda litla síþreytta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mitt jólaskraut er ennþá uppivið   Mínir krakkar gleymdu að taka það niður í dag.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.1.2009 kl. 01:16

2 Smámynd: Aprílrós

Mitt er lika uppi svona flest. Langar að hafa það í dag því þau eru að koma heim Bergur minn og kona hans Bozena, þau voru í Pollandi yfir jól og áramót.

Aprílrós, 7.1.2009 kl. 07:29

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

FLottur hann Kormákur Atli  Vonandi batnar ömmustrák sem fyrst, og þessi tími fer beint í slenið á manni Linda mín.  Það er dimman og drunginn.  Vonandi hressist þú fljótt og vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2009 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband