7.1.2009 | 22:47
Hjálp.... takið mér eins og ég er.
Núna er kreppan að fara endanlega með mig........ ég er að hætta að reykja, ég hef svo sannarlega ekki efni á því lengur. En mikið djö..... er þetta erfitt, ég er búin að vera í þvílíkri fíkn í allan dag. Ég held að þetta sé það erfiðasta sem að ég hef gert, samt er ég bara að klára annan daginn...... ég er ekki viss um að ég geti þetta, en ég er a.m.k. að reyna og það munar um hvern dag sem ég er reyklaus.
Ég umturnast þegar ég reyni að hætta að reykja. Ég breytist í einhverja manneskju sem að ég þekki ekki og langar ekki til að vera. Ég verð klikkuð í skapinu, ég þoli ekki ef að fólk minnist á að ég sé að hætta að reykja. Mér finnst fólk ekki koma það við, og ég þoli ekki ef að það talar um að ég sé að hætta. Mér finnst allir vera að hugsa að ég geti ekki hætt, samt veit ég innst inni að fólk er ekki að hugsa þetta, það er bara ég sem er að hugsa þetta af því að ég hef ekki neina trú á mér.....
Arg....... ég er að fara að sofa og á morgun þegar ég vakna þá byrja ég þriðja reyklausa daginn minn. Wish me good luck...... ef að ég er leiðinleg við ykkar, viljið þið fyrirgefa mér. Ég er ekki með sjálfri mér þessa dagana.
Góða "reyklausa" nótt krúttin mín.
Kv. Linda litla skapmikla og pirraða.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Þú hefur fullan rétt á að vera pirruð, þetta eru átök, meiri en mig órar fyrir , veit ekki því ég reyki ekki sjálf.
En mikið ert dugleg Linda mín það verð ég að segja, og ég hef sko mikla trú á þér að þú klárir með glans það sem þú tekur þér fyrir hendur, það hef ég séð sjálf frá því ég kyntist þér og trúðu á sjálfa þig þannig verður þetta líka léttara hjá þér.
Þú ert frábær kona, mamma, amma, vinur og er svo sannarlega vinur vina þinna, mamma barnanna þinna, frábær amma og pottþett frábær tengdamamma líka.
Eigðu ljúfa nótt og góðan dag á morgun. Einn dagur í einu ;)
Aprílrós, 7.1.2009 kl. 23:15
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.1.2009 kl. 01:30
Takk fyrir þetta Guðrún mín...... en jesús minn almáttugur..... ég umturnast, þetta er ekki eðlilegt. Ég snappa svo í skapinu að ég verð hrædd við sjálfa mig hreinlega.
En ég er þrjósk...... vonandi kemst ég í gegnum þetta allt. Ef ekki þá reyni ég bara aftur síðar he he he
Linda litla, 8.1.2009 kl. 07:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.