8.1.2009 | 08:25
Dagur númer 3 !!!
Jæja.... þá hefst dagur númer 3 í reykleysi mínu.
Ég þakka hreinlega fyrir að vera lifandi eftir gærdaginn, ég er mest hissa á því að ég hafi ekki étið ísskápinn, ég var a.m.k. ekki langt frá því. Ég át allt sem að kjafti kom.
Ég var gúffandi í mig í allan gærdag.
Dagurinn í dag byrjaði þannig að ég vaknaði klukkan 7, fór á fætur um hálf 8 og beint ínn í eldhús þegar ég var búin á Gustavsberg og vitið þið hvað....... ég bjó til hrærð egg handa okkur Kormáki í morgunmat.... HALLÓ !!! Hvað er að ?? Ég er ekki einu sinni vön að borða morgunmat. Kormáki fannst þetta ekki einu sinni gott og fékk sér frekar appelsínu.
Ég býst við að fara á þvæling með Emý í dag, hún ætlaði að hringja um 8, þannig að ég er að bíða eftir símtali frá henni.
Ég verð að viðurkenna það að ég er mjög kvíðin því að fara út, ég er drulluhrædd um að ég kaupi mér að reykja ef að ég fer út. En Emý segir að ég verði að fara út, kannski fáum við okkur kaffi eða eitthvað...... kommon, ég hef ekki fengið mér kaffi eftir að ég hætti...
Annars... heyrði ég í Maríu í gær og Hjörleifur er ennþá með tæplega 40° hita, hún talaði við vakthafandi lækni á Selfossi í gærkvöldi og á að fara með strákinn á Selfoss núna fyrir hádegi.
Segjum þetta gott í bili.... hafið það gott elskurnar :o)
Kv. Linda litla á þriðja degi.....
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Villtu segja Emý að ég biðji að heilsa henni.
Ég er mamma hennar Mayu Gretu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.1.2009 kl. 09:24
Ég styð þig 100% í þessu reykbindindi,stattu þig stelpa.
Magnús Paul Korntop, 8.1.2009 kl. 22:59
Ég skila því Jenný.
Takk fyrir það Magnús.
Linda litla, 9.1.2009 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.