Leita í fréttum mbl.is

20 dagar...... :o)

Við Kormákur fórum í viðtal í skólanum á mánudaginn og gekk það bara ágætlega held ég. Bæði umsjónarkennarinn hans og aðstoðarskólastjóri voru í viðtalinu. Málin voru rædd og strax tekið á þeim, Komrákur verður reyndar líka að vera duglegur að segja frá og benda ef eitthvað er í gangi. Held að hann sé búinn að vera alveg óáreittur síðan........... er á meðan er :o) Nú það er pabbahelgi framundan og vinnuhelgi hjá mér, ég er að láta mér kvíða mikið fyrir helginni þar sem að ég er búin að vera alveg frá í bakinu síðan um síðustu helgi. hefði viljað sleppa helginni en vertinn og frú eru erlendis og vil ég ekki fara að standa í einhverju veseni, ég hlýt að hafa þetta af, ég er jú þekkt fyrir þrjósku og er einning ansi þver. Ótrúlegt hvað það fer með andlegu heilsuna þegar ég er slæm í bakinu, en geðið er allt að koma. En er búin að sofa meira undanfarið en vanalega. Ríf mig upp almennilega eftir helgi þegar ég er búin að vinna. Fer á fætur klukkan 7 á morgnana og ekkert í rúmið aftur fyrr en á kvöldin.

Annars er ég að standa mig vel í öðru Grin...... í dag er ég búin að vera reyklaus í HEILA 20 DAGA !!!! WHO ég hefði aldrei trúað því að ég gæti þettam en.... greinilega. Það fyndna við þetta eða það asnalega við þetta er það að ég fæ enga fíkn, ég hef enga löngun, ég er bara eins og vanalega nema ég er ekki að reykja, skelfilega skrítið það er bara eins og mér sé að dreyma eða eitthvað. Reyndar gæti það verið að hafa áhrif á andlegu hliðina.... að það sé ástæða fyrir líðaninni þar. Ég las það eimitt á www.reyklaus.is að ef að ég hefði einhver tímann verið á þunglyndislyfjum þá ætti ég að tala við lækni ef að ég ætlaði að hætta að reykja. EN auðvitað gerði ég það ekki LOL Ég meina HALLÓ, þið þekkið mig. Ég fer ekki til læknis nema ég sé nánast að dauða komin. Fer sko ekki til læknis nema í ýtrustu neyð.

Stefnan hjá mér er að ég er að fara að byrja á Herbalife eftir helgi.... wish me good luck.

Segi þetta bara gott í bili elskurnar mínar.

Kv. Linda litla reyklausa :o)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 þú ert góð stelpa.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2009 kl. 22:10

2 Smámynd: Aprílrós

Þú ert alveg æðisleg Linda mín, og ég veit að þú meikar þetta ;)

Aprílrós, 6.2.2009 kl. 00:05

3 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Ég ætla sko ekki að hrósa þér monthænan þín,einfaldlega vegna þess að þú sagðist ekki þola (þvola) það...Sjáumst á morgun honey

Guðný Einarsdóttir, 6.2.2009 kl. 00:39

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.2.2009 kl. 01:34

5 Smámynd: Anna Guðný

Ég hætti sjálf fyrir 11 árum og veistu, ég upplifði þetta eins og þú. Reykti rosalega mikið áður en svo var eins og það kæmi bara þessi dagur alveg fyrir mig. Það var svo skrýtið að langa allt í einu ekki í og fá engan svima eða óþægindi, eins og ég hafði þó fengið áður þegar ég hætti að reykja.

Gangi þér rosalega vel

Anna Guðný , 6.2.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband