22.2.2009 | 14:20
Byssur handa börnum ??
Hvað er að ?? Hvað er það sem veldur því að barn gerir svona lagað ? Faðir drengsins segir að gott samband hafi verið á milli sambýliskonu sinnar og sonar síns.
Um er að ræða litla haglabyssu sem er ætluð er fyrir börn og ekki þarf að skrá, er morðvopnið. Síðan hvenær eru til byssur/morðvopn fyrir börn ? Hvar fæst slíkt ?
11 ára drengur ákærður fyrir morð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Mörg börn hafa áhuga á byssum og veiðum. Hinar ýmsu íþróttir tengdar skotvopnum geta verið góð leið til þess að rækta samband á milli föðurs og sonar. Ég sé ekkert að því að sumar byssur séu sérhannaðar fyrir yngri kynslóðina eða smávaxið fólk. Algjör óþarfi fyrir þau að druslast með stóru hlunkana sem eru ætlaðir fyrir stærra og sterkara fólk.
Hvað er að því að þetta tól sé ekki skráð? Helduru að strákurinn hefði ekki framið glæpinn ef það hefði verið skráð?
Ég held að þessi glæpur segi meira um uppeldið á stráknum og persónuleika hans heldur en byssulög. Vona að lögin sjái til þess að strákurinn verði ekki til vandræða aftur.
Jonas (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 14:36
ehm...ha? Jonas, hvað ertu að tala um?
Börn eiga bara ekkert að vera með byssur. Punktur.
Og það að það sé óþarfi að þau séu að dröslast með stóra hlunka sem ætlaðir eru fyrir stærra og sterkara fólk er einmitt málið, af því að byssur eru ekki fyrir börn. Þangað til að einstaklingur skilur hvað dauði er (sem börn gera ekki) þá eiga þau ekki að koma nálægt hlutum sem geta haft þær afleiðingar. Þetta segir ekkert endilega um uppeldið á stráknum, þetta segir bara allt sem segja þarf um bandaríkin og þeirra hugsunarhátt.
Nú, ef að faðir og sonur vilja fara og skjóta leirdúfur saman, þá er það annað mál, og ég tala nú ekki um ef að stráksi er að keppa í þeirri keppnisgrein, en þá þarf og á að sjá til þess að barnið hafi aldrei aðgang að byssunni nema í umsjá foreldris.
og hún linda var ekkert að segja með skráninguna á byssunni, hún var að vitna í greinina á mbl, auðvitað hefur skráningin ekkert með þetta að gera. ég held bara að það hafi verið að taka það fram afþví að byssur fyrir börn er eitthvað sem langflestir kannast ekkert við og fæstir ættu að gera.
Gunnar (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 15:40
Mín skoðun er sú Jónas að 8 ára krakki eigi ekki að eiga sína eigin byssu. Það má vera að pabbinn geti tekið strákin með sér í einhverjar veiðiferðir og hjálpað honum þá að skjóta nokkrum skotum, en að eiga sína eigin byssu er meira en mér finnst eðlilegt. That being said, þá spyr ég mig líka sjálfan hvur andskotinn var byssan að gera í herbergi stráksins? EF pabbinn hefur keypt byssuna handa honum þá á hann allavega að geyma hana á öruggum stað, ekki hlaðna og skotin einhverstaðar annarstaðar.
Krakkar eiga það til að gera algjöra vitleysu þegar þau eru enn að þroskast, að gefa þeim morðvopn í hendur ásamt öllu því sem það fylgir getur ekki leitt til góðs. Það má náttúrulega spyrja sig hvort strákurinn sé heill heilsu, en miðað við frásögnina þyrfti ekkert endilega að vera að hann hafi verið fyrir atburðinn eitthvað öðruvísi en hver annar krakki.
Gunnar (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 15:44
11 ára*
Skemmtileg tilviljun með tveir Gunnar-ar ;)
Gunnar 2nd (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 15:47
Jónas : Eins og Gunnar (fyrri) segir þá er ég að vitna í mbl greinina varðandi skráningu á byssunni.
En hvað hafa 11 ára gömul börn að gera með byssu ? Ok, allt í lagi með leikfangabyssu en ekki hlaðið vopn. Það sýnir hvað getur gerst.
Linda litla, 22.2.2009 kl. 15:56
Gunnar1:
Hver ert þú til að segja að börn eigi ekki að vera með byssur? Ef foreldrar þeirra ákveða að stunda íþrótt með börnunum sínum þá er ekkert að því.
Hvað finnst þér um lítið fólk/dverga sem stunda skotíþróttir? Eiga þeir að nota stóru hlunkana?
Það er einmitt mikilvægt fyrir foreldra barna að kenna þeim að meðhöndla verkfæri svo sem byssur varlega. Mér sýnist föður þessa drengs hafa mistekist það og tekið lélega ákvörðun með því að hleypa krakkanum einum í byssuna og skot.
Gæða alhæfing um Bandaríkin hjá þér. Þú setur út á fólk sem vill ekki að stjórnvöld komi fram við sig eins og foreldrar við börnin sín. Svo eru auðvitað ekki allir í Bandaríkjunum sem hafa áhuga á byssum. Foreldrar þurfa að bera ábyrgð á börnunum sínum, þessi skotárás var ekki samfélaginu að kenna heldur stráknum sjálfum og líklegast lélegu uppeldi.
Ég er alveg sammála þér með eftirfarandi: "Nú, ef að faðir og sonur vilja fara og skjóta leirdúfur saman, þá er það annað mál, og ég tala nú ekki um ef að stráksi er að keppa í þeirri keppnisgrein, en þá þarf og á að sjá til þess að barnið hafi aldrei aðgang að byssunni nema í umsjá foreldris." Faðir barnsis klikkaði algjörlega í þessu máli. Þetta er ekkert sem löggjöf ætti eða gæti séð um, heldur foreldrar sjálfir.
Gunnar2:
Þessi strákur er 11 ára. Ef þér lýst ekki á byssur, ekki ala þá börnin þín upp við þær. Hver heldur þú að þú sért að segja öðrum að þeir eigi ekki að leyfa börnum sínum að eiga byssur og njóta þeirra í ýmsum íþróttum?
Ég er annars nokkurn vegin sammála ykkur. Faðirinn hefði átt að passa betur upp á byssuna. Ég sé bara ekki hvað er að því að leyfa foreldrum og börnum að stunda saman skemmtilegt áhugamál.
Hvernig væri ef við værum öll lokuð inni í búrum, fengjum rétt svo nóg að borða til að lifa af. Þá væri enginn að drepa neinn, engin sjálfsmorð o.s.frv. Við værum í tölfræði-paradís.
Fyrir hverja svona sorgarsögu eru hundruðir af góðum sögum sem við heyrum aldrei.
Jonas (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 19:01
Þetta er óhugnanlegt.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.2.2009 kl. 01:14
Bandaríkjamenn ganga náttúrulega ekki heilir til skóga að hafa byssur fyrir börn er bara út í hött enda sannar það sig hérna
Gyða Dröfn Hannesdóttir, 23.2.2009 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.