9.9.2009 | 08:43
Síðasta blómið...
Í morgun þegar við mæðginin erum komin fram, fer ég að hella á könnuna og bið Kormák um að ná í nestisboxið í töskuna síðan í gær, og segi honum að setja peru og vínber í það, að það verði það sama í nesti aftur í dag. Allt í lagi með það, hann opnar boxið og setur nestið í og segir svo Kormákur: mamma, ég borðaði ekki eitt vínber í gær. Ég: nú ? Var eitt skemmt ? Kormákur: það var eiginlega linara en "lundur". Ég: Linara en lundur ?? Hvað áttu við ? Kormákur: Æi, þetta er bara svona orðatiltæki mamma. hahahaha ég myndi segja að maður væri alltaf að læra eitthvað nýtt hehe
Nú.. í dag er flottur dagur, 09 09 09 það er alltaf gaman af svona dagsetningum, ætli það séu einhverjir sem ætla að gifta sig í dag ? Nei, örugglega ekki. Enginn nennir að standa í því þessa dagana held ég. Talandi um þennan dag, þá dettur mér í hug Bubbi Morthens 06 06 06. Ég var einmitt að hugsa um hann í gær.... mér fannst Bubbi alltaf góður söngvari í Das Kapital og Utangarðsmönnum sérstaklega. Hann á mörg góð lög bæði með þessum böndum og öðrum, en síðustu ár hefur tónlistin eitthvað farið í taugarnar á mér. Finnst hann verða lélegri með árunum, en þetta er auðvitað bara það sem mér finnst. Kannski fílaði ég betur "sukk"tímabilið hjá honum, þ.e.a.s þegar hann var í neyslunni. Það er reyndar eitt lag sem alltaf stendur upp úr með honum, það er "síðasta blómið". Mér finnst það alveg æðislegt lag, en þetta er lag sem aldrei er spilað í útvarpi, eða ekki að mér vitandi. Á hvaða útvarpsstöð væri helst að heyra lagið ? Rás 2 ? Þarf að reyna að redda mér þessu lagi, ef að einhver á þetta lag, þá myndi ég alveg þiggja að viðkomandi myndi kannski senda mér það í gegnum msn eða eitthvað.
Segi þetta gott í dag, enda færsluna á einni gamalli mynd af mér hehehe tekin á fermingardaginn ;o)
Eigið góðan dag, það ætla ég að gera.
Kv. Linda litla með síðasta blómið.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Ég hélt nú bara að þetta væri mynd af Kormáki, hefði bara verið gerð svona gömul. Bubbi er oft mjög góður, sammála því. Hafðu það gott og fáðu þér nú eitthvað sem er "lundur" kannski ís.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.9.2009 kl. 15:26
Hey, ég fekk hringingu frá syni mínum í Danmörku og hann var að tilkynna mér það að þau giftu sig í morgun. 09 09 09. Giftu sig í ráðhúsinu í DK.
Aprílrós, 9.9.2009 kl. 19:10
Æðislegt Guðrún, til hamingju með þau ;o)
Linda litla, 9.9.2009 kl. 21:41
Flott mynd af þér kona. Svo glaðleg og geislandi. Bubbi á mörg flott lög, en börnin okkar eru alltaf að koma okkur á óvart með skemmtilegum tilgátum og spakmælum. Knús á þig
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2009 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.