Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
17.1.2008 | 22:21
Tap, kemur mér ekki í vont skap.
Jæja, þá er leiknum við svía lokið og töpuðum við honum, en það er eitthvað sem að ég átti von á, enda svíarnir sterkir andstæðingar og Thomas Svenson að standa sig eins og hetja í marki svíanna. Enn þetta var bara fyrsti leikurinn af þremur, þannig að ekki er öll nótt úti enn. Sjáum bara til hvernig þeir leikar fara.
Húsasmiðjublaðið kom í póstkassann hjá mér í fyrradag og ég er nánast búin að skoða blaðið upp til agna, það er þrekhjól í því sem aðmig langar svo í , ég er búin að segja tveimur frá því og hvorugum líst á að ég kaupi mér það. Mér er bara sagt að ef að það er inni í svefnherbergi komi það til með að safna skítugum þvotti og ef að það er inni í stofu þá komi það til með að safna hreinum þvotti. Mig langar rosalega í það, en ef að ég kæmi ekki til með að nota það þá er ég bara að henda peningunum. Hvað finnst ykkur um þetta þrekhjóla mál mitt ???
19,900 er ekki mikið fyrir það er það ?? Ég verð svo virkilega að fara að taka mig á, og ekki fer ég mikið út úr húsi.
Ég er trúlega eða er eiginelga búin að fá vinnu aðra hverja helgi á Hellu, helgarnar sem að Kormákur er hjá pabba sínum. Ég ætla að vona að það sé eitthvað sem að gengur upp. Ég hef ekkert unnið síðan 2003 og er það langþráð að komast aðeins út á vinnumarkaðinn. Ég byrja sjálfsagt um þar næstu helgi. Það verður líka gott að komast aðeins úr höfuðborginni, ég er alltaf heima liggjandi í rúminu eða í sófanum eða við tölvuna hérna í Unufellinu, ég er ekki frá því að það er farinn að vaxa köngulóarvefur í kringum rasskinnarnar á mér.
Ég heyrði í Hrafnhildi systir í vikunni, það er allt gott að frétta af henni og hún sendi mér myndir úr sveitinni, ætla að setja inn hérna einhverjar við tækifæri. Ætlaði að setja þær inn núna, en það er eitthvað klikk og ég næ þeim ekki úr tölvunni.
Annars bara lítið og létt blogg í þetta skiptið. Hafið það gott elskurnar þangað til næst.
Kv. Linda litla lipurtá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.1.2008 | 09:43
Leikur í kvöld klukkan 7
![]() |
Svíar hafa verið Íslendingum erfiðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.1.2008 | 22:53
Upp og niður út á hlið.......
Vá þið haldið örugglega að ég hafi farið til útlanda eða væri dauð...... ekki búin að blogga í sólarhring, það skeður ekki nema ég fari til útlanda. Málið er að ég veiktist svo svakalega af magapest seinni partinn í gær að ég hélt hreinlega að ég væri að drepast, það er ekki það skemmtilegasta sem ég geri að sitja á klósettinu með vaskafat í fanginu. En þetta er sem betur fer að ganga yfir, ekkert eftir nema svimaköst öðru hvoru.
Ég skrapp í Mjóddina í gærmorgun með Unni og Stínu, við fórum í bakaríið og fengum okkur góðgæti þar, ég verslaði í Nettó og Stína fór til læknis. Ég fór líka inn í Eymundsson, en bókabúðir freista mín mjög gjarnan. Í þetta sktið var það bókin "minnisstæðar tilvitnanir" eftir Norman Vincent Peale sem varð fyrir valinu og ég stóðst ekki freistinguna og keypti bókina.
Treystu þeim manni ekki fyrir leyndarmálum þínum, sem laumast í blöðin á borðinu þínu. JOHANN KASPAR LAVATER (1741-1801)
Þetta var svona smá sýnishorn ú bókinni. Tilvitnanir, málshættir, orðatiltæki, speki..... allt er þetta eitthvað sem að ég hef mikinn áhuga á og hef gaman af því að lesa.
María mín fór í skoðun í dag, það er ekkert að ske hjá stelpupjásunni og stefna þeir á sjúkrahúsinu á Selfossi að setja hana af stað á sunnudagskvöldið 20 janúar, þannig að það lýtur ekki út fyrir að barnið komi í fyrsta lagi 21 janúar, en þá er hún komin 17 daga fram yfir settan tíma. Ég vona bara að það eigi eftir að ganga vel hjá henni að koma blessaða barninu í heiminn.
Segjum þetta ágætt í bili, kem inn með eitthvað á morgun það er nokkuð ljóst, hafið það gott elskurnar minar þangað til.
Kv. Linda litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.1.2008 | 23:25
Veit einhver svarið ??
María mín var sett 4 janúar og núna er kominn 14 janúar og ekkert bólar á barninu.......
Hvaða dag kemur hún til með að fæða ??
og...... hvort er þetta strákur eða stelpa ??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
14.1.2008 | 19:50
Einfalt líf.
Ég lá í leti til hálf tvö í dag, ég skil ekki þessa endalausu svefnsýki í mér. Mér tókst að sofa í heila 15 klukkutíma og hefði getað sofið lengur en lét það ekki eftir mér. Kormákur minn var heima í dag með niðurgang og ég er ekki viss um að hann fari í skólann á morgun greyið, hann er búinn að vera nánast alveg lystalaus í allann dag.
Þetta er nú samt ekki alveg eins og hann var í dag, hann er búinn að vera að sitja á klósettinu með greyið litla, ekki kannski alveg búinn að koma sér svona vel fyrir eins og þessi.
Hrafnhildur systir hringdi í dag og það er allt gott að frétta hjá henni og hennar fjölskyldu fyrir norðan, hún ætlar að senda mér myndir að fammilíunni og ég ætla að henda inn einhverjum myndum frá henni þegar myndirnar koma. En annað hvort hafa þær ekki komist til skila, eða hún er bara ekki búin að senda þær. Annars er þetta nóg í bili, langaði bara að henda inn nokkrum orðum hérna, bæjó í bili.....
Kv. Linda litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.1.2008 | 14:47
Ein flaska af vodka og ráðast svo á fólk
Hún réðist a.m.k. kosti ekki á papparassinn á föstudegi eftir að hún var búin að stúta einni vodka flösku, eins og hún var búin að segja. Ein bokka af vodka á föstudögum he he he
![]() |
Björk réðist á ljósmyndara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2008 | 17:02
Styttist í heimleið
Jæja elskurnar, ekkert barn komið ennþá og lítur ekkert út fyrir að það sé á leiðinni. Ég er búin að vera alla helgina hjá Gullu í á Hellu, helgin er búin að vera fín. Fórum á Kanslarann á föstudagskvöldið þar sem að Gulla ætlaði að klára skúringarnar sínar, Helgi vildi ekkert að hún væri að því þannig að við settumst bara niður með honum að spjalla. Ég sótti um vinni hjá honum aðra hverja helgi, en er ekki búin að fá svar. Það var bara helv... gaman hjá okkur.
Á laugardaginn var bara legið í leti upp í sófa og slakað á, Gulla galdraði fram þessa dýrindis máltíð seinni partinn og gæddum við okkur á fylltri kalkúnabringu með brúnuðum kartöflum og meðlæti og bragðað á hvítvíni með. ummmm..... þetta var algjört æði. Nú eftir matinn var hent sér í sófann aftur og slakað meira á. Didda hringdi í Gullu um hálf tíu og bauð okkur í heimsókn, og við þangað.
Sátum þar í góðu yfirlæti og höfðum það gott, Max mætti á svæðið síðar um kvöldið.
Það var mikið kjaftað langt fram á nótt og sýna myndirnar hvað það var gaman hjá okkur. Ómar var reyndar ekki mikið á lífi þetta kvöld,
guð hvað það er gaman að vera í lagi og getað myndað þetta fólk he he he he
Nú dagurinn í dag er eins og hinir, það er legið yfir sjónvarpinu. Fengum okkur langloku, enda er ekki hægt að vera að borða fínan mat og drekka hvítvín á hverjum degi. Landsleikurinn við tékka er í imbanum núna og erum við að fylgjast með honum með öðru auganu, núna er staðan 11-12 fyrir tékkum. Þegar leikurinn er búinn ætla pabbi og mamma að skila mér á Selfoss og Björk ætlar að koma og sækja mig þangað. ég er reyndar ekki búin að láta hana vita ennþá hvenær ég legg af stað en geri það á eftir.
Get víst ekki skilað blogginu af mér nema setja inn eina mynd af mér líka hérna, þó að þið vitið auðvitað hvernig ég lít út, en það er allt í lagi, ég veit að þið elskið að skoða af mér myndir he he he Þó að ég sé með lesgleraugun hennar Diddu, ég er ekki frá því að þau fari mér bara helvíti vel. Þetta er orðið ágætt elskurnar mínar, hafið það gott þangað til næst.....
kv. Linda litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.1.2008 | 10:08
Hitti konuna á vændishúsi...
Ég skil nú ekki af hverju þeim brá...... voru þau ekki bæði að halda fram hjá ? Ætli hann hafi borgað henni eitthvað fyrir drát...... ?? Ég er viss um að þetta er mynd af henni.
![]() |
Hitti konuna í vændishúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
bifrastarblondinan
-
doramaggy
-
halkatla
-
annabjo
-
diddan
-
ragjo
-
greenbrown
-
ingunnjg
-
katja
-
gullaeinars
-
siggathora
-
loathor
-
komaso
-
addabaldurs
-
raggafg
-
ollana
-
gelgjan
-
kruttina
-
arijosepsson
-
asthildurcesil
-
beggita
-
biddam
-
brandurj
-
brybba
-
skordalsbrynja
-
tungirtankar
-
jyderupdrottningin
-
rannug
-
topplistinn
-
gydadrofn
-
osland
-
hronnsig
-
hugarafl
-
danjensen
-
kliddi
-
ijt
-
keli
-
jonaa
-
ktomm
-
markusth
-
rebekkarut
-
roslin
-
sisvet
-
bogatun8
-
sikklida
-
scorpio
-
svala-svala
-
svetlana
-
taraji
-
skog3