Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
9.10.2008 | 08:20
Söknuður-nýr texti, varðandi þjóðarástand.
Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
Og heldur blankur, því er verr
Ef væri aur hjá mér, væri ég glaður
Betur settur en ég er
Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.
Við gátum spreðað, gengið um,
gleymt okkur í búðunum.
Engin svör eru við stjórnarráð
Gengið saman hönd í hönd,
Saman flogið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja lán.
Horfið er nú hlutabréf og lánsfé
Í veski mínu hefur eymdin völd
Í dag ræður bara sultarólin
Nú einn ég sit um skuldavönd
Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.
Ég horfi yfir bankann minn
Hugsi hvort hann hleypi mér inn
Ég alltaf gat treyst á þig
Í að fjármagna mig
Ég reyndar skulda allstaðar
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.10.2008 | 00:26
Ísland er land mitt.
Ísland var land mitt, ég aldrei því gleymi,
Ísland í gjaldþroti sekkur í sæ,
íslensku krónun´í banka ei geymi
við íslenska hagkerfið segi ég bæ,
Ísland í erfiðum tímum nú stendur
Íslenska stjórnin hún failar margfallt
Íslenski seðillinn er löngu brenndur
Ísland er landið sem tók af mér allt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.10.2008 | 05:21
Skildum við kreppa...nei ég meina skreppa saman ??
Ástandið er slæmt í þjóðfélaginu.
Ég veit ekki, mér finnst ég ver avirkilega heimsk þessa dagana, ég á mjög erfitt með að skilja fréttatímana, eða ég skil ekki hvað er í gangi. Mig vantar nánari útskýringar á þessum málum í landinu í dag. Eins og ég segi, er ég svona heimsk.... ?? eða eru það fleiri sem eiga erfitt með að skilja málið ??
Ég veit að það er kreppa.
Ég veit að bankar standa illa.
Ég veit að allt er orðið mikið dýrara.
Ég skil bara ekki af hverju, ég skil t.d. ekki af hverju krónan hrapar svona í verði. Það er svo margt sem að ég skil ekki.
Vinkona mín ein var í heimsókn hjá mér í gær og hún segir við mig "Linda veistu að ég skil ekki fréttirnar, ég skil ekki hvað er í gangi"
Það er ljótt að segja það, en ég var fegin að hún sagði þetta, því þá hugsaði ég "guð hvað ég er fegin að vera ekki sú eina sem skilur þetta ekki"
En ég er líka á því að þeir sem sleppa best í gegnum þetta eru "aumingjar" eins og ég...... ég á EKKERT. Ég er á örorkubótum og ég er vön því að það sé t.d. lítið um pening á heimilinu. Ég hef lent í því að þurfa að borða graut í viku, af því að ekkert var til að borða annað og enginn peningur til á heimilinu. Grjónagrautur og makríll í tómatsósu í mat í viku. Mér fannst það meira að segja ekki svo slæmt, ég þurfti að sætta mig við það.
Ég hugsa hugsa á svona stundu...... ég veit alveg að við getum lifað í kreppunni, og ég lít björtum augum á það sem framundan er. Það þýðir ekkert annað.
Takk fyrir lesninguna, ef að þú nenntir að lesa.
Kv. Linda litla kreppuvana.
Staða Kaupþings býsna góð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
3.10.2008 | 13:46
Hver vill okkur ?? Einhver ??!!?!?!
Vinkona mín á þess hvolpa.
Þeir eru blanda af labrador, golden retriever og dalmatíu. Þeir eru yndislegir, en þeir eru of margir og þeir þurfa að eignast nýtt heimili.
Eftir helgi fer ég til hennar og ætla að mynda þá, en þangað til getið þið séð þessa svart/hvítu mynd.
Einhver sem hefur áhuga ??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
3.10.2008 | 08:34
Sitt lítið að hverju sem í huga mínum er.
Bíddu við..... var búið að slökkva á "friðarsúlunni" ??
Það hlýtur að vera ef að Yoko Ono er að koma til Íslands í næstu viku til að kveikja á friðarsúlunni í Viðey. Er friði bara frestað þá á meðan ??? Slökkvum á súlunni, og tökum okkur hvíld frá friði.
Það er kannski súlunni að kenna að allt er í volli í þessu þjóðfélagi okkar ?? Það kemst kannski allt ílag þegar Yoko Ono hefur settt súluna í samband aftur ??
Út í annað....
Miklar pælingar um Ridge Forrester !?!??!
Hvað er með Ridge, hann er alltaf með sína skelfilegu klippingu. Frá því að þættirnir byrjuðu, og þeir eru búnir að vera í mööööörg ár, þá er maðurinn alltaf með sömu klippinguna.
En kommon..... allir aðrir í þættinum hafa breytt sinni klippingu og/eða hárgreiðslu. Ég var að velta því fyrir mér hvort að maðurinn væri svona eyrnastór að hann væri að fela á sér eyrun, getur það verið ??
Fatta það samt ekki....... af hverju þarf hann að skammast sín þá fyrir stóru eyrun sín ?? Ég meina hann er með þau og þau eru ekkert að fara, maðurinn verður að sætta sig við eyrun sín.
Ég meina kommin.... hafið þið séð nefið á mér ??
Það er uppbrett og það er eins og stökkbretti..... ekki safna ég toppi til að hylja á mér nefið, er það ?? Nebb, alls ekki. Það er þarna og ég verð að sætta mig við það.
Þoli reyndar ekki hliðarmyndir, þá fyllist myndin af stóru nefi og undirhöku og ég er ekki að fíla það. En ég er ekki heldur að reyna að fela á mér nefið.
Jæja...finídó.
Nóg í bili, ætla að heyra í mömmu, taka sturtu og fara svo í kaffi til Svövu.
Gúdd bæ mæ frends, heve a næs dei.
Linda litla með uppbretta nefið.
Yoko Ono kveikir á Friðarsúlunni á fimmtudaginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.10.2008 | 13:30
Tónleikar til styrktar Ellu Dís.
Tónleikar í Hálskólabíói mánudagskvöldið 13 október til styrktar Ellu Dísar.
Fram koma Páll Rósinkrans, Diddú og fleiri.
Inga Björg Stefánsdóttir tónmenntarkennari í Mýrarhúsaskóla hefur fylgst með blogginu hennar Ellu Dísar dreif sig af stað þegar hún sá einhver tímann að komið var með hugmynd af styrktartónleikum fyrir Ellu Dís.
Yndislegt góðverk hjá Ingu Björgu.
Vonandi verður mætingin góð á tónleikana, Ella Dís er búin að standa sig eins og hetja og einnig líka móðir hennar Ragna Erlendsdóttir.
Elsku Ella Dís, góðan bata.
Tónleikar fyrir Ellu Dís | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.10.2008 | 08:10
Yfir 300 fjölskyldur......
Hvers vegna þarf þetta að vera svona á Íslandi ??
Ég veit að það er hart í ári hjá mörgum núna á þessum síðustu og verstu tímum, en þetta er samt alltaf svona. það eru alltaf margar fjölskyldur sem að leita sér hjálpar eftir mat hjá fjölskylduhjálp, mæðrastyrksnefnd og hjálparstofnum kirkjunnar.
Það er sorglegt að við höfum það ekki betra en þetta hér á landi.
Er ekkert hægt að gera í þessu ?
Á meðan fjölskyldur eiga ekki fyrir mat og fötum á sig og börnin sín, þá eru aðrir sem vita ekkert hvað þeir eiga að gera við peningana sína. Ég er ekki að segja að sumir hafi ekki unnið fyrir þeim, ég er að segja það að það verður að hækka laun/bætur fyrir þá sem eru lægst launaðir.
Fjölskylduhjálp, mæðrastyrksnefnd og Hjálparstofnum kirkjunnar eru svo sannarlega að hjálpa fólki, ekki veit ég hvað fólk myndi gera ef að þessir staðir væru ekki til.
Það verður SAMT að gera eitthvað í málinu.....
Yfir 300 fjölskyldur fá vikulega matargjafir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.10.2008 | 23:16
Spurningakeppni ársins.
Þá er þessi dagur að verða búinn. Það kom eitthvað fyrir mig í dag, veit ekki alveg hvað. Ég er búin að vera mjög góð í skrokknum og fékk einhvern "taki-til-vírus" og það veitti svo sannarlega ekki af honum. Ég er búin að vera á fullu í allan dag að taka til, þvo þvott, þrífa klósett, moppa og færa til húsgögn + það, að ég fékk að passa ömmustrákinn í einvherja 2 tíma. Eða það var eiginlega Kormákur sem að passaði hann af því að ég var á fullu að vaska upp, elda mat og taka til í eldhúsinu hjá mér.
Þetta var a.m.k. mjög góður og hentugur "taki-til-vírus".
María og Rúnar komu og tóku geymsluna í gegn hjá mér svo að þau geti geymt eitthvað af dóti í henni. Núna er svo mikið pláss í henni að þau eiga örugglega eftir að bæta einhverju meiru þar inn. Nú María og Hjörleifur ætla að gista en fara svo austur á morgun, fljótlega eftir hádegið.
Kvöldið hjá okkur var skemmtilegt. Kormákur var með "júróvísjön" spurningakeppni. Ég og María kepptum fyrst, og ég vann og fékk 2 tópas og harðfiskbita í verðlaun (Patti fékk harðfiskinn) svo kepptu Bína og Unnur amma hans og þar endaði keppnin í 0-0, þannig að þar fékk enignn verðlaun.
Þetta var svo skemmtilegt, og Kormákur er að fíla svona. Ég er alveg viss um að hann verður leikari þegar hann verður fullorðinn. Honum finnst gaman að klæða sig upp og leika. Í kvöld var hann einmitt með skikkju með hanska og sólgleraugu.
Nóg í bili...... takk fyrir að nenna að lesa. gúdd bæ and gúdd næt.
Kv. Linda litla "the winner".
p.s. við fórum í viðtal í skólanum í gærmorgun og það var frábært, hann fær þvílíka hrósið. Framfarir hans síðan í fyrra er ofsalega miklar (ekki að hann hafi verið lélegur þá, alls ekki) Ég er alveg ofsalega stolt af honum, enda er þetta klár strákur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.10.2008 | 08:57
Úfffff..... gangi henni vel.
Bryndís Ásmundsdóttir ætlar að stökkva úr Tinu Turner yfir í Janis Joplin. Margir segja Tinu bestu söngkonu ever......... ég er ekki sammála.
Janis Joplin hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér og mér finnst Bryndís ætla að taka sénsa að fara að syngja hennar lög, ég er viss um það að ef að ég heyri hana syngja lögin frá Janis Joplin þá þurfi ég örugglega að setja út á þau.
Það hefur ENGINN rödd eins og Joplin, það er held ég alveg sama hver syngur hennar lög. Það verður ALDREI eins gott og hjá Janis Joplin.
En ég vona að Bryndís eigi eftir að gera sitt besta, mér fannst hún standa sig í Tinu Turner lögunum...... en Joplin he he he he ekki skemma lögin.
(Janis Joplin)
Bryndís fer frá Tinu Turner til Janis Joplin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 232866
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3