Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Leystur úr gæsluvarðhaldi vegna þyngdar.

Góð hugmynd, ef að við brjótum af okkur þá borðum við bara t.d. McDonalds og mikið af því og þá sleppum við betur.

funny-pictures-new-mcdonalds-ad-zxj


mbl.is Of þungur fyrir gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alkohólistar götunnar.

Þar sem að ég er alkohólisti þá er ég stundum að velta fyrir mérþeim sem eru á ráfi í miðbænum allan daginn. Þeim sem hanga fyrir utan ÁTVR í Austurstræti, standa og reykja fyrir utan Monakó og jafnvel sitja á bekk fyrir utan Bónus Laugavegi. Hefur þetta blessaða fólk ekki í nein hús að venda á daginn ? Er þetta fólk sem gistir í skýlinu Þingholststræti og í konukoti og fær ekki þar inn á daginn ? Svo fær þetta fólk ekki að vera inn á búllunum á daginn nema að vera að kaupa sér eitthvað, þetta fólk á ekki alltaf pening, ekkert frekar en ég. Samt er ég ekki að klára mínar tekjur í bjór og brennivín alla daga.

Það var kaffistofa á vegum Samhjálpar á Hverfisgötunni, núna er búið að loka henni og ég held að hún hafi verið færð í Stangarhylinn í samkomuhús Samhjálpar (án þess að vera samt 100% á því). Hvernig á þetta fólk að komast þangað ? Ég veit það ekki alveg, en ég veit þó að í mínum augum þá er þetta fólk ekkert öðruvísi en við. Það er með langt genginn sjúkdóm og verður fyrir andalausu aðkasti og fordómum fólks á förnum vegi, það er eins og almenningur flýji það og forðist. Ef að þú ert með annan sjúkdóm s.s. krabbamein, gigt, hjartasjúkdóm eða hvaða sjúkdóm sem er, erum við þá ekki alltaf að öllum vilja gerð til að gera hvað sem er fyir þá ??

Ég þekki mikið af alkohólistum bæði virkum og óvirkum og þetta fólk er innilegasta og yndislegasta fólk sem ég veit um þegar það er ekki í neyslu. Þegar það fellur, þá loka allir á það í staðin fyrir að standa þeim nær og hjálpa þeim. Ég veit að í neyslu gengur allt út að lygar og svik, en það bætir upp ýmislegt eða vill gera það þegar það rennur af því.

Ég vil meiri hjálp fyrir fólk á götunni, ég vil meiri hjálp fyrir heimilislausa, ég vil meiri hjálp fyrir geðfatlaða, ég er tilbúin að hjálpa þeim sem minna mega sín í þessu þjóðfélagi í alla staði nema fjárhagslega þar sem ég hef ekki tök á því.

Hver er ykkar skoðun á þessu fólki ? Endilega komið með comment og leyfiðmér að heyra.

image


Þetta er alveg hræðilegt.

biggest-man

Ég er búin að ákveða það að ég fer í megrun áður en ég verð eins og þessi maður, þetta er hreinlega viðbjóður.

Sjáið þið lærin á honum......


Veit virkilega enginn svarið ??

Mig vantar nafnið.


Veistu svarið ?

fjall

Og þetta er ???


Vá, hvað frændurnir eru sætir.

Það er sko alltaf best að koma heim þegar maður er búin að vera einhverja daga í burtu, eins og um helgina, en ég fór einmitt austur á fimmtudaginn og kom heim í dag. Ég kom í bæinn með Maríu og Músa litla, það er vika síðan ég sá hann síðast og hann er ekkert smá búinn að stækka prinsinn.

r  bb 058

Það er líka alveg ótrúelgt hvað þessi ungabörn eru fljót að stækka og breytast.

Jæja, fór í verslunarleiðangur í dag og keypti smá þakkargjöf handa Gullu, en ég er einmitt búin að gista hjá henni í flest skiptin sem ég hef verið fyrir austan. Ég er reyndar ekki hjá henni nema á nóttinni, er ekkert að bögga hana og þvælast fyrir henni á daginn. Ég vona bara að hún verði ánægð með gjöfina.

r  bb 045

Ég fór aðeins til Guðnýar Bærings í kvöld...... kjéllingagreyjið !, hún hangir heima með brotinn hæl. Hún fór til læknis í dag í sneiðmyndatöku og á að mæta aftur til læknissins á morgun, og þá fær hún að vita hvort að það eigi að gera á henni aðgerð, þar sem þetta er mjög slæmt brot, þetta getur enginn nema Guðný, hún er mesti klúðrari ever. Hún var einmitt að segja það í dag að það kom maður í vinnuna hjá henni að versla í síðustu viku og hún biður hann um að taka af sér sólgleraugun, hann gerir það og þá segir Guðný, ó fyrirgefðu ég hélt að þú værir Friðrik Ómar og fer að hlægja. Þá segir hann ég er Friðrik Ómar og aumingja Guðný gat bara stunið upp ó tvisvar sinnum og svo fór hún bara að hlægja og varð vandræðaleg.

Kormákur kom með hugmynd um nafn fyrir litla frænda sinn í kvöld.

Kormákur: Ég veit hvað Músi getur heitið.

Ég: Nú ? Hvaða nafn hefur þú í huga ?

Kormákur: Hann getur heitir Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ég: Sigmundur Ernir ? Af hverju Það ?

Kormákur: Nú hann er Rúnarsson, og hann skrifaði líka bókina um Guðna.

Hvað dettur þessum syni mínum eiginlega í hug næst ? Það getur verið alveg ótrúlega gaman að hlusta á það sem að veltur upp úr honum, þyrfti að setja inn hérna einstaka sinnum hans vangaveltur.

19 februar 013

Jæja, segjum þetta þá bara gott í bili. Hafið það gott elskurnar, það ætla ég að gera og þangað til næst bæjó spæjó.

Kv. Linda litla, sem hefur endurheimt Músina sína.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband