Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
8.7.2008 | 11:57
Komin og farin.
Kannski er ég bara þessi vonda manneskja, en mér finnst þetta bara gott á þá. 9 manns slösuðust í þessu nautahlaupi, ég hef aldrei skilið þetta. Mér finnst að dýravernd ætti að gera eitthvað í þessu, vil ekki að það sé farið svona með dýr. Eins og nautaat..... mér finnst það ógeðslegt.
Jæja...... frá nautum yfir í steingeit...sem sagt mig Ég kom heim í gærkvöldi einhver tímann á milli hálf 7 og 7. Ég fór beint undir sæng og svaf til 10 í gærkvöldi, fór þá fram og spjallaði við leigandann og ætlaði að vaka eftir Viggu, en ég fór í rúmið um hálf eitt, henni seinkaði út af því að nýji bíllinn bilaði hjá Hveragerði á leiðinni suður. Það á ekki af henni að ganga elsku Viggu minni, nýbúiin að losa sog við fratinn sem var alltaf bilaður, fær sér svo nýjann bíl og hann virðist ekkert skárri. Jæja... ég fór í bælið upp úr hálf eitt, á klóið hálf 8 í morgun og vaknaði svo þegar að Vigga vakti mig klukkan 10 í morgun, vá hvað ég þurfti á þessu að halda. Jæja, svo er ég að fara að sækja Kormák á rútuna, hann er aðkoma úr sumarbúðum. Og svo förum við austur seinni partinn og ég fer að vinna aftur á morgun og verð að vinna fram yfir helgi. Það er búið að vera mikið að gera og þetta er mikil vinna fyrir aumingjann mig, en ég hef svo restina af sumrinu að jafna mig. Skrokkurinn á mér er lurkum laminn eftir síðustu 10 daga. Og ég er hreinlega búin að lifa á bólgueyðandi og verkjatöflum, en þetta er alveg að verða búið.
Fyndið, þegar að ég sest í tölvuna núna, þá finn ég að ég er búin að sakna bæði tölvunnar og bloggvina minna, mér finnst eins og ég hafi verið að svíkja ykkur með því að vinna svona mikið og ekki sinna ykkur.... kræst hvað maður getur verið klikkaður. hehehehe
Jæja.... farin í bloggpásu aftur þangað til eftir helgi. Hafið það gott elskurnar þangað til þá. Bestu kveðjur til ykkar krúttin mín.
kv. Linda litla lúna.
Níu slösuðust í nautahlaupi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
4.7.2008 | 00:14
6000 manns...
Já, það er sko nóg að gera á Hellu þessa dagana. Það er klikkað að gera í Kanslaranum, við gjörsamlega stöndum á haus í matargerðinni. Svo þegar dagurinn er búinn, þá er staffið gjörsamlega búið á því og bíður spennt eftir því að komast í rúm til að hvíla sig fyrir næsta dag. Ég er búin að vera að telja niður dagana þar til vikan er búin.... en það breyttist allt í dag..... vertinn er að fara út á land að vinna eitthvað og spurði hvort að ég gæti verið næstu viku líka.... ég talaði við mömmu og þau geta verið með Kormák, þannig að ég læt mig hafa það efa ð ég verð ekki dauð. Það minnkar reyndar að gera eftir næstu helgi þegar mótið er búið. Ég gjörsamlega lifi á bólgueyðandi og verkjatöflum til að hafa þetta af, en það eru bara 10 dagar eftir og þá hvíli ég mig á hálfan mánuð.
En eins og áður ekkert að frétta og ekkert að ske hjá mér.... bara vinna og vinna og vinna.
Takk fyrir að þú skulir hafa nennt að lesa þetta.
Ég er farin í bólið, gúddbæ mæ frends k. Linda litla uppgefna.
Sex þúsund manns á Landsmóti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
3.7.2008 | 00:40
Apalæti eru þetta.....
Hvað er málið ?? Af hverju geta apar ekki verið feitir eins og við mannfólkið ?? Við erum jú komin af öpum.
Jæja, það er þó nokkuð liðið á vikuna, það eru 4 dagar eftir og svo fer ég heim á mánudag. Kormákur kemur svo heim úr sumarbúðunum á þriðjudaginn, þá verða sko fagnaðar fundir, ekki spurning. Annars hef ég eitthvað lítið að segja, fer út á morgnana og kem heim um miðnætti á kvöldin og þá liggur leiðin yfirleitt beint í rúmið. Einstaka sinnum kem ég við hérna í tölvunni.
Stutt blogg fyrir stutta konu..... smá gant, ég er sko ekki stutt kona
Takk í dag, kv Linda litla þreytta ekki stutta kona.
Apar í megrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.7.2008 | 00:15
Horse festival in Hella.
Mikið hvassviðri er á Hellu þar sem Landsmót hestamanna er nú haldið.... þetta stendur í frétt á mbl.is. Það er vægast sagt mikið hvassviðri, ég held hreinlega að Þykkvibærinn sé að fjúka hérna yfir, það er svo rosalega hvasst og mikið moldrok. Það kom fyrir í kvöld að fólk varð að afpanta matinn sinn af því að það var verið að hringja í það og láta vita að tjaldið væri að fjúka burt. Ég er a.m.k. mikið fegin því að vera vaxin upp úr því eða hætt að nenna að hanga á svona samkomum til að fara á fyllerý, ég skil eiginlega ekki hvernig ég hreinlega nennti því. En svona er þetta.
Það er búið að vera klikkað að gera síðustu daga, ég er alveg búin á því, en samt eru eftir erfiðustu dagarnir. Mótið verður sett klukkan 16:00 á fimmtudag. Það eru sem sagt 5 dagar eftir, og án alls gríns, þá drullu kvíðir mig fyrir þeim. Ég á eftir að vera rúmliggjandi í marga daga á eftir.
það hefur verið svolítið um það að fólk er að hringja í mig í gemsann, en þið sem eruð að því.... þið getið gleymt því að ég svari, ég hef engann tíma til þess. Og svo er ég búin að vinna yfirleitt á milli 11 og 12 á kvöldin og þá fer ég ekki í símann og hringi til baka, þá fer ég í sturtu og svo beint í rúmið að sofa. Þið verðið bara að hafa samband frá og með næsta mánudegi.
Jæja, segum þetta gott í bili. Ég ákvað bara að blogga aðeins af því að ég henti í vél þegar ég kom heim og er að bíða eftir því að hún sé búin.
Hafið það gott elskurnar...... knús á mús.
Linda litla ofurþreytta.
Mikið hvassviðri á Hellu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 232864
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3