Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
15.8.2008 | 00:04
Æðislegt kvöld búið.
Góður dagur og frábært kvöld. Ég var með spakk og hagetti í kvöldmat með steiktum pipar kartöflum jammí jammí. Við borðuðum saman ég, Kormákur, Brynja og Unnur. Svo var setið og hlegið, Bína og Deddi komu líka niður og var kvöldið bara snilld, það er langt síðan ég hef verið með svona marga gesti í einu, enda ekkert búin að vera heima í sumar. En alla vega frábært kvöld....... endilega gera svona aftur seinna... heyrið þið það ???
Morgundagurinn verður aftur á móti rólegri þar sem við Kormákur verðum bara ein fram eftir degi, það er reyndar ágætt. Ætla að draga hann með mér í bæinn og kíkja í góða hirðirinn og eitthvað skemmtilegt. Ég held að María og Hjörleifur komi á morgun frekar en laugardaginn, það verður gaman að fá þau í heimsókn yfir helgina. Nú Brynja ætlar að mæta á svæðið líka og elda einhvern dýrindis kjúklingarétt special handa okkur Bínu (sælkerunum).
Okítókí, ekkert meira að segja núna, nema bara góða nótt og takk fyrir daginn þið öll sem hafið tekið þátt í honum með mér.
Knús á liðið...... kv. Linda litla glaða....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.8.2008 | 15:37
Ólétt eða ekki ??? Who gives a f*** ??
Er okkur ekki sama hvort að Hrafnhildur og Bubbi eigi von á barni eða ekki ?? Mér er a.m.k. sama, skildi séð og heyrt selja mörg blöð út á þetta ??
Hvað er svona merkilegt við að þau ættu von á barni ?? Mér finnst akkúrat ekkert merkilegt við þetta fólk, finnst þau ekkert merkilegri en bara nágranni minn.
Selma dóttir Bínu nágrannakonu og vinkonu er ófrísk og á von á sér í nóvember.... það finnst mér sko frétt og ég bíð spennt eftir því barni. En það gera ekki þeir sem að þekkja hana ekki. Nákvæmlega eins og með Hrafnhildi, ég þekki hana ekki og mér er alveg sama þau að þau eigi von á erfingja.... ég meina DV og séð og heyrt..... slakið á og leyfið fólkinu að vera í friði.
Bubbi: Hef hlutina fyrir mig" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.8.2008 | 11:53
Ekta vinavika hjá strákunum mínum. (myndablogg)
Þessi vika er búin að vera fín, Bergur er búinn að vera hjá okkur síðan á mánudag og þar sem að hann fer í dag, þá ætla ég að henda inn nokkrum myndum úr vikunni. Ég held að það verði hljóðlegt þegar hann er farinn, þá er bara einn gaur eftir á heimilinu. En María og Hjörleifur koma um helgina þannig að það verður nú ekki þögn lengi hehehe
Þarna eru félagarnir þrír. Bergur, Kormákur og Erling.
Erling.
Kormákur Atli.
Bergur Snorri.
Tumalingurinn minn.
Pattalingurinn með vígtennurnar sínar.
Þarna grátbiðja strákarnir um að fá að horfa á dvd í gærkvöldi.
Þarna erum við að koma frá lækninum í morgun og sumir gleymdu alveg að taka af sér skóhlífarnar.
Svo þóttust þeir svo þreyttir og kaldir að þeir vildu taka strætó heim til baka.
Og í lokin ein mynd af litla galdrakallinum mínum Hjörleifi Mána ömmumús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.8.2008 | 09:06
Snarræði bjargar lífi.
Góð viðbrögð sem gerir fréttina góða. Það er einnig gott að vita að það er vel brugðist við hjá flugfélugunum a.m.k. Iceland Express.
Fyrir snarræði flugmannsins bjargaðist líf þrítugar konu sem missti meðvitund á leiðinni frá Barcelona til Íslands. Þar sem að hún var með óreglulegan hjartslátt og miklar öndunartruflanir. Talið er að lífi hennar hefði verið bjargað, þar sem að hún hefði ekki lifað af á leiðarenda.
Mannbjörg í háloftunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.8.2008 | 01:06
Látin 53 ára að aldri.
Sandy Allen hæsta kona heims er látin aðeins 53 ára að aldri. Sandy var 2.3 metrar á hæð... og mér finnst ég vera stór og ég er "bara" 1.79, ég er bara prump við hliðina á henni.
Hugsið ykkur hvað það hlýtur að vera erfitt að vera svona svakalega stór, ég meina kommon.... hvað ætli hún hafi notað stórt í skóm ?? Ég meina ég er í 40-42 og eins og ég segi þá er ég bara prump við hliðina á henni.
Það sést á báðum myndunum af henni að hún er með svaka lappir marr. Aumingja konan, það hefur líka verið erfitt að fá föt, ætli það hafi ekki allt verið sérsaumað á hana.
jæja.... bla bla bla ég er farin að skríða undir feld. Takk fyrir daginn elskurnar.
Bestu kveðjur frá mér til ykkar krúttin mín.
Kv. Linda litla "litla prump"
Hæsta kona heims látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.8.2008 | 20:00
Kúba hér, Kúba þar, Kúba hér og þar og alls staðar.
Jæja, Fídel Kastró fyrrum forseti Kúbu er 82 ára í dag.
Við fórum 4 kvennsur í ferðalag til Kúbu í desember síðastliðnum, og var það ætlunuin að sjá Kúbu og lífið þar á meðan Fídel var við völd..... við rétt sluppum. Í Janúar á þessu ári, rétt mánuði eftir að við komum heim frá Kúbu, þá tekur Raul völdin þar. Við rétt náðum að skoða Kúbu undir völdum Fídels.
Núna langar mig að fara aftur til Kúbu og sjá breytingar þar, það eru ýmsar breytingar en ekki miklar. Raul tilkynnti það ekki alls fyrir löngu að fólkið þar eigi ekki alltaf bara að bíða eftir góðum fréttum. En við skulum vona að Kúba haldi áfram að breytast til batnaðar smátt og smátt.
Vigga er mikið búin að "suða" í mér að fara þangað í vetur, en ég get það bara ekki, fjárhagurinn leyfir það ekki. En ég gæti alveg hugsað mér að fara á næsta ári, þá ætti ég nú kannski að vera búin að safna mér eitthvað fyrir ferð þangað.
Við ætlum að vera á sama hoteli og við vorum á í fyrra. Það hotel er ekki í boði hjá Heimsferðum, en það heitir Las Morlas og er það yndislegasta fólk á jarðríki. Kúbverjar eru yndislegt og hamingjusamt fólk, þó að enginn sé ríkur þar og þó að fólk búi liggur við í kofum þá er þetta fólk sátt, nægjusamt og hamingjusamt. Stundum ættum við íslendingar að taka það til fyrirmyndar.
Ég er gjörsamelga komin út í allt aðra sálma..... Fídel.. HAPPY BIRTHDAY.
Afmælisdagur Kastrós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.8.2008 | 16:12
Miðillinn og ég.
Þetta var magnað...... það mætti hreinlega halda að maðurinn hafi verið búinn að kanna mína fortíð áður en ég mætti á svæðið. En hann gat það víst ekki þar sem að hann vissi ekki meira um mig nema að ég héti Linda þegar að ég kom. En núna veit hann allt, það er ótrúlegt hvað þetta er magnað.
Hann tilkynnti mér það m.a. að ég væri að flytja mig um set á næsta ári og ég myndi fara úr fjölbýli í einbýlishús...... mig er búið að dreyma um þetta síðan í vetur, ég vissi að það kæmi að því. En hann sagði líka að einbýlishúsið væri ekki stórt, en það væri nóg og stórt og að ég ætti eftir að vera mjög sátt í því. Fyndið því að mig langar að búa í stóru einbýlishúsi svo að ég hafi bæði gestaherbergi og herbergi fyrir strákana mína Tuma og Patta.
Ég spurði hann hvort að hann gæti sagt mér hvort að ég væri að fara á sjúkrastofnun og í aðgerð fljótlega, hann játti því en sagði að þetta væri aðgerð en samt væri ég ekkert veik og sagðist ekki alveg vita af hverju ég væri að fara í þessa aðgerð en að hún ætti eftir að ganga vel og ég ætti eftir að verða mjög ánægð. hehehe samkvæmt því sem að hann segir... þá er ég að fara í hjáveituaðgerðina INNAN 3 MÁNAÐA !!!! JAHÚ !!!! Geggjað, og ég sem hélt að ég þyrfti að bíða í ár eða eitthvað.... en nú er bara að bíða og sjá til hvað er til í þessu og hvað er að marka. Hann sagði ýmislegt meira, en það er bara eitthvað sem að ég ætla ekki að setja hérna á INTERNETIÐ hehehe glætan.
En ef/þegar eitthvað rætist, þá læt ég ykkur sko vita.
Nóg í bili..... lovjúgæs.
Linda litla miðlafari.
p.s. hann sá líka útlandaferðina hjá mér dóttur minni í vetur, og hann sagði að hún yrði vel heppnuð og það yrði mjög gaman hjá okkur.
p.s. Lóa.... það var á mörkunum að hann bæði að heilsa, við spjölluðum jú aðeins um þig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.8.2008 | 12:07
Wish me good luck.
Jæja... þá er stóra stundin runninn upp. Ég ætla að skilja strákana mína eftir hérna heima í svolítinn tíma á meðan ÉG skelli mér niðrí Síðumúla að hitta miðil. Ég á tíma í dag þann 13 ág. klukkan 13:00 í Síðumúla 31, þetta eru bara tölurnar 1 og 3. hehehe
Ég hef ekki farið til miðils eða spákonu síðan 2005, en þá fór ég til konu í Árbænum sem spáði í bolla (4 takk fyrir), tarrot og lófa minnir mig. María fór líka til hennar á sama tíma.
Jæja.... er farin. Óskið mér góðrar ferðar.... bææææ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.8.2008 | 10:54
Hún var feitlagin með skakkar tennur...
Hún var feitlagin með skakkar tennur...
Fram hefur komið, að hin níu ára gamla Lin Miaoke söng ekki í raun lagið Óður til ættjarðarinnar við athöfnina heldur var það hin sjö ára gamla Yan Peiyi sem var baksviðs.
Ég er ennþá alveg yfir mig hissa og hneyksluð út af þessu.... samkvæmt þessari mynd þá þykir mér nákvæmlega ekkert að þessu barni, eini munurinn á þeim er sá að Lin Miaoke lítur út fyrir að vera eldri.... en hún er einmitt tveimur árum eldri.
Kínverjar verja ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.8.2008 | 07:41
Slapp ótrúlega vel.
Já hann var heppinn hann Miguel Angel, það munaði ekki nema hársbreidd að hnífurinn færi í lungað á honum.
Skilst mér það á frænda hans að hann vilji fá hann heim á Hellu, að hann vilji ekki að Miguel Angel búi lengur í Reykjavík. En hann hjálpaði honum að koma til landsins á sínum tíma og finnst hann vera ábyrgur fyrir honum.
En það er a.m.k. gott að heyra að Miguel Angel er á batavegi og gott að árásarmennirnir náðust. Hann segist ekki vita hvers vegna ráðist var á hann, er ekki trúlegast að þetta séu fordómar ? Hann er Chile búi og þeir líta jú öðruvísi út en við.....
En eins og ég segi en og aftur, gott að hann er á batavegi.
„Tel mig heppinn að vera á lífi“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 232867
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3