Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
28.2.2010 | 10:31
Fallega bjartur dagur.
Kannski er það veðrið-snjórinn-kuldinn-hálkan... veit ekki, en það er eitthvað sem að fær mig til að langa að blogga aðeins. Reyndar kannski alveg kominn tími á það, langt síðan síðast. Ekki að ég haldi að fólk bíði spennt eftir því að lesa vitleysuna og pælingarnar frá mér. EN er ekki best að byrja.... mikið og margt hefur gerst.
Eigum við ekki bara að byrja á veikindum mínum sem ég hef verið í, þó undarlegt megi vera þá hafa þessi veikindi algjörlega bjargað lífi mínu. Líðan mín í dag er sem aldrei áður. Mér líður stórkostlega, ég er hamingjusöm, horfi fram á lífið með björtum (og auðvitað opnum augum) og langar næstum að dansa mig áfram og hver hefði trúað því að Linda litla hefði áhuga fyrir því að taka einhver spor... reyndar var ég ekki óvön því að taka hliðarspor í einhverja vitleysu, en það er svo sannarlega liðin tíð. Batnandi fólki er best að lifa.
Nú í lok september þá hrynur hjá mér taugakerfið og allt með því, ég lenti í mjög svartri holu sem að ég tók tíma í að koma mér upp úr aftur, en það hafðist með hjálp góðs fólks. Þar vil ég byrja á því að nefna hana Viggu mína, ætla reyndar ekki að nefna fleiri þar sem hitt fólkið er allt í Hugarafli og vil ég ekki telja það upp, ég gæti gleymt einhverjum og það vil ég ekki. Ég er þakklát þeim öllum. Hugarafl er magnað og án þess efast ég um að ég væri hér í því ástandi sem ég er í nú.
Ég var mjög virk í viðtölum á geðdeild Landspítalans í haust hjá geðlækni sem að hefði þurft hjálp sjálfur reyndar. Gafst upp á honum og leitaði til heimilislæknar míns sem er kona sem er frábær og gert nánast allt til að hjálpa mér. 8 október byrjaði ég svo í Hugarafli og var/er mjög virk þar, reyni að mæta þar upp á hvern dag. Í kringum jólin hittumst við að spila saman, við erum frábær hópur. Bati minn gekk vel og í Janúar var ég svo heppin að fá að leysa eina af sem var að hætta með nýliðahóp og fékk ég að vera ein af tveimur og sjá um hann, þetta er mjög gefandi ogveitir manni smá ábyrgð.
Árið 2010 held ég að sé mitt ár, það byrjar frábærlega og það heldur áfram að vera frábært. María mín, Rúnar tengdasonur og Hjörleifur ömmumús fluttu heim frá Noregi í Nóvember og hefur það líka hjálpað við betri líðan, ég kom ekki heim að tómu húsi. Ég kom heim í gleði, Hjörleifur minn er einn stærsti lyfjaskammturinn minn sem virkar best, ekkert virkar betur á vonda líðan en hamingjusamt barn sem þykir vænt um mann. Nú fer einmitt að koma sá tími að þau fara alveg frá mér í eigið húsnæði, ég bæði hlakka til fyrir þeirra hönd og einnig að fá meira næði ein, en á móti þá kvíður mig fyrir því að koma heim í þögn og smá hræðsla um að ég eigi eftir að einangra mig. En ég á yndislegan son sem að ég veit að kemur í veg fyrir það :o)
Nú held að ég segi þetta gott úr mínu veikindastússi, er alveg viss um að flestir viti um þetta og nenni kannski ekkert að vera alltaf að lesa um þetta eða velta sér upp úr því. Annað........
Nú er minn helsti ferðamáti með einkabílstjóra á stórum gulum bíl.... strætó ! Ég hef ekkert út á strætó að setja enda hefur hann komið mér á milli staða (enn slysalaust) hingað til. Leið 12 nota ég mest til að komast í Mjóddina í Hugarafl. Strætó..... tvennt sem má ekki gera í strætó, annað er það að þú mátt ekki tala við vagnstjóra í akstri "viðræður við vagnstjóra í akstri BANNAÐAR", ekkert mál flestir virða það, nema kannski aðrir vagnstjórar sem fá far ;) Annað..... í strætó má ekki tala í síma! Það er sagt að það trufli aðra farþega sem hafa ekki áhuga á að hlusta á persónuleg mál annara. Ég myndi frekar segja að það trufli vagnstjórann þar sem að hann er svo forvitinn að hann á erfitt með að keyra á meðan hann reynir að hlusta á farþegann í símanum ræða persónuleg mál kunningja sinn og sé þess vegna meiri hætta á árekstri eða öðru umferðaróhappi. Vil samt ítreka að ég hef ekkert út á strætó að setja ;o)
Mig langar að minnast á eitt í lokin..... mér finnst óeðlilega mikið af krummum/hröfnum í Reykjavík.... er þetta vitleysa í mér eða hefur Reykjavík alltaf verið stórt krummaskuð og ég hef bara aldrei tekið eftir því áður ? Ég er ekki frá því að það sé álíka mikið af krummum og tælendingum í Breiðholtinu, ég vil endilega taka það fram hér að ég er ekki með fordóma gagnvart þessu fólki, var bara að reyna að finna eitthvað til að miða við.
Segjum þetta gott og gilt í dag.... efast reyndar um að einvher nenni að lesa þessa rullu mína, en það er ágætt að setjast aðeins niður og blogga. Var eiginlega búin að gleyma því hve gaman var að grípa í pennann (eða tölvuborðið).
Hafið það gott í snjónum, notið tækifærið og verið ung aftur og farið út að búa tl snjókalla og snjóhús, leggist á bakið og búið til engla... hver man ekki eftir því ?? knúsur á liðið. Kv. Linda litla lipurfætta :o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 232883
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3