Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
31.3.2012 | 13:20
Losun og ekki losun....
Stóri ömmuMússinn minn svaf uppí hjá mér í nótt og byrjaði að vekja mig fyrir 6 í morgun... það var ekki alveg á dagskránni hjá mér, enda gat ég ekki vaknað, alveg sama hvað ég sagði honum að fara og vekja mömmu sína, þá sagði hann bara nei...ok, hann fór fyrir rest og kom tili baka og sagði "Oliver er uppí hjá henni" og svo hélt hann áfram að reyna að vekja mig. Bakið var að drepa mig, var með verki í spjaldhryggnum og fram í lífbein, djö var það vont. Skreið fram rúmlega átta, María skellti í hafragraut handa strákunum og svo var liðinu bara hent út í garð með bolta og auðvitað fóru mamma og amma með. Svo lá leiðin í búðina að kaupa laugardagsnammi, þegar við komum heim þá fór María með strákana til pa og ma og ég fór inn tók verkjalyf og henti mér í rúmið, klukkutíma seinna þá var ég orðin allt önnur, mikið betri.
Ég er flöt... depurð í mér, langar ekki að brosa. Veit að Róm var byggð á einum degi..... ég verð sem sagt ekki heilbrigð á einni nóttu (Vá spekin alveg að brillera, ætti kannski að verða listamaður og gefa út spekibók).
Ég verð nú eiginlega að viðurkenna það að vera með Maríu í heimsókn núna er eiginlega lúxus.... það er verið að elda á heimilinu og það er ekki ÉG !!!! Hér er María að matreiða marineraðar grísakótelettur, hlakka til að borða og njóta þess að láta elda ofan í mig án þess að það sé einhver með kokkahúfu og þurfa að borga yfir það.
Ég er að fara að vinna á eftir og ég hlakka til... held að ég hafi ógeðs mikið gott af því, komast út úr húsi og vera virk. Mér finnst gaman að vinna, finnst gaman að elda, elska þegar það er mikið að gera, þegar það er álag í vinnunni.... þá líður mér best. Eða þá leið mér best, það er víst ekki að gera sig lengur, get unnið svo lítið skrokkurinn er orðinn svo ónýtur, held að það sé líka eitthvað sem er að draga mig niður. Að þurfa að viðurkenna að ég get ekki unnið eins og motherfucker.... reyndar mörg ár síðan ég gat það, en vil ekki sjá og vil ekki viðurkenna að ég geti ekki unnið eins og áður...
hætt þessu væli og farin að gæða mér á hádegismatnum (sem var eldaður ofan í mig).
Ég er flöt... depurð í mér, langar ekki að brosa. Veit að Róm var byggð á einum degi..... ég verð sem sagt ekki heilbrigð á einni nóttu (Vá spekin alveg að brillera, ætti kannski að verða listamaður og gefa út spekibók).
Ég verð nú eiginlega að viðurkenna það að vera með Maríu í heimsókn núna er eiginlega lúxus.... það er verið að elda á heimilinu og það er ekki ÉG !!!! Hér er María að matreiða marineraðar grísakótelettur, hlakka til að borða og njóta þess að láta elda ofan í mig án þess að það sé einhver með kokkahúfu og þurfa að borga yfir það.
Ég er að fara að vinna á eftir og ég hlakka til... held að ég hafi ógeðs mikið gott af því, komast út úr húsi og vera virk. Mér finnst gaman að vinna, finnst gaman að elda, elska þegar það er mikið að gera, þegar það er álag í vinnunni.... þá líður mér best. Eða þá leið mér best, það er víst ekki að gera sig lengur, get unnið svo lítið skrokkurinn er orðinn svo ónýtur, held að það sé líka eitthvað sem er að draga mig niður. Að þurfa að viðurkenna að ég get ekki unnið eins og motherfucker.... reyndar mörg ár síðan ég gat það, en vil ekki sjá og vil ekki viðurkenna að ég geti ekki unnið eins og áður...
hætt þessu væli og farin að gæða mér á hádegismatnum (sem var eldaður ofan í mig).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2012 | 21:50
Losun 3 frá þessari klikkuðu...
Ég vaknaði við símann í morgun rúmlega hálf tíu, dóttir mín hringdi....var ekki alveg að meika það, langaði sko að sofa miiiiikið meira. Varð að snáfast á fætur, Reykjavíkurferð framundan.
Hugarafl er í Borgartúninu við hliðina á Maður lifandi, þannig að ég byrjaði á því að fara í þangað áður en ég fór í Hugarafl, ákvað það vegna þess að ég gæti þess vegna verið útgrátin eftir viðtalið við Auði og langaði ekki að fara að versla rauðeygð og bólgin.
Viðtalið gekk vel, tók eitthvað um klukkutíma. Það er gott að tala við Auði, hún vill meina að ég sé í bata þar sem ég er miklu meðvitaðri með sjúkdóminn, þá erum við að tala um síðan ég veiktist síðast.
Það var gott að komast í Hugarafl, ég fann hvað ég hef saknað allra... fyrir utan það þá þekkti ég nú ekki helminginn af fólkinu þarna, en fékk knús og kossa frá þeim sem ég þekkti.
Ég á að hitta Auði aftur á mánudag og þriðjudag, yfir helgina verð ég að virkja mig eitthvað eins og með hreyfingu og jafnvel að hitta fólk. Reyndar verð ég með fólki alla helgina þar sem að frumburðurinn og ömmuormabobbarnir mínir ætla að vera hjá mér um helgina og finn ég strax fyrir notarlegri líðan að fá þessi elsku Gull til mín, er búin að sakna þeirra mikið.
Ég grét út í eitt í gær, en það er eins og það sé búið að setja tappann í aftur... ég er ekki sátt við það, ég veit að ég þarf að losna við meiri tár. EN það kemur vonandi fljótlega.
Keypti í dag omega 3 og er byrjuð á því aftur og tek D-vitamin, er búin að eiga það lengi en gleymdi bara svo oft að taka það.
Mér líður betur í dag en í gær.... en ég veit betur, þetta er á meðan það er einhver í kringum mig. Fer að vinna um helgina, veit að það á eftir að hjálpa mér að vera soldið virk. Gott að hafa einhvern tilgang.
Ég hljóma ánægð og jákvæð í dag..... ekki samt láta gabbast, gæti verið öfugt blogg á morgun, eða hinn..... en er á meðan er.
Ætla núna að búa mér til sodavatn í soda stream tækinu og kreista eina sítrónu út í sötra yfir sjónvarpinu með Maríu minni.
Eigið gott kvöld.
Hugarafl er í Borgartúninu við hliðina á Maður lifandi, þannig að ég byrjaði á því að fara í þangað áður en ég fór í Hugarafl, ákvað það vegna þess að ég gæti þess vegna verið útgrátin eftir viðtalið við Auði og langaði ekki að fara að versla rauðeygð og bólgin.
Viðtalið gekk vel, tók eitthvað um klukkutíma. Það er gott að tala við Auði, hún vill meina að ég sé í bata þar sem ég er miklu meðvitaðri með sjúkdóminn, þá erum við að tala um síðan ég veiktist síðast.
Það var gott að komast í Hugarafl, ég fann hvað ég hef saknað allra... fyrir utan það þá þekkti ég nú ekki helminginn af fólkinu þarna, en fékk knús og kossa frá þeim sem ég þekkti.
Ég á að hitta Auði aftur á mánudag og þriðjudag, yfir helgina verð ég að virkja mig eitthvað eins og með hreyfingu og jafnvel að hitta fólk. Reyndar verð ég með fólki alla helgina þar sem að frumburðurinn og ömmuormabobbarnir mínir ætla að vera hjá mér um helgina og finn ég strax fyrir notarlegri líðan að fá þessi elsku Gull til mín, er búin að sakna þeirra mikið.
Ég grét út í eitt í gær, en það er eins og það sé búið að setja tappann í aftur... ég er ekki sátt við það, ég veit að ég þarf að losna við meiri tár. EN það kemur vonandi fljótlega.
Keypti í dag omega 3 og er byrjuð á því aftur og tek D-vitamin, er búin að eiga það lengi en gleymdi bara svo oft að taka það.
Mér líður betur í dag en í gær.... en ég veit betur, þetta er á meðan það er einhver í kringum mig. Fer að vinna um helgina, veit að það á eftir að hjálpa mér að vera soldið virk. Gott að hafa einhvern tilgang.
Ég hljóma ánægð og jákvæð í dag..... ekki samt láta gabbast, gæti verið öfugt blogg á morgun, eða hinn..... en er á meðan er.
Ætla núna að búa mér til sodavatn í soda stream tækinu og kreista eina sítrónu út í sötra yfir sjónvarpinu með Maríu minni.
Eigið gott kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.3.2012 | 22:25
Útrás 2 frá þessari geðbiluðu...
Þetta er búið að vera langur dagur af eymd og volæði, átti að vera á Rauða Kross hitting í dag, en langaði ekki tiil þess. Eftir að Rauði Krossinn var búin kom Chynthia mín til mín, en hún er með RKÍ hérna á Hellu, yfirsjón með sjálfboðavinnuna. Þegar hún kom og tók utan um mig, þá auðvitað kom flóðið.... það er gott að tappa aðeins af tárakirtlunum, en kommon.... það er ekki þar með sagt að það eigi að þurrka þá upp, er sko búin að vera vælandi öðru hvoru eftir að hún fór.
Síðan hafði ég samband við Hugaraflsmeðlim og fékk smá ráð sem varð til þess að ég er búin að fá tíma hjá Auði Axels í Hugarafli á morgun, en hún hefur haldið utan um mig og mín mál þegar ég stundaði Hugarafl á meðan ég bjó í Rvk. Hún hjálpaði mér mikið í innlögnum mínum 2010/2011 á geðdeild.
Pa og Ma fara í borgina á morgun og fer ég með þeim. Ég er svo fegin að ég er að fara að hitta Auði..... það er eins og það sé strax einhver léttir, veit samt ekki alveg af hverju.
Annars er dagurinn aðallega búinn að fara í það að liggja í rúminu og horfa út í loftið inni í herbergi, bara liggja í rúminu. Stundum að grípa í bók og lesa, en ég hef ekki hugmynd um hvað, hugurinn er svo mikið á flandri núna, hann getur ekki verið kyrr.
Er svo mikið að hugsa hvort að ég ætti að fara upp á Lansa og sjá hvort að ég fái viðtal, en tilhugsunin um alla þessa bið þar dregur úr því að ég vilji leita mér hjálpar og hugsunin um að Tómas Zoega taki á móti mér get ég ekki höndlað. Það getur verið að hann hafi hjálpað mörgum, en ekki mér og ég vil ekki lenda hjá þeim manni.
Æi, veit ekki hvað ég á að gera, ætli ég byrji bara ekki á því að ræða við Auði og sjá um hvað verður rætt.....
Þetta blogg er eiginlega bara vangaveltur og hugsanir, bara smá losun fyrir mig..... ætla að fara að koma mér í rúmið, þó að húsið sé á hvolfi (aðeins of ýkt) þá verður það bara að vera það, ég get ekkert gert. AMEN.
Síðan hafði ég samband við Hugaraflsmeðlim og fékk smá ráð sem varð til þess að ég er búin að fá tíma hjá Auði Axels í Hugarafli á morgun, en hún hefur haldið utan um mig og mín mál þegar ég stundaði Hugarafl á meðan ég bjó í Rvk. Hún hjálpaði mér mikið í innlögnum mínum 2010/2011 á geðdeild.
Pa og Ma fara í borgina á morgun og fer ég með þeim. Ég er svo fegin að ég er að fara að hitta Auði..... það er eins og það sé strax einhver léttir, veit samt ekki alveg af hverju.
Annars er dagurinn aðallega búinn að fara í það að liggja í rúminu og horfa út í loftið inni í herbergi, bara liggja í rúminu. Stundum að grípa í bók og lesa, en ég hef ekki hugmynd um hvað, hugurinn er svo mikið á flandri núna, hann getur ekki verið kyrr.
Er svo mikið að hugsa hvort að ég ætti að fara upp á Lansa og sjá hvort að ég fái viðtal, en tilhugsunin um alla þessa bið þar dregur úr því að ég vilji leita mér hjálpar og hugsunin um að Tómas Zoega taki á móti mér get ég ekki höndlað. Það getur verið að hann hafi hjálpað mörgum, en ekki mér og ég vil ekki lenda hjá þeim manni.
Æi, veit ekki hvað ég á að gera, ætli ég byrji bara ekki á því að ræða við Auði og sjá um hvað verður rætt.....
Þetta blogg er eiginlega bara vangaveltur og hugsanir, bara smá losun fyrir mig..... ætla að fara að koma mér í rúmið, þó að húsið sé á hvolfi (aðeins of ýkt) þá verður það bara að vera það, ég get ekkert gert. AMEN.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.3.2012 | 13:55
Losun frá geðveikri kvennsu.
Byrja ég enn og aftur, núna er geðið greinilega eitthvað að hrjá mig annars væri ég ekki að henda inn hérna línum
Vil byrja á því að segja að ef að þú hefur fordóma gagnvart geðsjúkdómum, já eða sjálfsvorkunn, kvarti, kveini og væli, hættu þá að lesa hér.
Þið sem þekkið mig vitið náttla að geðið er eitt af því sem hrjáir mig og finnst mér betra að losa og fá útrás á svona stað heldur en að tala við einhvern, þá fer ég bara að væla og það finnst mér erfitt, sérstaklega af því að það er erfitt að stoppa ok.... líka af því að ég er með einnota linsur og þá flæða þær útúr augunum á mér og eru ónýtar og vitið þið hvað þær kosta ??
Jæja, ég var orðið að eins veik þegar ég var að vinna núna eftir áramót, var orðin þreytt, illt alls staðar og tæp á geði, lét ýmislegt bitna á fólki algörlega að óþörfu, eðlilega hefði ég bara rætt hlutina ef að þeir færu í taugarnar á mér. Nú svo minnkaði vinnan afutr og ég fór 2-3 vikna frí (er ennþá í því), nú eftir nokkra frídaga og ég taldi mig vera búin að jafna mig, fór mér að líða GEÐVEIKT vel (enda er ég GEÐSJÚKLINGUR) ég var samt ekki sátt, það er ekki eðllilegt að líða svona svakalega geðveikt vel allt í einu..... ég get samt ekki verið komin í maniu af því að það er svo langt síðan að ég fór í maniu, ég hlýt að vera komin yfir það hugsaði ég. Mér líður bara svona svakalega vel, æðislegt þetta var geggjað, ég prjónaði nokkur pör af inniskóm, fór yfir í hollustuna, tók allan sykur út, allt brauð, allt gos... missti mig, fékk að heyra að ég væri öfga.... ég fór að hugsa smá, eftir smá hugsun.... shit fokk damn.... vá hvað ég er öfga, en ég ætla samt að hætta í sykrinum, missti 1.8 kg á einni viku og ég blómstraði af endalausri hamingju.
Svo skeði það bara ALLT Í EINU...... reiðin, pirringurinn, óhamingjan, svefnsýkin, þreytan og ALLT skall á.
Þetta var sem sagt ekki hamingja og vellíðan, þetta var MANÍA og hrunið eftir maniuna skall á, alveg eins og einu sinni. Auðvitað hugsaði ég, ég hefði mátt vita þetta, átti ekkert að lifa í voninni um að þetta væri hamingja.
En ég er fullkomnlega meðvituð hvað er framundan og ég verð að berjast á móti, verst finnst mér að þurfa að nota grímuna, en ég verð að gera það sérstaklega á heimilinu gagnvart syni mínum.
Það var hringt frá sjúkraþjálfun í morgun og tíminn sem ég átti klukkan hálf 2 var felldur niður að sökum veikinda, vá ertu að djóka í mér.... mér fannst það geggjað, þá þarf ég ekki að fara á fætur í dag.
Ég skrapp í skotferð með vinkonu minni til Reykjavíkur í gær, og á meðan hún var hjá lækni þá sat ég í Mjóddinni og hitti þ.á.m. tvær vínkonur mínar, það var æðislegt. Að komast í burtu og líka að hitta þær. Á leiðinni svo austur aftur, þá segir vinkona mín frá konu sem var dáin og ég vissi ekki af því, hún hafði dáið í vikunni áður og enginn sagt mér það...... þá braust út reiðin og pirringurinn og allt sem því fylgir, mig langaði að öskra.... þarna losnaði tappinn, þurfti eitthvað til að hafa ástæðu til þess að fá útrás, þar sem ég virtist ekki geta verið reið út í eitthvað sem átti það ekki skilið, þá fékk ég afsökun þarna.... veit ekki einu sinni hvort að þið skiljið hvað ég er að segja, kannski jú þið sem að þekkið þennan sjúkdóm.
Nú þegar við erum rétt fyrir utan þorpið, þá koma tár.... ég kjáninn ég, reyndi að halda þeim aftur, auðvitað átti ég ekkert að gera það, ég átti að fá útrás, en vildi ekki koma heim og sonurinn myndi sjá mig útgrátna, ég hugsaði ég á eftir að grenja í allt kvöld. Það skeði ekki, tappinn er kominn í aftur og ég veit ekki hvernig ég á að ná honum út, veit bara að það verður að gerast ef að ég á að geta unnið á þessari reiði minni.
smá losun búin.....hefði nú alveg þegið smá tár, en við fáum víst ekki alltaf það sem við viljum. Svona er þetta líf og við lifum því eins og það er.
Kv. sú pirraða með tappann.
Vil byrja á því að segja að ef að þú hefur fordóma gagnvart geðsjúkdómum, já eða sjálfsvorkunn, kvarti, kveini og væli, hættu þá að lesa hér.
Þið sem þekkið mig vitið náttla að geðið er eitt af því sem hrjáir mig og finnst mér betra að losa og fá útrás á svona stað heldur en að tala við einhvern, þá fer ég bara að væla og það finnst mér erfitt, sérstaklega af því að það er erfitt að stoppa ok.... líka af því að ég er með einnota linsur og þá flæða þær útúr augunum á mér og eru ónýtar og vitið þið hvað þær kosta ??
Jæja, ég var orðið að eins veik þegar ég var að vinna núna eftir áramót, var orðin þreytt, illt alls staðar og tæp á geði, lét ýmislegt bitna á fólki algörlega að óþörfu, eðlilega hefði ég bara rætt hlutina ef að þeir færu í taugarnar á mér. Nú svo minnkaði vinnan afutr og ég fór 2-3 vikna frí (er ennþá í því), nú eftir nokkra frídaga og ég taldi mig vera búin að jafna mig, fór mér að líða GEÐVEIKT vel (enda er ég GEÐSJÚKLINGUR) ég var samt ekki sátt, það er ekki eðllilegt að líða svona svakalega geðveikt vel allt í einu..... ég get samt ekki verið komin í maniu af því að það er svo langt síðan að ég fór í maniu, ég hlýt að vera komin yfir það hugsaði ég. Mér líður bara svona svakalega vel, æðislegt þetta var geggjað, ég prjónaði nokkur pör af inniskóm, fór yfir í hollustuna, tók allan sykur út, allt brauð, allt gos... missti mig, fékk að heyra að ég væri öfga.... ég fór að hugsa smá, eftir smá hugsun.... shit fokk damn.... vá hvað ég er öfga, en ég ætla samt að hætta í sykrinum, missti 1.8 kg á einni viku og ég blómstraði af endalausri hamingju.
Svo skeði það bara ALLT Í EINU...... reiðin, pirringurinn, óhamingjan, svefnsýkin, þreytan og ALLT skall á.
Þetta var sem sagt ekki hamingja og vellíðan, þetta var MANÍA og hrunið eftir maniuna skall á, alveg eins og einu sinni. Auðvitað hugsaði ég, ég hefði mátt vita þetta, átti ekkert að lifa í voninni um að þetta væri hamingja.
En ég er fullkomnlega meðvituð hvað er framundan og ég verð að berjast á móti, verst finnst mér að þurfa að nota grímuna, en ég verð að gera það sérstaklega á heimilinu gagnvart syni mínum.
Það var hringt frá sjúkraþjálfun í morgun og tíminn sem ég átti klukkan hálf 2 var felldur niður að sökum veikinda, vá ertu að djóka í mér.... mér fannst það geggjað, þá þarf ég ekki að fara á fætur í dag.
Ég skrapp í skotferð með vinkonu minni til Reykjavíkur í gær, og á meðan hún var hjá lækni þá sat ég í Mjóddinni og hitti þ.á.m. tvær vínkonur mínar, það var æðislegt. Að komast í burtu og líka að hitta þær. Á leiðinni svo austur aftur, þá segir vinkona mín frá konu sem var dáin og ég vissi ekki af því, hún hafði dáið í vikunni áður og enginn sagt mér það...... þá braust út reiðin og pirringurinn og allt sem því fylgir, mig langaði að öskra.... þarna losnaði tappinn, þurfti eitthvað til að hafa ástæðu til þess að fá útrás, þar sem ég virtist ekki geta verið reið út í eitthvað sem átti það ekki skilið, þá fékk ég afsökun þarna.... veit ekki einu sinni hvort að þið skiljið hvað ég er að segja, kannski jú þið sem að þekkið þennan sjúkdóm.
Nú þegar við erum rétt fyrir utan þorpið, þá koma tár.... ég kjáninn ég, reyndi að halda þeim aftur, auðvitað átti ég ekkert að gera það, ég átti að fá útrás, en vildi ekki koma heim og sonurinn myndi sjá mig útgrátna, ég hugsaði ég á eftir að grenja í allt kvöld. Það skeði ekki, tappinn er kominn í aftur og ég veit ekki hvernig ég á að ná honum út, veit bara að það verður að gerast ef að ég á að geta unnið á þessari reiði minni.
smá losun búin.....hefði nú alveg þegið smá tár, en við fáum víst ekki alltaf það sem við viljum. Svona er þetta líf og við lifum því eins og það er.
Kv. sú pirraða með tappann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 232883
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Af mbl.is
Innlent
- Megum búast við rigningu, slyddu eða snjókomu
- Ökumaður undir áhrifum lenti í umferðaróhappi
- Brýtur upp ásýnd miðbæjarins
- Flokkur fólksins fær ekki styrk í ár
- Andlát: Hrafnhildur Guðfinna Thoroddsen
- Búseti kærir Reykjavíkurborg
- Bjóða börnum og ungmennum frítt í sund
- Ég hef verið kjaftaskur mikill
- Sjö með þriðja vinning í EuroJackpot
- Eldur kom upp í ruslagámi í Skeifunni
- Upphaf Covid19 líklega tengt leðurblöku
- Þetta er ógnvænleg staða
- Dagur kveður borgarstjórn
- Uggvænlegur undirtónn
- Vörubíll valt á hliðina