Færsluflokkur: Bloggar
8.4.2008 | 07:48
Einn af mínum sjúkdómum.
Kæfisvefn (e. sleep apnea) getur verið hættulegur og það er full ástæða til að leita til læknis. Kæfisvefn er til hjá börnum og fullorðnum en er lang algengastur hjá fullorðnum karlmönnum. Flestir þeirra sem þjást af kæfisvefni eru of feitir en það er þó ekki algilt. Kæfisvefn er eins og hrotur að því leyti að hann kemur einkum fyrir þegar sofið er á bakinu. Áfengi og svefnlyf stuðla að kæfisvefni og sama er að segja um nefstíflu af hvaða orsök sem er, meðal annars kvefi og ofnæmi.
Venjulega er talað um þrjár tegundir kæfisvefns, hindrun á loftflæði um kverkar og barka, truflun á stjórnun öndunar í heilanum og í síðasta lagi blöndu af þessu tvennu. Hindrun á loftflæði er langalgengasta ástæðan. Það sem einkennir kæfisvefn er stöðvun öndunar af og til, hrotur, órólegur svefn, sviti, martröð og að börn væta rúmið. Að deginum kemur oft fram morgunhöfuðverkur, syfja og sljóleiki. Sum börn með kæfisvefn eiga í erfiðleikum í skóla vegna syfju eða hegðunarvandamála. Syfjan að deginum getur í sjálfu sér verið hættuleg, ef fólk sofnar við vinnu eða akstur, en fleiri hættur eru á ferðinni.
Meðan á kæfisvefni stendur minnkar súrefnið í blóðinu og þar með flutningur þess út í vefi líkamans, meðal annars til hjartans. Þeir sem eru með kransæðasjúkdóm geta, við þennan súrefnisskort, fengið hjartsláttartruflanir sem eru einstaka sinnum lífshættulegar.
Fundist hafa tengsl milli kæfisvefns annars vegar og kransæðasjúkdóms, hás blóðþrýstings og æðasjúkdóma hins vegar. Ekki er vitað hvort um einhvers konar orsakasamband er að ræða en offita stuðlar að þessu öllu.
Hægt er að beita ýmiss konar meðferð og má þar fyrst nefna megrun hjá þeim sem eru of feitir. Megrun getur hjálpað mikið og í sumum tilfellum losað viðkomandi nær alveg við kæfisvefninn. Til eru nokkrar gerðir tækja sem veita öndunaraðstoð í svefni og eru þau oft áhrifamikil auk þess sem þau minnka hættu á hjartsláttartruflunum hjá þeim sem eru hjartveikir. Þessi tæki eru þannig að sjúklingurinn sefur með grímu sem er tengd við loftdælu eða loftkút og við það hækkar þrýstingur loftsins við innöndun en það dregur oftast úr eða kemur í veg fyrir kæfisvefn. Forðast ber áfengi og svefnlyf því allt sem gerir svefninn dýpri eykur hættu á kæfisvefni.
Engin árangursrík lyfjameðferð er til við kæfisvefni þó að ýmislegt hafi verið reynt. Ef annað bregst má grípa til ýmiss konar skurðaðgerða. Stundum hjálpar að fjarlægja stóra háls- eða nefkirtla og ýmsar aðgerðir á efri gómi hafa verið reyndar. Slíkar aðgerðir hjálpa oft en ekki alltaf og ógerlegt er að spá um árangur. Sama er að segja um lausan góm sem sofið er með og ýtir neðri kjálkanum fram á við. Í öllum tilvikum eru fyrstu skrefin að grennast (þegar það á við), forðast áfengi og svefnlyf og reyna að sofa á hliðinni.
Ég sef með súrefni, og það er ekkert smá tæki sem að ég er með. En það er þvílíkur munur að sofa með þetta, ég hvílist, er ekki alltaf þreytt á daginn eins og ég er ef að ég nota það ekki. Ég sef reyndar ekki á hliðinni, ég sef á bakinu þar sem að ég sef með stóra pulsu undir hnésbótunum til að halda hryggnum beinum á meðan ég sef, þá er ég ekki eins slæm í bakinu á daginn. En kæfisvefn er bara einn af mínum sjúkdómum, ég sé til kannski á ég eftir að leyfa ykkur að lesa meira um mína sjúkdóma seinna. Takk fyrir ef að þú nenntir að lesa þetta og ef að svo er, endilega leyfðu mér að heyra þína skoðun/álit/reynslu af kæfisvefn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.4.2008 | 00:55
Ég ætla að sýna ykkur hvað mig vantar áður en ég fer að sofa.
Mig vantar reyndar ekki svona kött, held að mínir séu á góðri leið að verða svona hjá mér.
Góða nótt og sofið vel elskurnar og munið eftir því að fara með bænirnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 00:34
Karlapinn minn.
Litli karlapinn minn er að verða 8 ára og hann hefur aldrei haft áhuga á því að leika sér með bíla.
![]() |
Vísbendingar um eðlislægan áhuga stráka á strákaleikföngum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2008 | 22:50
Eldur kom upp....
Ég kom einmitt við á litlu kaffistofunni í dag á leiðinni suður.
![]() |
Eldur í bíl á Suðurlandsvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2008 | 18:42
Brennandi hesthús.
![]() |
Hestar fengu reykeitrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.4.2008 | 15:44
Ég er YFIRSTRUMPUR !!
Ég álpaðist til að taka strumpaprófið sem að Anna Karen http://halkatla.blog.is er með á sínu bloggi og komst að því að ég er yfirstrumpur, það er ekki slæmt að vera yfir aðra strumpa hafin.
Ég kom að austan eftir hádegið. Ferðin gekk velm nema við Unnur vorum ansi syfjaðar á leiðinni þannig að við ákváðum að stoppa í Ltilu Kaffistofunni og fá okkur kaffisopa, þeir eru með þetta fína kaffi það.
Við kjéllingarnar vöknuðum amk við það að fá kaffisopa, ég vaknaði líka enn betur á því að standa þarna fyrir utan með kaffi, sígó og myndavélina á meðan sú gamla sat inni og kíkti í blöð dagsins.
Þegar við komum heim í Unufell þá var mitt fyrsta verk að hitta Bínu, en hún var einmitt að passa strákana mína á meðan ég var í sveitinni.
En það vakti mikla lukku að fá að sjá um strákana, þar sem að þeir eru svo vinsælir að það tók öll fjölskyldan þátt í matargjöfinni, það urðu bara allir að fá að koma með að gefa þeim. Ég sagði líka við Bínu að ég hefði betur sýnt þeim hvað skúringagræjurnar væru áður en ég fór, þá hefði öll fjölskyldan geta farið í TakiTilLeik á meðan þau eyddu tíma á heimilinu. hehehehe Efast ekkert um að strákarnir hafi nú verið glaðir með alla athyglina sem að þeir fengu.
Nóg í bili.....kveðja frá Lindu litlu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.4.2008 | 11:05
Bensínið lækkar hægt, en það lækkar.
N1 er að lækka eitthvað, þeir eru búnir að vera lækka smátt og smátt síðustu 10 daga. Margt smátt gerir eitt stórt.... er það ekki ? Kannski fylgja hinir með, hver veit.
N1 eru amk að sýna einhvern lit.
![]() |
N1 lækkar eldsneytisverð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.4.2008 | 09:07
Atvinnubílstjórar ekki meira í umferðinni.
Hvar ætla þeir þá að mótmæla ? Þeir hafa staðið sig vel, truflað mikla umferð sem reyndar hefur tafið fyrir fólki, en ætli þetta sé að gera sig hjá þeim ?
Ég er ekki í umferðinni, á ekki bíl og er ekki heldur með bílpróf. En ég vona samt svo sannarlega að þetta virki eitthvað hjá þeim.
![]() |
Atvinnubílstjórar ætla ekki að vera í umferðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
6.4.2008 | 22:07
Helgin búin jibbíjei.
Ég er örugglega sú eina í heiminum sem er þakklát fyrir það að helgin sé búin. Ég var að koma heim til Gullu í tóma íbúð. Gulla fór til Reykjavíkur í dag, en ég fer ekki fyrr en á morgun fyrir hádegi. Það var ekkert smá gott að koma hingað heim, hugsandi um það að ég er að fara heim, ég er drulluþreytt og alveg frá í bakinu. Áður en að ég fer suður á morgun ætla ég að kíkja á Rangárvallahrepp og sækja um íbúð, þó að það sé engin íbúð laus, þá kemst ég amk á biðlista. Ég hitti pa og ma ekkert um helgina nema í mýflugnamynd á föstudag, þannig að ég býst við því að kíkja aðeins á mömmu í fyrramálið áður en ég fer.
Næsta helgi verður hvíld út í eitt. Við erum búin að fá sumarbústað og ég ætla ekki að gera neitt annað en að hvíla mig, slaka á, liggja í heitum potti og sofa. Ég vona bara að Kormákur verði sammála mér með það og geri það sama.
Annars er eitthvað lítið sem að ég hef að skrifa núna. Þó að helgin hafi verið róleg, þá er ég samt uppgefin eftir hana.
Segi bara góða nótt og fagra drauma. kv. Linda litla þreytta og lúna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.4.2008 | 17:28
7-8 kg á 40 árum.
![]() |
Offitufaraldur á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
bifrastarblondinan
-
doramaggy
-
halkatla
-
annabjo
-
diddan
-
ragjo
-
greenbrown
-
ingunnjg
-
katja
-
gullaeinars
-
siggathora
-
loathor
-
komaso
-
addabaldurs
-
raggafg
-
ollana
-
gelgjan
-
kruttina
-
arijosepsson
-
asthildurcesil
-
beggita
-
biddam
-
brandurj
-
brybba
-
skordalsbrynja
-
tungirtankar
-
jyderupdrottningin
-
rannug
-
topplistinn
-
gydadrofn
-
osland
-
hronnsig
-
hugarafl
-
danjensen
-
kliddi
-
ijt
-
keli
-
jonaa
-
ktomm
-
markusth
-
rebekkarut
-
roslin
-
sisvet
-
bogatun8
-
sikklida
-
scorpio
-
svala-svala
-
svetlana
-
taraji
-
skog3