Færsluflokkur: Bloggar
6.4.2008 | 11:55
Og hvað ?? Fatta ekki málið.
![]() |
Giftist inn í indverska fjölskyldu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.4.2008 | 00:22
Alveg rafmögnuð rotta.
![]() |
Rafmagn fór af er rotta fékk raflost |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.4.2008 | 22:32
Blog.is eitthvað bilað ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.4.2008 | 20:01
Slanga í strætó.
![]() |
Slanga í strætó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2008 | 17:22
Fræga fólkið ekki í lagi.
![]() |
Katie og Victoria í megrun saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.4.2008 | 13:26
Fallegur dagur.
Það er fallegur dagur í dag og ekki mikið kalt. Það er svo bjart og sólin skín, ég elska svona daga. Við Gulla vöknuðum snemma en skríddum svo aftur undir feld, fórum nefnilega frekar seint í bólið í gær. Við kjöftuðum svo mikið og svo horfðum við eitthvað á sjónvarp, eða aðallega Gulla, ég sofnaði bara yfir því.
Það er orðið mikið um ferðamenn á þvælingi allra þjóða fólki af öllum stærðum og gerðum, svo ekki sé minnst á allt sumarbústaðafólkið sem er farið að þurrka rykið af bústaðnum sínum. Við vorum einmitt spá í að fara í bústað næstu helgi, ég, Kormákur, María, Rúnar og Hjörleifur Máni. Slappa af eina helgi og skella sér í heitan pott, grilla og hafa það nice.
Stutt, létt blogg núna. Kem víst alveg örugglega til með að henda einhverju fleiru inn á dag, en þangað til, hafið það gott.
Kv. Linda litla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.4.2008 | 21:50
350 kíló.....
![]() |
Hald lagt á 350 kíló af heróíni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.4.2008 | 14:07
Ég er farin.
Það er kominn föstudagur strax, þessi vika er ekkert búin að vera smá fljót að líða. Unnur kom áðan og fór með Kormák til pabba síns, en hann er einmitt þar um helgina. Hann tók með sér spariföt þar sem að fjölskyldan er að fara í einvherja veislu um helgina.
Mín leið liggur austur með Maríu og Hjörleifi Mána, en ég verð á Hellunni um helgina en ég hef ekki farið þangað í hálfan mánuð núna. Mér finnst alltaf svo gott að koma á Hellu, núna um helgina ætla ég að ath við hann Sverri Ólafsson listamann (hauskúpueiganda) hvort að hann vilji leigja mér einbýlishúsið sitt.
Bína ætlar að gefa strákunum að borða um helgina, að ég skuli ekki hafa beðið hana um það áður, þar sem að það er lang gáfulegast af því að hún er í blokkinni líka, bara á hæðinni fyrir ofan. Hún hefur svo gaman af strákunum að ég veit að mér er alveg óhætt að biðja hana um það.
Jæja, þetta er orðið ágætt, ég ætla að fara að koma lyklunum á efri hæðina, klessa smá í fésið á mér og koma mér út í bíl og leggja í hann með Maríu og Hjörleifi.
Vonandi eigið þið góða helgi, veðrið í dag boðar gott veður um helgina amk fyrir okkur á stór Reykjavíkursvæðinu og fyrir þá sem eru inni að vinna fyrir norðan hahahahaha
Kv. Lijda litla síkáta og strákarnir síkátu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.4.2008 | 23:27
Dagur að kveldi kominn og nóttin skellur á .
Ég var komin á fætur um klukkan 7 í morgun, ég er allt önnur eftir að ég fór að nota súrefnistækið mitt aftur. Ég er amk farin að vakna á morgnana og hætt að leggja mig á daginn. Það munar örugglega líka um það að ég er alveg hætt á solian (þunglyndislyf) og er búin að minnka skammtinn af cymbalta (þunglyndislyf) um helming. Enda líðanin orðin frábær, ég er síkát og hamingjusöm og þannig á það að vera, ég á ekki að þurfa að vera á lyfjum til þess að geta glottað út í annað.
María og Hjörleifur komu í dag, þau eru voða dugleg að koma til mín. Ég er mjög ánægð með það, það er alltaf gaman að fá þau, fékk að passa prinsinn í dag á meðan María fór ða versla.
Ég er búin að vera að þvo síðustu daga, ég er ekki frá því að ég sé búin að þvo eins og 150 stk af sokkum síðustu daga, skil ekki hvað það er til mikið af sokkum á þessu heimili. Seinni partinn fórum við í bíltúr og skelltum okkur í heimsókn til Magga og Guðbjargar. Maggi er pabbi hans Rúnars (tengdasonar míns) Það var auðvitað vel tekið á móti okkur eins og alltaf.
Litlu prinsessurnar á heimilinu eru svooooo mikið krútt, ég fékk nú aðeins að halda á henni Sóleyu en hún var ekki alveg sátt við mig og var ekekrt að fela það blessunin, þannig að ég ákvað bara að rétta Maríu hana hehehe
Kristín var feimin, en lagaðist nú þegar leið á heimsóknina og var farin að spjalla aðeins.
Guðbjörg galdraði fram kaffi, köku, rjóma, skyrtertu, pepsi og súkkulaði handa okkur (ekki veitti af þar sem að við mæðginin erum öll að hrynja í sundur úr hor, lítum út fyrir að vera mjÖg vannærð)
Á meðan Maggi hélt okkur félagsskap inni í stofu.
Þau voru að kaupa sér sófa, hann er æðislegur. Ég þurfti auðvitað að máta hann mjög vel og lagði mig aðeins í hann og fann þá út að þetta væri draumasófinnm minn, ég ætti alveg örugglega ekkert erfitt með að sofna í honum.
Svo í kvöld kom Bína í heimsókn til mín og auðvitað eins og vanalega var spjallað, við fórum inn í herbergi að reykja þar sem að ég reyki ekki frammi þegar að Hjörleifur er hérna. Alltaf finn ég myndavélina tilbúna þegar að hún kemur, en alltaf skal ég gleyma að mynda hana. Þannig að þangað til að ég man eftir að taka af henni mynd þá verðið þið bara að reyna að ímynda ykkur hvernig hún lítur út.
Jæja, segjum þetta gott í kvöld, enda klukkan aðverða hálf 12 og ég fer í rúmið í síðasta lagi 12. Hafið það gott elskurnar mínar og sofið vel. Ekki gleyma að fara með bænirnar ykkar. Góða nótt kv. Linda litla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.4.2008 | 19:40
Á hröðum flótta.
![]() |
Í dulargervi á flótta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
bifrastarblondinan
-
doramaggy
-
halkatla
-
annabjo
-
diddan
-
ragjo
-
greenbrown
-
ingunnjg
-
katja
-
gullaeinars
-
siggathora
-
loathor
-
komaso
-
addabaldurs
-
raggafg
-
ollana
-
gelgjan
-
kruttina
-
arijosepsson
-
asthildurcesil
-
beggita
-
biddam
-
brandurj
-
brybba
-
skordalsbrynja
-
tungirtankar
-
jyderupdrottningin
-
rannug
-
topplistinn
-
gydadrofn
-
osland
-
hronnsig
-
hugarafl
-
danjensen
-
kliddi
-
ijt
-
keli
-
jonaa
-
ktomm
-
markusth
-
rebekkarut
-
roslin
-
sisvet
-
bogatun8
-
sikklida
-
scorpio
-
svala-svala
-
svetlana
-
taraji
-
skog3