Færsluflokkur: Bloggar
28.11.2007 | 08:10
Hverjir þora að svara ??
Það hefur alltaf verið stórmál að viðurkenna að fólk fari með bænir á kvöldin. Það er eins og það skammist sín fyrir það. Ég tala við Guð á kvöldin, ýmist í hljóði eða upphátt. Þegar ég er búin að biðja hann um eitthvað, þakka honum fyrir og slíkt þá fer ég með Faðir Vorið.
Hverjir hérna þora að viðurkenna að þeir fari með bænir eða tali við Æðri mátt ??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.11.2007 | 23:40
Hún varð örugglega abbó.....
HA HA HA HA HA HA
Þetta er snilldarleið til þess að gera fyrrverandi afbrýðisama, senda henni bara allar myndirnar úr brúðkaupinu sem að henni var að sjálfsögðu EKKI boðið í.
Frekar neyðarleg mistök he he he en hlægileg.
![]() |
Fyrrum kærasta fékk brúðkaupsmyndirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2007 | 22:07
9 merkur
María fór í mæðraskoðun í dag og er litla ömmubarnið mitt orðið 9 merkur, þannig að þetta verður sko ekkert smábarn þegar það kemur í heiminn he he he Barnið er búið að snúa sér og skorða sig rétt núna, ætli það hafi ekki snúið sér þegar María datt um helgina. En ljósmóðurin var búin að segja að ef að það væri enn sitjandi þegar hún kæmi í skoðun næst þá yrði hún trúlega tekin með keisaraskurði 17 desember. Sem betur fer hefur það breyst. Ég heyrði í Maríu í dag og hún ætlar að koma suður á morgun til okkar og vera nótt. Ætli við mæðgurnar höfum það bara ekki gott og prjónum og föndrum eða eitthvað skemmtilegt saman. Það væri gaman að kíkja í Garðheima og finna eitthvað föndurdót fyrir jólin.
Kormákur er búinn að vera fínn í dag, las fyrir mig án múðurs og var bara ánægður með skóladaginn. Ég talaði við Vilborgu bekkjarsystur hans í dag og hún sagði að það væri verið að stríða honum í frímínótunum og ef að hún heyrði það þá léti hún starfsmenn vita um leið. En þau eru sammála um það að bekkurinn þeirra er besti bekkurinn í skólanum en þar eru allir svo góðir vinir.
Annars er ég lítið búin að gera í dag, ég labbaði jú í Shell til Guðnýar og spjallaði við hana, verslaði ávexti, safa og sígarettur og fór svo heim. Ella kíkti aðeins á mig í kvöld og var að bjóða mér sjónvarpsskáp, en þar sem að ég á einn fínann þá afþakkaði ég hann. En ef að einhverjum vantar sjónvarpsskáp þá er einn hérna hjá okkur gefins. Bara láta mig vita og ég gæti þess vegna hent inn mynd af honum.
Þetta er ágætt í bili. Ætla að koma mér snemma í bólið. Takk fyrir að nenna að lesa þetta látlausa blogg mitt og þangað til næst góða nótt og hafið það gott.
Kv. Linda litla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.11.2007 | 18:24
Er þetta satt ??
Britney Spears er að flippa endanlega yfir. Nýbúin að missa forræðið yfir börnunum og vill núna fara að ættleiða. Það er ekki öll vitleysan eins, ef að ég myndi missa forræðið yfir mínum börnum myndi ég ekki stökkva út í ættleiðingu. Myndi frekar reyna að fá eins mikinn tíma með börnunum og mögulegt væri. Mér finnst eins og hún sé að finna sér eitthvað annað í staðinn fyrir börnin, sem sagt setja sín börn í annan flokk.
Svo er heldur ekki að passa saman ættleiðing og jarðarför, hún er sem sagt að undirbúa jarðaförina sína líka......... ætli það taki því fyrir hana að ættleiða ef að hún ætlar að fara að hrökkva upp af ?? Ég held að hún hreinlega viti ekkert í sinn haus.
![]() |
Britney vill ættleiða kínverska tvíbura |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.11.2007 | 10:24
Síminn er dýr.....
![]() |
Farsímaþjónusta dýrust á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.11.2007 | 23:34
Ég get ekki reykt á mig skalla.
![]() |
Reykja á sig skalla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2007 | 22:44
Loksins kominn háttatími
Ég er fegin því að það er komið kvöld. Ég er búin að vera í bassli með soninn í dag, hann vildi ekki í skólann í morgun, hann ætlaði ekki í skólann í morgun og hann fór ekki í skólann í morgun. Ég veit ekkert hvað ég á að gera við hann, pabbi hans hringdi í kvöld og hann ætlar eitthvað að reyna að ræða við hann um helgina. Ég ætla að vona að það gangi eitthvað áður en ég hreinlega spring.
Annars var þetta frekar rólegur dagur. Ég þvoði 3 þvottavélar aðallega af undirdýnum, lökum og rúmfötum. Vaskaði upp í næði á meðan ég eldaði matinn í kvöld og svo eftir kvöldmatinn. Tók til í blessaðri ruslaskúffunni og henti og henti drasli úr henni. Ég skil ekki þessa endalausu söfnunaráráttu hjá mér. Taldi dósir og flöskur, en við erum einmitt að safna dósum of löskum og ætlum svo að fara í utanlandsferð fyrir ágóðann. Þá förum við saman ég krakkarnir, barnabarnið og tengdasonurinn. En það verður ekki fyrr en þar næsta sumar, þannig að við höfum nægan tíma til að safna.
Tumi og Patti voru svo ánægðir þegar við komum heim í gær og þeir eru ennþá að sniglast íkringum okkur og mala, Kormákur var einmitt að tilkynna mér fyrr í kvöld að hann vildi að hann væri Tumi. Þá væri alltaf verið að klappa honum og hann þyrfti ekki að gera annað en að borða, sofa og mala. Ég get ekki ímyndað mér að það sé skemmtilegt líf, þá held ég að ég kjósi frekar mitt þó að það sé einfalt og tilbreytingalaust.
Jæja, nógí bili. Ætla að fara að skríða undir feld. Takk fyrir lesninguna og góða nótt og bless þangað til næst.
Kv. Linda litla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2007 | 17:14
Jarðskjálftar..... Hjálp
Mér er eiginelga hætt að standa á sama, núna er landið allt farið að skjálfa. Ég er fegin á meðan ég finn ekkert, þar sem að mér er svoooo illa við þetta. En hvað ætli sé í gangi ??? Fyrst var það Selfoss, svo var það Vatnajökull og núna er farið að skjálfa á Hveravöllum.....
Ég segi nú bara ekki annað en HJÁLP !!!!
![]() |
Jörð skelfur við Hveravelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.11.2007 | 08:56
Klikkað undir Hafnarfjalli
![]() |
Bíða veðurs í Borgarnesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.11.2007 | 19:29
Home sweet home
Jæja, þá er maður kominn heim eftir helgi á Bifröst. Þetta eru búnir að vera góðir dagar, Það var horft á dvd, farið í pc, ps2, bakað, labbitúr, bíltúr, dansað, sungið, pósað, tískusýning og fleira. Kormákur skemmti sér allra best af okkur. það var gott að komast í sveitasæluna burt frá öllu stressi,sírenum, dyrabjöllu, gestum, köttum og öllu því sem fylgir að búa hérna í Breiðholtinu. En eins og það er gott að komast að heiman þá er alltaf jafn yndislegt að koma heim aftur. Tumi og Patti tóku vel á móti okkur, malandi og mjálmandi og bíða eftir því að við förum að sofa svo að þeir geti skriðið upp í hjá okkur.
Við bökuðum þessa snilldarköku úr kökubók Hagkaups, þetta var nammibotn með miklu súkkulaði og þeyttur rjómi með bönunum og ferskum jarðarberjum á milli namminamm. Það er miklu meiri menning á Biföst heldur en að ég hélt, við Kormákur fórum í góðan labbitúr þarna og fundum Samkaup, Veitingastað/kaffihús, heita potta, bókasafn, flottan rólóvöll og ýmislegt fleira. Ég væri sko alveg til í að búa bara þarna ef að ég hefði bílpróf. Ég elska þögnina og værðina þarna, það eina sem ég heyrði var í rokinu. Það var reyndar drullukalt þarna um helgina en það skiptir engu, þetta var svo gaman. Ég tók fullt af myndum og set þær örugglega inn á morgun, nenni því ekki núna.
Vikan fram undan hjá mér er bara að taka íbúðina í gegn í rólegheitum og skreyta hana smátt og smátt. Jólaskrautið fór aldrei niður í geymslu í fyrra, það fór bara inn í gestaherbergi og er þar ennþá. Ég er sko alltaf svo skipulögð he he he he eða heitir þetta trassaskapur ?
Segi þetta ágætt í dag, er þreytt og ætla snemma í rúmið. Þarf bara að toga Kormák úr baðinu og beint í rúmið. Hafið það gott þangað til næst. Kv. Linda litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
bifrastarblondinan
-
doramaggy
-
halkatla
-
annabjo
-
diddan
-
ragjo
-
greenbrown
-
ingunnjg
-
katja
-
gullaeinars
-
siggathora
-
loathor
-
komaso
-
addabaldurs
-
raggafg
-
ollana
-
gelgjan
-
kruttina
-
arijosepsson
-
asthildurcesil
-
beggita
-
biddam
-
brandurj
-
brybba
-
skordalsbrynja
-
tungirtankar
-
jyderupdrottningin
-
rannug
-
topplistinn
-
gydadrofn
-
osland
-
hronnsig
-
hugarafl
-
danjensen
-
kliddi
-
ijt
-
keli
-
jonaa
-
ktomm
-
markusth
-
rebekkarut
-
roslin
-
sisvet
-
bogatun8
-
sikklida
-
scorpio
-
svala-svala
-
svetlana
-
taraji
-
skog3
Nýjustu færslurnar
- Sprengjum Reykjanesið af landinu
- Charlie Kirk: Fjallar um barnadrápin í móðurkviði
- Góðan daginn forsætisráðherra - áttu aldrei viðtalsbil, bara þögn?
- Til að losna við wókið þarf MJÖG mikla hægriritskoðun. Wókið hefur mengað Hollywood, eyðilagt kvikmyndir og sjónvarpsefnið gjörsamlega, og einnig íslenzkt efni
- Kveðja frá ANGELIC