Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Er allt landið farið að skjálfa ??

Ekki líst mér á blikuna........ það eru komnir skjálftar á Vatnajökli líka. Ég ætla bara að vona að það fari ekki að skjálfa hérna í Reykjavík, mér er svo illa við þetta. Ég hringdi í Maríu mína í morgun, en hún býr einmitt í Súluholti við Selfoss en hún var ekki vör við neitt. En henni er líka drullu illa við þetta eins og mér eðlilega.
mbl.is Tveir jarðskjálftar mældust á Vatnajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pamela Anderson

Ef að Pamela vill ekki demanta, þá hlýtur hennar heittelskaði að geta gefið henni demantslausann hring....eða hvað ? Ég segi það nú að ef að Rick Salomons eða bara einhver annar myndi gefa mér demantshring væri ég ekki lengi að segja já takk Whistling
mbl.is Pamela Anderson vill enga demanta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn hristist jörðin.

Selfissingar, Hvergerðingar og nágrannar. Ég vil votta ykkur mína hinnstu samúð fyrir að búa þarna. Ég gæti ekki verið þarna, hef fengiðminn jarðskjálftaskammt fyrir mína ævi. En María dóttir mín er þarna hjá Selfossi, ætli ég verði ekki að hringja í hana og tékka á því hvort að hún hafi sofið eitthvað í nótt, ég vona alla vega að barnið hafi ekki hrists úr henni ú látunum.
mbl.is Jarðskjálftahrinan stendur enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

34 dagar til jóla.

Pælið í því, það eru bara 34 dagar til jóla og það er 14 dagar þangað til við förum til Kúbu að deita Kastró. Ég verð nú víst að viðurkenna það að það er kominn slatti af útlandaspennu í mig, eftir hálfan mánuð á ég eftir að liggja á ströndinni með ískalt vatn mér við hlið til þess að kæla mig niður. kuba8206_avaxtabarinn8206_mottaka8206_strondin8206_sundlaugargardur8206_svefnherbergi Ákvað að henda inn nokkrum myndum af hotelinu og nágrenni á Kúbu þar sem við verðum, aðallega bara til að pirra þá sem langar að fara með he he he.

Annars er ég bara búin að eiga góðan dag. Angela og Vilborg voru hjá Kormáki í dag, ég bakaði handa þeim pönnukökur og vakti það mikla lukku hjá þeim. Vilborg var svo hérna fram yfir kvöldmat og borðaði því með okkur "a la rónabrauð" að hætti húsmóðurinnar Lindu litlu.

Iða Brá hringdi í mig í kvöld og tilkynnti mér það að hún væri loksins á leiðinni til Reykjavíkur það væri svo langt síðan við hefðum hist og ætlar hún því að skella sér í borgina um helgina..... en sorry Iða Brá, eins og ég sagði þá verðum við á Bifröst alla helgina og verðum örugglega að baka fyrir jólin, hlusta á jólalög og skemmta okkur með Viggu og Florin og auðvitað Moti.

Ég ætla að láta fylgja hérna einn góðann um íslensku í dag hjá unga fólkinu. Ég hló mikið þegar ég sá þetta...... er samt ekki alveg viss um það sé svona, þetta er held aðeins og ýkt. En allavega skemmtið ykkur yfir þessu. Takk fyrir lesninguna og eigið góða nótt. Kv. Linda litla góðurþið verðið örugglega að ýta á myndina til að stækka hana.


Suðurlandsskjálftinn 2000

Mér líður ekki vel þegar ég sé fréttir um jarðskjálfta, hugurinn fer alltaf heim á Hellu á 17 júní árinu 2000 þegar að Kormákur var skírður. Er það mjög eftirminnilegt þegar að öll veislan fór í gólfið og gestir ruku út úr húsi emð svo miklum látum að það urðu börn undir í látunum. Ég man að ég og Garðar bróðir drógum út tvo sem að frusu við borðið af skelfingu. Ég vona svo sannarlega að ekki séu stórir skjálftar á ferð, að þetta séu bara nokkrir litlir.
mbl.is Fjölda smáskjálfta vart á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykingamaður = Reykdólgur

Ég verð nú að segja að ég rauk upp þegar ég sá þessa frétt þar sem talað er um umræddan "REYKDÓLG". Þetta flokka ég nú bara undir fordóma, erum við reykingafólkið orðin reykdólgar..... ég er hneyksluð á þessari frétt.
mbl.is Kveikti sér í sígarettu við flugtak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að verða með þennan heim ?

Það verður kræfara og kræfara. Áður var fólk stungið eða skotið og var það tengt fíkniefnum, kynþáttahatur, einhverjar óeirðir, stríð o.þ.h. Núna eru börnin farin að stinga hvort annað vegna ósættis við sjónvarpsefnið..... þessi heimur harðnandi fer það er nokkuð ljóst. Hélt reyndar að það væru mörg sjónvörp á heimilum í dag svo að allir geti horft á sitt í næði.
mbl.is Stakk bróður sinn er þeir rifust um hvað ætti að horfa á í sjónvarpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fer til Kúbu eftir hálfan mánuð og kem líklega ekki heim aftur.

Það gat skeð að eitthvað svona myndi birtast svona rétt fyrir Kúbuferðina, væri það ekki alveg eftir því að stoppa flugið þegar við erum á Kúbu og við kæmumst ekki heim aftur ? he he he Annars er það líka alveg ótrúlegt hvað fólki á Kúbu er refsað fyrir það að Kastró skuli vera við völd þar.
mbl.is Finna að Kúbu-flugi íslenskra flugfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að ??

Hvernig væri bara að trufla ruv og leyfa okkur að ráða hvort að við viljum borga af þessu eða ekki. Það er ekki horft á´Ríkissjónvarpið á mínu heimili og ég er langt frá því að vera sátt við þessar endalausu hækkanir, það er rétt ár síðan gjaldið var hækkað síðast.
mbl.is Afnotagjald RÚV hækkar um 4% 1. desember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hornskápur til sölu, kostar meira en tölu.

100_0490ÉG vil byrja á því að segja ykkur að þessi fallegi furu hornskápur er til sölu á litlar 15.000 krónur, hafi einhver áhuga er honum bent á að hafa samband við Unni í síma 8465210 en hún er einmitt nýflutt í nýtt húsnæði og það er ekki pláss fyrir skápinn.

Það er búið að vera mikill þvælingur á mér í dag, ég er búin að fara í BYKO með tengdó að kaupa baðkar og ljós, svo kíktum við í Mjóddina, Rúmfatalagerinn í Smáranum og svo sóttum við Berg, en hann verður einmitt hjá okkur Kormáki á mánudögum og þriðjudögum í vetur. Þegar Björk kom að sækja hann, þá reddaði hún sjónvarpinu fyrir mig. Það var eitthvað rugl á því eftir að ég fékk sjónvarpsskápinn, eitthvað vitlaust tengt hjá mér, en ég er einmitt ekki mikill tækja og tóla gúrú. Verð alltaf að fá hjálp við svona lagað, enda búin að vera sjónvarpslaus í næstum viku það er reyndar ekkert að bögga mig þar sem að ég horfi nánast ekkert á sjónvarp, en Kormákur vill sjá barnatímann á daginn.

Ég spjallaði við Maríu mína í dag og hún býst við að koma suður á fimmtudaginn, en hún kemur nú yfirleitt til mín a.m.k. einu sinni í viku. Ég keypti einmitt barnastóla sessu í Rúmfó handa tilvonandi ömmubarni í dag, sem kostaði litlar 99 krónur. Við erum mæðgurnar erum orðnar miklu tengdari eftir að hún varð ófrísk, sem er náttúrulega bara gott mál.

Þetta er víst ágætt í bili, held að ég komi mér snemma í rúmið í kvöld. Takk fyrir lesturinn og hafið það gott. Kv. Lindalitla.´ðuÞað er eins gott að það fór ekki svona þegar ég var nærrum búin að kveikja í um daginn. Ég býst við að ég myndi frekar brenna inni heldur en að sjást svona á almannafæri, ég er svo roooooosalega feimin.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband