27.11.2010 | 23:16
Byrja að blogga aftur frá geðdeild.
Það er nú orðið ansi langt síðan síðast, en ég hef ákveðið að reyna á bloggið aftur vegna veikninda minna, og kannski reyna að skrifa þau frá mér.
Ég fór að finna fyrir andlegri niðurleið fyrir miðjan októberen svo kom hrunið og ég gafst upp. Lokaði mig af, svaraði ekki síma, svaraði ekki dyrabjöllu, keðjureykti og annað hvort svaf ég eða hékk í tölvunni.
1 Nóvember var ég lögð inn á geðdeild eftir að hafa innbyrgt rúmlega 100 töflum að róandi og svefnlyfjum á þremur dögum, allt datt út í 5 daga hjá mér og ég vissi ekkert hvað hafði skeð á þeim tíma enda útúrlyfjuð. Ég er útskrifuð 8 nóvember og var ekki sátt, fann að ég var ekki tilbúin að fara heim og enn síður að fara út í þetta hræðilega líf.
Ég var í viku í daglegum við tölum hjá Auði Axelsdóttur iðjuþjálfa í Hugarafli, Auður hefur alltaf reynst mér vel og þann 8 október var ég búin að vera eitt ár í Hugarafli. Jæja, það kom helgi...... ég höndlaði hana ekki, vikuna eftir endurtek ég leikinn. Églokaði mig af og einangraði, svaraði ekki síma, svaraði ekki dyrabjöllu, keðjureykti og annað hvort svaf ég eða hékk i tölvunni..... og auðvitað grét ég allan sólarhringinn. Líðanin var orðin viðbjóður. Sunnudaginn 21 þá sendi ég Auði skilaboð á facebook og segist vilja tala við hana, en að það verði að vera snemma af því að mér liði svo illa og mig langaði ekki að hitta fólk, bara hana. Ég fékk viðtal hálf tíu á mánudagsmorgunin, þar sem ég mæti og hitti hana og grenja út í eitt, það var uppgjöf aftur..... ég gat ekki meira. Ég fór heim eftir þetta viðtal og hafði Auður samband við mig eftir hádegið og spurði hvort að ég væri til í að fara í viðtal upp á geðdeild klukkan tvö og hún kæmi með mér.... ég samþykkti það. Var sótt heim klukkan tvö og við Auður fórum á bráðamóttökuna. Eftir einhverja biðstund og viðtöl var ég lögð inn, strax. Fékk ekki að fara heim að sækja mér föt, tannbursta, hreinlætisvörur og slíkt. Þegar ég skrifa hreinlætisvörur þá hgusa ég út í það til hvers ?? Ég gat hvort eð er ekki þrifið mig, ég gat ekkert, gat ekki vaskað upp, þvegið þvott, eldað mat..... gat ekkert. Tvisvar sinnum á þessum tveimur vikum sem ég var heima fékk ég elskulegu nágrannakonu mína hana Bínu til að vaska upp fyrir mig og í eitt skiptið kom elsku Fríða til mín og vaskaði upp, setti í vél og hengdi upp. Ég gat EKKERT !!! Það eina sem var mér hæft í rauninni vara bara að sitja... bara að sitja og horfa fram fyrir mig.
Í dag er laugardagur og í heildina er þetta 14 dagurinn minn á geðdeild í nóvember. Á þriðjudag, voru geðlyfin tekin af mér..... ég var ekkert tröppuð niður af þeim, þau voru bara tekið hviss bamm búmm...... síðustu dagar hjá mér eru búnir að vera dauði og djöfull, ég er búin að vera mjög sljó, dofinn grátandi, mikill svimiog mjög þreytt. Ég vaknaði klukkan 5 í morgun, fékk ekki að fara út að reykja... það er ekki fyrr en klukkan 7, þannig að ég beið til korter í 7 og fékk þá að fara út og sat þar í hálftíma í Gaddi Gríms.... bbbbrrrrrr,..... eigum við að ræða það eitthvað ?? Nema... þá byrja hjá hjartsláttatruflanir og þung aukaslög, það hræddi mig ekki en ég hugsaði "kommon, ætlar þetta engan endi að taka" Þarna er ég ferð annað hvort fráhvörf frá lyfjum eða truflanir vegna kvíða. Ég ákvað að fara inn í herbergi og undir sæng í þeirri von um að ég myndi þiðna, ég eins og Frosty the snowman (er hann ekki annars til ) ef ekki, þá skapaði ég hann í morgun. Ég náði að sofna í tæpan klukkutíma, fann enn fyrir þessum truflunum þannig að ég ákvað að láta mæla blóðþrýstinginn minn, sem var svo í fínu lagi (gott að eitthvað er í lagi hjá mér). Truflanirnar hafi auksit með deginum og ákvað hjúkrunarfærðingurinn að lækinir myndi skoða mig, ég kommon.... soldið flottur læknir, var einmitt ekki læknalegur, hann var eins og einhver hljómsveitartöffari. Fannst sko ekkert slæmt þegar hann hlustaði mig og ekki verra þegar hann hlustaði hjartað. En ekkert að...... því miður hugsaði ég, þá kemur hann ekki meira við mig hahahaha djók. Nei ég var fegin, en hann var ekki viss um hvort að þetta væri fráhvörf eða út frá kvíða. Á að hitta hann aftur á morgun, vonandi fara þessi fráhvörf að líða hjá þetta er svo vont.
Annars er líðan mín öll að koma til, ég finn það. Ég get fíflast, ég get brosað og meira að segja get ég hlegið. Ég átti meira að segja fullt af hatri inni í mér, reiði og pirring, en ég gat ekki beitt því út að vanlíðan. Núna í dag..... ok, ég er að farast úr fráhvörfum, EN ég er búin að ýta hatrinu frá mér, reiðin hefur minnkað og þetta er minn fyrsti dagur í meira en mánuð sem að ég hef ekki grátið.
Ég á tvö börn, 23 ára dóttir sem á mann og tvö börn og svo á ég 10 ára mömmustrák, hann er sá sterkasti sem ég veit um og hann er búin að vera hjá sterkustu og duglegustu kvenpersónu í þessum heimi í nokkrar vikur. Hann er búinn að vera hjá systur sinni, og ég veit að hann er í öruggum höndum, ég get ekki hugsað um hann í þessum veikindum mínum núna. Dóttir mín og tengdsonur eru í tengslum við barnaverndarnefnd og eru að reyna að fá tímabundna forsjá yfir honum á meðan mín veikindi standa yfir, ég er þeim svo þakklát fyrir það. Ég treysti engum betur en þeim fyrir syni mínum og ég vona að þau fái þessa tímabundnu forsjá, bæði mín vegna og sonar míns.
Fjárhagur minn er allur í laski, mér hefur oft gengið illa en núna gengur mér ekkert og tel eg stórann hluta af mínum veikindum vera fjárhagsáhyggjur. Ég vann aðra hverja helgi, þegar pabbahelgar voru, en það er nú orðið soldið langt síðan ég vann síðast og ég er víst ekki á leiðinni til þess. Ég hef gert þetta á facebook..... ég beðið um hjálp og ég fékk mikið af einkapóst þar sem að fólk var að segja hve dugleg og hugrökk og sterk ég væri og frábært að ég skili biðja um hjálp. Ekki allir sammála, sumum fannst mér ég vera að betla eða sníkja..... en þetta er ekki þannig meint. Ég heimta ekkert af neinum, ég bið fólk ef að það má missa nokkrar krónur þá þigg ég þær. Ég á langt í land með að ná andlegri heilsu á meðan fjárhagurinn er svona...... hvar eru Björgólfur, Jón Ásgeir og þessir dúddar þegar ég þarf á þeim að halda ???
Ætli ég láti þetta ekki gott heita núna, er orðin þreytt og ætti að fara að koma mér undir feld. Satt að segja á ég ekki von á þvi að neinn nenni að lesa þetta væl og kvart og kvein í mér, en ég er kannski helst að vona að það létti eitthvað á mér að losa um þetta.
EF að .þú meikaðir í gegnum þetta, þá berðu hag annarra fyrir brjósti, ef að þú last þetta ekki, gæti verið að þú væirr með athyglisbrest, einbeitingaskort, áhugaleysi fyrir þessu væli, eða hreinlega bara nenntir því ekki. Ekkert mál, ég lifi það af ;o)
Ég gefst ekki upp heldur, ég ætla að setja hérna inn reikningsnúmerið mitt og kennitölu ef að þú vildir gefa frá þér fáeinar krónur. Þetta er hvorki betl, né er ég að sníkja. Mér er sagt að þetta sé sjálfbjargarviðleitni.
Takk fyrir lesninguna kæra/i . Ég vona svo sannarlega að þú eigir ekki við svona veikindi að stríða, en..... you never know, its a hard life.
0303-26-6334
knt. 251271-4539
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Ég rakst á blogg þitt fyrir tilviljun. Þú ert í þeirri stöðu sem mjög margir íslendingar vilja vera í akkúrat núna - að þora að biðja um hjálp. Flestir eru að farast yfir áhyggjum hvernig á að redda næstu afborgun á húsinu, af bílnum. Finna afsökun af hverju það getur ekki sent börnin sín á æfingu eins og venjulega o.s.frv.
Sama hversu djúpt þér finnst þú vera sokkin - þá eru eflaust 4.000.000.000 manns á jörðinni í verri stöðu en þú - og sennilega um það bil 100.000 íslendingar í verri eða svipaðri stöðu en þú.
Vertu dugleg að senda alþingismönnum bréf og bentu þeim á hvað má fara betur. Það er það eina sem virkar. Daglega!
Sumarliði Einar Daðason, 27.11.2010 kl. 23:55
Hæ Linda mín, vildi bara láta þig vita að ég nenni alveg að lesa skrifin þín elskan og ef það hjálpar þá GO FORIT..vona að þú sér að koma til baka og sendi þér STÓRT knús. Kv, Lóa :)
Agnes Ólöf Thorarensen, 28.11.2010 kl. 00:21
Elsku Linda
Hef margoft haft sömu tilfinningar og þú og ég lofa þér einu ad ef ad mér nokkru sinnum tekst ad verda óhád fjárhagi mínum þá munt þú verda sú fyrsta sem ég set in á reikninginn hjá. Sennilega kemur þad aldrei til med ad gerast en samt...hugurinn er oft meira virdi..Vona ad þú fáir gód jól med börnunum þínum...Batakvedjur og knús sterka kona!!!
Maria Gisladottir (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 00:37
Elsku Linda mín, auðvitað las ég í gegnum færsluna þína. Þetta er ekki góð lesning en holl hverjum þeim sem lætur sér annt um náunga sinn. Sendi þér knús og faðmlag. Vona að þú náir þér upp úr þessum vanda á allan hátt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2010 kl. 02:10
Takk fyrir að nenna að lesa það sem ég skrifa, finnst gott að vita að það er lesið, held stundum líka að það gæti hjálpað fólkið sem er andlega veikt eins og ég.
Mig langar að segja Sumarliði, að ég er viss um það að annað hvert heimili á landinu er með fjárhagserfiðleika og það er hræðilegt að vita vita og hugsa til þess. Í mínu tilfelli reyndar er ég mikill þunglyndissjúklingur en hef bara átt þokkalega gott ár þannig séð, bara stuttar ferðir niður og ég hef náð mér upp.
Það hefur hrunið hjá mér taugakerfið tvisvar sinnum, og þegar það fer þá fer ónæmiskerfið líka og ég verð ekki bara mikið andlega veik, heldur fæ ég svæsnar flensur, pestir, magaveiki, blöðrubólgu og ýmislegt annað. Það er ógeðslegt......
Enn Guði sé lof fyrir það þá ég góðar stundir á milli og er virkur þátttakandi í samtölum sem heita "Hugarafl" og það er staður sem hefur gert mest fyrir mín veikindi í lífinu. Hugarafl, heldur mér á lífi.
Takk fyrir að nenna að lesa þetta, ég held að það létti ekki bara á mér að skrifa, ég að mér finnist líka gott að sjá að fólk les, bæði fólk sem ég ekki þekki og fólk sem ég þekki og þykir vænt um.
Linda litla, 28.11.2010 kl. 07:52
Elsku Linda,
Mér finnst það frábært að þú sért að skrifa um veikindin þín ef það hjálpar þér. Haltu því áfram :)
Gangi þér vel í þessari baráttu þinni!
Kveðja, Dögg
Dögg Þ. (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 10:55
Gangi þér vel
(ég "nennti" að lesa í gegnum pistilinn)
Sigrún Óskars, 28.11.2010 kl. 12:30
ÞÚ GETUR ÞETTA ,VEIT ÞAÐ ;) knús til þín
Ingunn Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 13:08
Hæ Linda
Ég rakst á þessa bloggfærslu og las hana frá upphafi til enda. Ég vona að þú reiðist mér ekki, en ég bjó til "glósu" á facebook (í fyrsta skipti - kann ekkert á þetta) þar sem ég leyfði mér að hvetja fólk til að aðstoða fólk sem á í virkilegum erfiðleikum og fjárhagurinn sligar. Nafnið þitt kom ekki fram - bara eftirfarandi af þínu bloggi
"Takk fyrir lesninguna kæra/i . Ég vona svo sannarlega að þú eigir ekki við svona veikindi að str...íða, en..... you never know, its a hard life.0303-26-6334knt. 251271-4539"
Ég virkilega innilega vona að þetta komi á einhvern hátt til hjálpar. Hang in there!
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 30.11.2010 kl. 19:25
Sæl Lisa. Ég sé enga ástæðu til að reiðast þér, en þó að ég sé að henda inn reikningnúmerinu öðru hvoru, þá eru varla viðbrögð hér á blogginu. Fólk finnst ég vera sníkja eða betla. Ég veit að margir eiga nóg með sitt og sína, en ég veit líka að það er til fólk sem á nóg og rúmlega það.
Ég gerði þetta á blogginu mínu um daginn, fékk inn soldinn aur, ekki mikið og auðvitað var það bara upp í nös á ketti miðað við mína þörf í dag.
En ég er að reyna að fá féló til að hjálpa mér, fá lán hjá þeim. EN þetta tekur bara svo svakalegan tíma, þeim liggur greinilega ekkert á.
Linda litla, 1.12.2010 kl. 05:53
Hæ Linda. Þetta er allavega á facebook og vinir dreifa glósunni áfram. Ég vona að það komi að gagni. Ef þig vantar aðstoð til að berjast við kerfið og vantar krafta í það máttu vera í sambandi. Oft þarf aðstoð við að ná fram þeirri aðstoð sem maður á rétt á að fá. Hafðu það sem allra allra best. :)
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 1.12.2010 kl. 09:43
Hæ hæ
Þetta átti að vera að gerði þetta á facebook hjá mér um daginn, ekki blogginu. En ég er þér bara þakklát fyrir þetta, ég veit að margir eiga erfitt og eins og staðan er í dag, get ég ekkert gert fyrir neinn því miður. Við verðum bara að reyna að bjarga okkur ef að við ætlum að komast að.
Ég er í listasmiðju hér á geðdeildinni og dunda mér við eitthvað föndur 2 klukkutíma, þrisvar sinnum í viku. Þarna hef ég möguleika að búa til jólagjafir handa börnunum í fjölskyldunni, þetta er ekki merkilegt. En þetta er eitthvað.
Ég er að reyna að vinna í mínum fjármálum hérna, t.d. við féló en það er svo hægvirkt og svo getur verið að maður fái bara neikvæð viðbrögð þaðan. Er að berjast við að gera það sem ég get, get víst ekki gert betur :o)
Takk fyrir allt Lísa mín.
Linda litla, 1.12.2010 kl. 09:52
Þú getur þetta Linda mín. Allir eiga rétt á amk. lágmarks framfærslu!
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 2.12.2010 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.