Jæja, er heima í næturleyfi en þetta er ekkert að gera sig. Þetta er fimmta skiptið sem ég kem fram og ég er bara búin að gefast upp á því að reyna að sofa. Annars var dagurinn baaaara góður, svaf út í gærmorgun alveg til hálf átta og lagðí mig svo aðeins aftur. María, Kormákur, Hjörleifur og Oliver komu og sóttu mig (alltaf yndislegt að fá stóðið til sín, elska fjöslskylduna mína mikið), jæja við fórum heim til Maríu og vorum þar í ágætis tíma og svo fórum við heim, Maggi kom til mín og var hjá mér fram að kvöldmat. Við Kormákur elduðum kjúkling í kvöldmat með sallati og kpkteilsósu og hann stökk eftir frönskum í Wilsons og drukkum jólaöl með.Þetta fór reyndar alveg vibba illa í magann á mér og ég deitaði Hr. Gustavsberg og ældi eins og múkki.
En nóttin er bara ekki að gera sig, fimmta skiptið sem ég kem fram og núna er ég búin að gefast upp á því að reyna að sofa meira. Kannski er þetta kvíði fyrir því að verða útskrifuð í vikunni, hræðsla við því sem fram undan er. Jólin eru að koma og ég að fara út í lífið skítblönk og hrædd, drullusmeyk við jólin og ekkert nema blankheit..... ég veit að jólin koma hvort sem ég vil eða ekki og ég veit að við verðum með jólamat, ég er búin að sækja um jólaaðstoð hjá hjálparstofnum kirkjunnar. En það er bara ekki nóg að vita að það sé jólamatur, ég er bara kvíðin, hrædd og stressuð... Veit ekki hvernig ég á að losna við það, veit ekki hvort að það sé út af því að ég er ekki á neinum geðlyfjum... veit ekki hvers vegna.
Að vera án geðlyfja vedur bara hjá mér kvíða, ég hef ekki verið lyfjalaus svo lengi og ég veit ekki hvort að ég höndli það, og ég held að ég sé að koma í veg fyrir að höndla það bara við .þessa tilhugsun um að vera lyfjalaus...... andsk.... núna er þeta bara orðið eins og hringekja hjá mér, ég pikka í hringi...... æðruleysisbænin verðum að vera í huga mínum á tveggja mínútna fresti held ég.
Á að vera mætt upp á geðdeild klukkan átta, í læknaviðtal. úffffff geðlæknirinn segir örugglega, þú ert fín,. farðu heim bæ, chao, síjú, hef a næs dei og gleðileg jól.
Skriðin undir sæng aftur áður en tærnar frjósa fastar við gólfið, kúra og bíða eftir fótaferðatíma. Vekja þá Kormák, gefa honum morgunmat og henda honum í skólann um leið og ég tek strætó.
ok... bæ í bili elskurnar. plís, pray for me.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Hæ Linda mín.
Þetta er örugglega ömurleg líðan hjá þér elsku vinur. Ég vona svo innilega að þú farir að ná bata Linda mín. Þetta er erfitt en reyndu að takast á við þetta Linda mín.
Ég kvíði jólunum líka mjög mikið en ég reyni að bæja því frá mér. Þú kannski trúir mér ekki þegar ég segi að ég kvíði jólunum en það er bara þannig samt sem áður.
Elsku Linda. Ég vona að þú fáir hjálp fyrir jólin. Ég vona að þú hafir náð að sofa eitthvað í nótt.
Við erum öll í bylgjum Linda. Þ.e. við sveiflumst alltaf upp og niður. Það er nú bara þannig.
Eigðu góðan dag Linda mín og knús í hús. Þú ert á réttri leið held ég. Bara passa sig á öllu.
Kv. Valgeir.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 07:15
Linda mín ég var að hugsa til þín í fyrrinótt, og þá datt inn í hausinn á mér hvort þú ættir ekki að byrja á að skipta um nikk... nafn, Linda litla setur þig nefnilega dálitið niður á ósjálfstæðissviðið, þú ættir að nota eitthvað nafn sem hvetur þig áfram, Linda sterka, eða LInda stóra, maður finnur strax hvað svona nafn gefur manni. Þú ættir allavega að hugsa um það elskuleg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2010 kl. 10:08
Takkk fyrir allt Valgeir minn, þú ert svo mikill ljúflingur. Veit að ég get alltaf leitað til þin, á bara best með að tjá mig í gegnum tölvu ogg sms.
Ásthildur mín, þetta Linda litla er bara kaldhæðni, ég er 179 á hæð.
Linda litla, 8.12.2010 kl. 02:37
Já ég veit það er ekki það sem ég meina. Þetta er huglægt, eins og það sem þú ert að ganga í gegnum min kæra. Pældu aðeins í því.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2010 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.