Leita í fréttum mbl.is

Af hverju ekki að lesa þetta blogg og kannski hugsa sig aðeins um ?!??!?!

Hafið þið spáð í orðið "geðsjúklinur" ?? Þetta er ekki fallegt orð, og ekki nóg með það heldur þá er fullt af fólki sem ekki þekkir þennan sjúkdóm og heldur að "geðveikt" fólk sé eins og það er sýnt í sjónvarpinu.... ég held að margir séu hræddir við okkur geðsjúklina og er hrætt við að við ráðumst á það eða göngum með hníð eða eitthvað annað slíkt og viljum gera því mein.
Geð/veiki
Geð/raskanir
Geð/sjúklingur
Geð/góð.........
Þetta er sjúkdómur, af hverju er fólk ekki hrætt við "geðgott" fólk ?? Þar kemur orðið GEÐ fram líka !
Ég er alveg viss um að þeir sem að lesa þetta blogg, hafi annað hvort fordóma gagnvart þessum sjúkdómi eða þekki einhvern sem er með fordóma gagnvart honum. Þetta er veiki.... og ég held að þetta sé eina veikin sem fólk er hrætt við... Ég þekki fullt af geðsjúklingum og þeir eru bara ekkert öðruvísi en aðrir, reyndar getur fólk verið misjafnlega veikt, en ef að það er mikið veikt, þá er það nú yfirleitt inn á stofnunum held ég.
Alkohólismi.... er sjúkdómur, margir eru hræddir við "róna" og dópista..... ég þekki fullt af alkohólistum, þeir eru líka misjafnir eins og aðrir. Þú þarft ekkert að vera hrædd/ur við róna, rónar eru bara veikt fólk með sjúkdóm og innst inni er þetta yndælasta fólk sem ég þekki, þegar það nær að halda sjúkdómnum niðri. Dópistar "geta" ég fullyrði ekkert, en þeir "geta" verið hættulegir þegar neyslan er mikil, svo ekki sé talað um ef að þeir eru líka að misnota læknadóp. En það er ekki fólkið sjálft, það er sjúkdómurinn sem að hagar sér svona.
Eigum við ekki að gefa öllum séns ?? Er ekki batnandi fólki best að lifa ?? Ég þekki líka fólk sem hefur fengið krabbamein, bæði fólk sem hefur dáið úr því og líka komist yfir það.... enginn hræðist það fólk, krabbamein er sjúkdómur. Alkohólistar deyja líka að aðrir komast í gegnum það, geðsjúklingar deyja líka og aðrir komast í gegnum það.
þessir þrír sjúkdómar sem að ég er að tala um núna eru ólíkir, en samt sjúkdómar. Munurinn er samt mikill á þessum sjúkdómum, þekki ég geðsjúkdóminn langbest og þá af minni reynslu af þeim sjúkdómi, þar er fólk að fyrirfara sér út af vanlíðan.... hugsið ykkur fólk drepur sig af því að því líður svo illa að það er ekki að höndla það..... alkohólistar fyrirfara sér líka, af því að þeir ná ekki að komast á réttan kjöl eða líður svo illa að það getur ekki meir. Ég þekki marga alka sem hafa fyrirfarið sér, og öll þau voru yndilsegt fólk sem barðist við sjúkdóm...... Fólk með krabbamein, getur dáið úr krabbameini, það er sjúkdómurinn sem drepur það..... það fyrirfer sér ekki sjálft. Ég hef ekki fengið krabbamein en ég veit að þeir sem hafa fengið það líður alveg hræðilega illa... hverjum myndi líða vel með þennan sjúkdóm ? En enginn er með fordóma gagnvart krabbameini, ég þekki margaa sem hafa fengið krabbamein og ég... A.T.H. ég finn til með þeim, en ég finn líka til með fólkinu með hina sjúkdómana. Ég er ekki með fordóma, mér finnst vænt um fólk og ég kem vel fram við alla, ég vil engum neitt slæmt, ég segi að það eigi engin það skilið. Brjóti fólk eitthvað af sér eða gerir eitthvað sem er ólöglegt, slæmt eða vont..... þá er það fólk veikt og það þarf virkilega á hjálp að halda.
Að tala við fólk með þessa sjúkdóma það hjálpar þeim, að reyna sitt besta til að sýna þeim skilning, það hjálpar þeim.
Af hverju kæru vinir, gefum við ekki öllum séns ?? Enginn er fullkomin og það er ástæða fyrir öllu.
Langt blogg..... sorry, bara heilmiklar vangaveltur yfir þessu, samt er til hundruð sjúkdóma í viðbót. Hugsum okkur um.... spáum í þetta, ekki útúða eða fordæma fólk sem að þú þekkir ekki. Það á það ENGINN skilið.
hafið það sem best fallega fólk.
Kv. Linda litla fordómalausa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

fordómar eru fáfræði.. þegar fólk þekkir ekki hluti er eðlilegt að bregðast við því með hræðslu annars er mikill munur á fólki með geðsjúkdóma, sumt getur hreinlega verið hættulegt og þar að leiðandi sett inn á viðeigandi stofnun. Málið er bara að maður heyrir bara af því fólki, það kemur ekki í fréttunum "í dag lágu 350 íslendingar í rúmum sínum sökum þunglyndis" það er eins með flug og flughræðslu, það kemur í fréttirnar ef eitthvað kemur fyrir en það kemur aldrei í fréttirnar hvað margar vélar lentu eðlilega þann daginn. en talandi aftur um geðsjúkdóma þá las ég það nú einhverstaðar að 90% als fólks í heiminum væri með einhverslags geðröskun..... þýðir ekkert að pirra sig á þessu elsku mamma, hugsaðu bara til þeirra " æjj elsku kallinn bara veit ekki betur"

lov jú

María Hödd (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 08:07

2 Smámynd: Linda litla

Er ekki að pirra mig.... þetta voru vangaveltur dagsins í gær ;)

Heldur þú að þú sért ein af þessum 90 % ?

Lovjútú

Linda litla, 30.8.2012 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband