Leita í fréttum mbl.is

Ef að þér líður ekki vel... segðu frá því.

Kannski byrja ég að blogga aftur núna, af því að ég er komin niður úr maníunni. Þá tekur bara við þreyta. sorg, depurð, grátköst, svefn, vanlíðan og allur pakkinn. Var hjá doksa í dag og var ákveðið að trappa mig niður hratt af öðru geðlyfinu mínu, ég er á wellbrutin retasd 2 stk á dag og á að taka 1 á dag í þrjá daga og svo hætta. Doksi var mjög hissa á maníunni hjá mér þar sem að ég á í rauninni ekki að fara upp ef að ég er á Ríson, en ég á að halda áfram á þeim 2 mg á dag. Fluexitínið veit ég ekkert um ennþá, hvenær niðurtröppun hefst á því. Veit bara að ég er hálf hrædd við að fá einhver fráhvörf, er svo sem ekki óvön því að fara í fráhvörf þegar verið er að trappa mig niður af lyfjum.

Nú um helgina var frumburðurinn í heimsókn með litlu ormabobbana sína síkátu, það var gott að hafa þau þegar ég er í maníu, ég nánast stoppaði ekkert. þvoði út í eitt þvott, það lá við að ég tætti úr skápunum til að geta þvegið.... ég sló garðinn, fyrst með orfinum undir trjánum og með fram húsinu, svo garðurin sjálfur, uppvaskið hvarf jafnóðum í skápa....... það er bæði skelfilegt að vera í maníu og svo á móti finnst mér það yndislegt af því að þá er ég svo virk.... núna er það búið. Núna er ég að komast í gírinn að gera ekki neitt, bara vilja vera í friði eða inni í rúmi að sofa. vá... hvað þetta ætlar að taka leiðindalangan tíma núna, þoli ekki svona köst.

Ég re að reyna að prjóna, það heldur mér frá rúminu. Ég reyndar fór út í dag, fór til Bestu, svo heim og lagði mig, svo til doksa, kom við hjá pa og ma og núna er ég heima og er að hafa mig út  í að finna einhvern léttan kvöldverð, súpu eða eitthvað, ætli það endi ekki með því að Kormákur fái sér bara núðlur.... ég er lystalaus, bara ég fái nóg að drekka þá er ég sátt.

Held að ég rölti í Kanslarann á morgun og kíkji á vinnufélagana, finnst langt síðan ég hef hitt þá og alltaf sakna ég þeirra jafnmikið, mikið vildi ég að ég fæti unnið eitthvað, en það verður víst að bíða í einhvern tíma í viðbót. Verð að sætta mig við það, og er að sætta mig við það, það hlaut að koma að því að ég gæfi mig, en það er eitthvað sem að skeður alltaf í uppgjöf.

Jæja, held að þetta sé nóg í bili elskurnar mínar. Hafið það sem best og farið vel með ykkur.

Kv Linda litla á niðurleið.

p.s. Ef að þig langar eitthvað að ræða varðandi andleg veikindi sem að þú þorir ekki að tala um við neinn... þá máttu hafa samband.

lindajons@msn.com

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Jósepsson

Svona er þessi Manía ég kannast við þetta að fara upp og niður.

Flott blogg hjá þér.

Kv Ari

Ari Jósepsson, 12.9.2012 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband