4.10.2012 | 21:43
Ég get ekki meir.
Það er heldur betur byrjað að kólna úti, stutt í veturinn.... myrkrið löngu komið, myrkrið er of langt, dagurinn styttist........................ en það skiptir ekki máli, ég fer nánast ekkert út. Ég fer út ef að einhver vinkona mín nær að draga mig í bíltúr. Það er gott að eiga góða að, það hef ég svo sannarlega fundið undanfarnar vikur.
Ég er svo orkulaus, þreytt og gjörsamlega búin á því alltaf, hef ekki snert af orku, treysti mér ekki einu sinni til að labba í búðina, og ef að mér er boðið í bíltúr á Selfoss þá verð ég að leggja mig þegar ég kem heim.... skil ekki þetta orkuleysi. Ég er loksins farin að átta mig á því hvers vegna læknirinn vill ekki að ég fari að vinna, hann samþykkti það að ég mætti fara að vinna aðra hverja helgi og bra 3 tíma í einu..... ég hélt að hann væri að grínast í mér, en ég skil þetta núna.
Ég er að fara til Reykjavíkur á morgun og er að fara að hitta skurðlækninn sem skar mig í apríl, ég er komin með sýkingu aftur og ég býst við að hann stingi á, og vonast svo eftir að fara í aðra aðgerð í lok mánaðar. Þetta er líka held ég að hafa áhrif á andlegu heilsuna hjá mér.
Dagurinn í dag er búinn að vera skrítinn fyrri partinn til ca. hálf 3-3, fram að þeim tíma er ég búin að vera eins og jójó..... upp á háa c-ið og niður til skiptis, hröð skipting. Svo seinni parturinn var ég öðruvísi, bara flöt..... annars er ég búin að vera ótrúlega manísk þessa vikuna, en ekki samt átt erfitt með svefn, vakna reyndar snemma, legg mig helst ekkert yfir daginn nema bara til að reyna að hvíla mig, ekki til að sofna. En það er erfitt þegar maður er svona ör.
Ég þreif t.d. hjá mér annan eldhúsgluggann í dag.... það tók mig allt fyrir hádegið að gera það og með mikilli hvíld inni á milli. Æi, veit ekki... mér finnst þetta erfitt líf, og stundum hugsa ég "ég get ekki meir" ég berst við að hafa stjórn á huganum og vinna á móti þessari líðan, en það virðist bara ekkert vera að ganga hjá mér. Ég er svo eyrðarlaus... getulaus.... get ekkert, get ekki prjónað, lesið eða neitt. Það er allt svo erfitt og ég mikla það svo rosalega fyrir mér. Ég er svo ósátt við að það sé ekki búið eða byrjað á því að trappa mig niður af flúoxitín-inu, ég vil fara að fá heilsu... ég veit að læknirinn veit betur, en þetta er bara búið að taka svo langan tíma, löngu hætt á Wellbutrin retard, af hverju ekki drífa í því að taka hitt út líka og setja mig á geðhvarfalyf ????
Ein og ég segi, læknirinn veit betur. Eða hann á að gera það, þetta er góður læknir og ég treysti honum fullkomnlega, þetta er læknir sem er ekki sama um sjúklinginn. Mér finnast slíkir læknar vanfundnir. Kannski er biðin eftir niðurtröppun svona löng af því að ég vil byrja hana STRAX.... hugurinn Linda Hugurinn.... þetta er allt hugurinn.
Held að þetta sé ágætt í bili, ætla að fara að koma mér í hvíld. Það er erfiður dagur framundan fyrir þreyttu mig. Ef að þú nenntir að lesa þetta, takk fyrir það. Þó að ég sé bara að skrifa til að fá útrás....
Farið vel með ykkur fallega fólk, það er bara einn af hverjum.
góða nóttina
Linda litla og þreytta.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Æ ljósið mitt, það er alltaf eitthvað gott þarna það þarf bara að gá að því. Vonandi lagast þetta ástand þegar búið er að taka á sýkingunni. Það er von að þú sért illa fyrirkölluð þegar þér líður illa líka líkamlega. Knús á þig ljúfust
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2012 kl. 21:53
knús á þig vinan. <3
Kleó (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 22:13
Æj Linda mín
Ég hef alltaf litið upp til þín, fyrir að vera svo óendanlega sterk, með allar þínar byrðar, þú ert nú þegar sigurvegari í mínum huga og eflaust margra annarra, mundu bara að sjá þig sjálf sem sigurvegara, því afrek þín, börnin þín og þú sjálf eru sólargeislar.
Gangi þér vel, með sál og líkama og eigðu góða nótt
Friðbjörg Jóhanna (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 22:38
maður verður bara að taka þetta á æðruleysinu. Þegar maður er veikur og orkulaus að leyfa sér bara að vera og trúa því að þetta skáni því það skánar alltaf inná milli....þegar maður er veikur þá finnst manni eins og maður verði alltaf þannig. Svo þegar maður á góðan tíma þá þarf maður að nýta hann til að hlúa að heilsu sinni til að eiga einhverja inneign þegar/ef maður lendir í erfiðum tíma. Knús dúllurassinn minn :*
Íris B. Jack (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.