27.11.2007 | 22:07
9 merkur
María fór í mæðraskoðun í dag og er litla ömmubarnið mitt orðið 9 merkur, þannig að þetta verður sko ekkert smábarn þegar það kemur í heiminn he he he Barnið er búið að snúa sér og skorða sig rétt núna, ætli það hafi ekki snúið sér þegar María datt um helgina. En ljósmóðurin var búin að segja að ef að það væri enn sitjandi þegar hún kæmi í skoðun næst þá yrði hún trúlega tekin með keisaraskurði 17 desember. Sem betur fer hefur það breyst. Ég heyrði í Maríu í dag og hún ætlar að koma suður á morgun til okkar og vera nótt. Ætli við mæðgurnar höfum það bara ekki gott og prjónum og föndrum eða eitthvað skemmtilegt saman. Það væri gaman að kíkja í Garðheima og finna eitthvað föndurdót fyrir jólin.
Kormákur er búinn að vera fínn í dag, las fyrir mig án múðurs og var bara ánægður með skóladaginn. Ég talaði við Vilborgu bekkjarsystur hans í dag og hún sagði að það væri verið að stríða honum í frímínótunum og ef að hún heyrði það þá léti hún starfsmenn vita um leið. En þau eru sammála um það að bekkurinn þeirra er besti bekkurinn í skólanum en þar eru allir svo góðir vinir.
Annars er ég lítið búin að gera í dag, ég labbaði jú í Shell til Guðnýar og spjallaði við hana, verslaði ávexti, safa og sígarettur og fór svo heim. Ella kíkti aðeins á mig í kvöld og var að bjóða mér sjónvarpsskáp, en þar sem að ég á einn fínann þá afþakkaði ég hann. En ef að einhverjum vantar sjónvarpsskáp þá er einn hérna hjá okkur gefins. Bara láta mig vita og ég gæti þess vegna hent inn mynd af honum.
Þetta er ágætt í bili. Ætla að koma mér snemma í bólið. Takk fyrir að nenna að lesa þetta látlausa blogg mitt og þangað til næst góða nótt og hafið það gott.
Kv. Linda litla.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Af mbl.is
Fólk
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
- Aldís Amah með hlutverk í Hallmark-jólamynd
Viðskipti
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
- Innherji: Frekari uppsagnir en nú tveir forstjórar
- Eigið fé er dýrasta fjármögnunin
- Skoða skráningu á Norðurlöndum
Athugasemdir
Stærðar barn,,,Hvernig skápur er þetta???
Þetta er skiljanlegt að hann sé pirraður greyið ef það er verið að stríða honum,hver stríðir eiginlega svona ljúfum og góðum fjörkálfi???
Guðný Einarsdóttir, 27.11.2007 kl. 22:14
Heyrðu ég skal taka mynd af honum á morgun og skella henni hérna inn ef að þú vilt.
Linda litla, 27.11.2007 kl. 22:17
Skrítið en þú ert bara 2 árum eldri en ég og verður bráðum amma Drengurinn minn á afmæli 17 des.en það er ekki líklegt lengur að ömmubarnið þitt komi þá.Góða nótt
Katrín Ósk Adamsdóttir, 27.11.2007 kl. 22:27
Ji, þetta verður stærðar krútt! En gott að heyra að það sé samstaða í bekknum gagnvart stríðnispúkunum. Vona að þetta lagist allt saman.
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 22:48
Já þegar maður byrjar snemma að eiga börn, þá hefna þau sín og gera mann snemma að ömmu he he he he
Og Arna, bekkurinn er yndislegur. Krakkarnir eru hreinlega bara eitt, allir góðir við alla og engin leiðindi, stríðni eða rifrildi.
Linda litla, 27.11.2007 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.