29.11.2007 | 21:54
Samhjálp í Stangarhyl
Sæl verið þið elskurnar mínar.
Gærdagurinn var góður hjá mér, ég skellti mér með hinum fjöryrkjunum á stefnumót við Jóhönnu eins og ég var búin að minnast á hér í gær. Að því löknu hentumst við í IKEA ég,Vigga og María. Skemmtum okkur mjög vel þar, en þar var spreðað í kommóðu, myndaramma, klósettbursta, sallattöng og ýmislegt fleira og að sjálfsögðu var prófað að "acta" í IKEA eldhúsi þar sem að ég var auðvitað með myndavélina góðu á mér eins og alltaf.
Dagurinn í dag var líka fínn, hann byrjaði klukkan hálf 8 þegar Kormáki var komið í skólann. Við María hentumst í JUST 4 KIDS eftir að vera búnar að snæða morgunmat í bakaríinu í Fellunum. Þar voru verslaðar nokkrar jólagjafir, svo kíktum við líka í Dýraríkið við hliðina og það er nokkuð ljóst að það er staður sem að ég gæti ekki unnið, þvílíku lætin í þessum fiðurfénaði þarna VÁ....... Við kíktum líka í MAX raftækjabúðina, það hitti ég Fanný og Írisi en það er orðið ansi langt síðan ég hitti þær systur. Tókum svo rúnt í miðbæinn, fengum okkur svakalega dýrt sykursjokk þar og var það svo væmið að ég var farin að kúgast þegar ég kyngdi síðustu bitunum. Röltum í Skífuna að skoða og tókum svo einn rúnt á Laugarveginum.
Við sóttum Berg Snorra í Fossvogsskóla og fórum með hann heim, svo að strákarnir gætu leikið sér saman. Björk kom svo um hálf 5 að sækja hann. Eftir steiktar fiskibollur og franskar skelltum við okkur svo á samkomu hjá Samhjálp í Stangarhylnum, það var æðislegt að koma þangað. Alltaf jafn gaman. Hitti Heiðu þar, en það er orðið ansa langt síðan ég hef hitt hana. Ætlum að mæla okkur mót, hún hringir í mig á morgun. En það er gott að vera komin heim. HEIMA ER BEST það er víst nokkuð ljóst.
Ætli ég sé ekki búin að rausa nóg í bili, hella mér yfir ykkur, gráta á öxlina á ykkur.... bla bla bla bla
Hafið það gott elskurnar mínar þangað til næst.
Kv. Linda litla.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 232910
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
bifrastarblondinan
-
doramaggy
-
halkatla
-
annabjo
-
diddan
-
ragjo
-
greenbrown
-
ingunnjg
-
katja
-
gullaeinars
-
siggathora
-
loathor
-
komaso
-
addabaldurs
-
raggafg
-
ollana
-
gelgjan
-
kruttina
-
arijosepsson
-
asthildurcesil
-
beggita
-
biddam
-
brandurj
-
brybba
-
skordalsbrynja
-
tungirtankar
-
jyderupdrottningin
-
rannug
-
topplistinn
-
gydadrofn
-
osland
-
hronnsig
-
hugarafl
-
danjensen
-
kliddi
-
ijt
-
keli
-
jonaa
-
ktomm
-
markusth
-
rebekkarut
-
roslin
-
sisvet
-
bogatun8
-
sikklida
-
scorpio
-
svala-svala
-
svetlana
-
taraji
-
skog3
Athugasemdir
Þú ert alltaf á útopnu út um allan bæ,dulleg kjéllingin
Og heyrðu ég er ekkert að svíkjast um,það er bara hann Kári veðurguð sem er að stríða mér
Guðný Einarsdóttir, 30.11.2007 kl. 00:31
Svo fer þetta ekkert má alveg bíða common Linda litla
Guðný Einarsdóttir, 30.11.2007 kl. 00:32
Heyrðu elskan, ekki eyða öllum 8 milljónunum þínum á einum degi
Hafðu það gott krúttalína
Kveðja, Arna fjöryrki
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 02:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.