Leita í fréttum mbl.is

Brjálað hvassviðri.

Það er alveg brjálað veðrið í dag. María dóttir mín er hjá mér og er búin að vera síðan á miðvikudagog ætlaði að fara heim í Árnessýsluna klukkan 11 í dag. En ég er búin að banna henni að fara, ég leyfi ekki kasóléttri konu að þvælast yfir Hellisheiðina í þessu rokrassgati þegar bílar eru að fjúka út af á Heiðinni.

Ég vona samt að þetta fari að ganga yfir.


mbl.is Fauk útaf á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Góð ákvörðun hjá þér, það er búið að loka Hellisheiðinni. Haltu dótturinni bara lengur hjá þér. Góða helgi Ingunn Fjöryrki

Ingunn Jóna Gísladóttir, 30.11.2007 kl. 10:28

2 identicon

Reynið bara að hafa það sem best á meðan og bíðið, knús o g kveðjur frá Óslandi

Habby (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 10:51

3 Smámynd: Linda litla

Já ég er ekkert fegin að vera stærri feitari og frekari, Hellisheiðinni var lokað í morgun og er enn lokuð.

Linda litla, 30.11.2007 kl. 12:56

4 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Og er enn lokuð,Þrengslin eru opin en það er víst hálka þar, Fer bara ekki vel um Maríu á hótel mömmu???

Guðný Einarsdóttir, 30.11.2007 kl. 14:02

5 Smámynd: Linda litla

Jú held það bara.Kormákur er líka að fara til pabba síns þannig að við getum haft það notarlegt saman mæðgurnar, kannski kíkt í bíó eða eitthvað í kvöld og svo kjaftað um stráka

Linda litla, 30.11.2007 kl. 14:44

6 identicon

Gott hjá þér Linda!  Vona að þið hafið haft kósý dag stelpurnar.

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 20:37

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fyrirgefðu að ég spyr, en  þar sem við hittumst á miðvikudag, get ég engan vegin ímyndað mér að þú sért búin að eldast svo mikið síðan þá að þú eigir von á ömmubarni?? erum við ekki með einhverja tímaskekkju í gangi?? takk fyrir góðar kveðjur elskið mitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.12.2007 kl. 00:10

8 Smámynd: Linda litla

Ha ha ha Nei Ásdís mín, engin tímaskekkja í gangi, Ég er bara svona ungleg

Linda litla, 1.12.2007 kl. 00:17

9 Smámynd: Linda litla

Elsku Heiða mín, við sem erum að verða eða erum ömmur, við erum ALLAR unglegar........

Linda litla, 1.12.2007 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband