Leita í fréttum mbl.is

Sólarhringur eftir....

Jæja, núna er ekki nema einn sólarhringur þar til við förum til Kúbu og ég verð að viðurkenna það að það er enginn spenningur kominn í mig ennþá, ekki einu sinni kvíðahlakk. En kvíðahlakk er einmitt mjög sterk tilfinning í mínu lífi, þar sem að ég þjáist svolítið af kvíða.

Ég fékk reyndar smá sjokk í kvöld..... sko, Linda litla ætlaði að fara að finna passann sinn, en hann fannst ekki. Ég var alveg miður mín, orðin ein stress-tauga-hrúga og vissi ekkert hvað ég átti að gera. Ég var eiginlega komin að því að hringja í Viggu og segja henni að ég kæmist ekki með til Kúbu. En samt þorði ég því ekki, ég var alveg í sjokki. Ég fékk í magann og allar græjur og þurfti að heilsa upp á Hr. Gustavsberg á tímabili, en svo kveikti ég allt í einu á perunni og mundi hvar helv.... passinn var. Þannig að ég er eignlega reddí í að fara fyrir utan það að ég á eftir að pakka niður, en ég geri það bara annað kvöld áður en við förum það liggur ekkert á því.

Ég hafði samband við hárgreiðslukonu í dag sem að kom hingað heim upp úr klukkan 7 og klippti mig, ég gat ómögulega farið svona um hárið til útlanda, ég var eins og úfið hænurassgat. Núna er ég rosa ánægð með hárið á mér, hún bjargaði mér alveg og svo kostaði þetta bara 2000 kall. Enginn peningur fyrir að bjarga á mér hausnum.

Það verður nóg að gera hjámérá morgun, við Kormákur ætlum að halda upp á 1. árs afmælið hans Markúsar, en Markús er kanína sem hann á sko........ kanínubangsi. Afmælið byrjar klukkan 3 og stendur til 5 og það koma 5 krakkar í afmælið og auðvitað mæta þau með bangsana sína. Ég ætla að baka skúffuköku og pönnukökur í fyrramálið fyrir þau.

Það var nú ekki mikið pláss í rúminu hjá Kormáki í kvöld þegar hann fór að sofa, Rebbi og Markús sem eru vanir að sofa hjá honum gátu það ekki í nótt af því að Markús er kominn með kórónu og slaufu fyrir morgundaginn og Rebbi slaufu, en EL SVÍNOS 100_3501 svaf upp í hjá honum í staðinn og EL SVÍNOS er sko enginn smá smíði. Hann er spænskur og hann kom með mér til Íslands í sumar þegar ég kom frá Spáni. Ég er ekki frá því að hann hafi tekið hálft rúmið hjá honum.

Þetta er nú eiginelga bara ágætt í bili, hafið það bara gott elskurnar þangað til næst. Ég skrifa örugglega eitthvað kveðjublogg hérna annað kvöld áður en við skellum okkur í flug.

Bæ bæ Kv. Linda litla.thumb_12647_633321913115156250


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Góða ferð og njóttu Kúbu vel! Var svo lánsöm að komast þangað fyrir einu og hálfu ári og elska staðinn.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.12.2007 kl. 02:24

2 Smámynd: Linda litla

Takk fyrir það, ég ætla sko að njóta þess að vera þarna og sleikja sólina.

Linda litla, 4.12.2007 kl. 08:07

3 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Engin spenningur Linda??? En njóttu þess sem Kúba hefur upp á að bjóða og góða skemmtunn vinkona

Guðný Einarsdóttir, 4.12.2007 kl. 13:40

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Góða ferð Linda og njóttu vel í hitanum og rólegheitunum. Hlakka til að lesa ferðasöguna þegar þú kemur aftur.

Bestu kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 4.12.2007 kl. 13:41

5 identicon

Hei, frábært að halda upp á afmæli bangsa! Hrikalega dúlló   En hafðu það sem allra best þarna úti og dansaðu á ströndinni fyrir mig.  Kysstu líka mæðgurnar frá mér. 

Húla húla húla!

Arna

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband