Leita í fréttum mbl.is

Bloggað í vinnunni.

Jæja, þetta er nú búið að vera aldeili fínir dagar. Fór með Árna austur á Hellu í gær, lentum í smábyl og það var keyrt á 40 þar til vorum komin upp brekkuna hjá litlu kaffistofunni, þá batnaði veðrið. Hellisheiðin var lokuð og fórum við því þrengslin, þar var svolítil hálka en veðrið fínt. Ég byrjaði á því þegar ég kom á Hellu að kíkja á pabbaog mömmu í klukkutíma og skellti mér svo í vinnuna, það var ég til hálf eitt í gærkvöldi. Nú ég gisti hjá Gullu, aumingja Gulla þurfti að þola í mér hroturnar heila nótt. Fór til pa og ma upp úr klukkan 11 í morgun, gleypti í mig flatbrauð og svo beint í vinnu, mér finnst æðislegt að  ég er farin að gera eitthvað. Ég byrjaði klukkan tólf á hádegi og ætla að vinna fram á lokun, og vera á barnum ef að eitthvað verður að gera.

Annars er lítið annað að ske, ég get engum myndum hent inn hérna þannig að það verður að bíða betri tíma. Var einmitt að mynda Nóru, kisuna þeirra pa og ma í gær, hún er algjör loðbolti.

Ég held að planið sé eitthvað að breytast hjá mér, ég ætlaði í sveitina á mánudaginn og hjálpa til með flutninga, en það lítur´út fyrir að það breytist að María og músin mín komi frekar með mér heim. Þar sem það er seinkun á flutningi hjá þeim.

Takk í dag, sjáumst . Kv. Linda litla (stolta amma)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þannig að ég þarf ekki að fá lyklana hjá Viggu? heyri í þér á morgun amma mín! lol

Björkin (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 19:46

2 identicon

Ég veit ekki alveg Björk, ég veit betur á morgun. Tala við þig þá.

Linda

Ég... (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband