11.2.2008 | 23:12
Bónus eða Pólskt ?? Já takk.
Þetta er það sem að ég sé út um svalrdyrnar hjá mér...... það eru Bónus kerrur út um allt Fellahverfið. Ástæðan...... það er búið að loka Bónus í fellunum, var reyndar gert í sumar. En nú þurfa íbúar í fellunum að fara í Bónus í Hólunum og fólk er greinilega ekki að nenna að labba alla þessa leið til baka með vörurnar sínar og fer því bara með hana með sér heim. Ég er reyndar mjög ósátt við að versluninni í hverfinu var lokað, en hérna var líka 11-11 verslun, en henni var líka lokað. Núna höfum við bakarí, sjoppur og pólska búð. Það fæst nú heilmargt í þessari póslku búð, en hún er ekki bónus.
Ég fór í KBbanka í morgun, er að reyna að koma mínum fjármálum á hreint. Ég á von á hringingu frá bankanum í vikunni og ég vona að þeir geti eitthvað hjálpað mér með þessar skuldir mínar. Vildi helst vera laus við allt á þessu ári, þetta er jú ekki nema milljón, þannig að ég vona að ég nái a.m.k. miklu niður af skuldinni. Ég er svo búin að fá nóg af þessu skulda-intrum-innheimtu-vanskila dótaríi. En hef ákveðið að fara að fara vel með peningana, þar sem ég er komin með smá helgarvinnu.
Rúnar kom og var hérna hjá Maríu og músinni um helgina, húsið náðist ekki að vera tilbúið fyrir helgina þannig að henni var eytt hérna í borginni. Það er yndislegt að sjá hvað feðgarnir eru líkir.
Við mæðgurnar fórum á Rakarastofuna á Klapparstíg í dag og María fékk sér permanett, það er allt annað að sjá hana, set inn mynd af henni á morgun. Nenni ekki að tæma myndavélina núna. Inga Birna setti það í hárið á henni og er hún mjög fín, Inga Birna er hárgreiðslukonan okkar, það fær enginn annar að fara í hárið á okkur. Ég ætla í strípur á fimmtudaginn til hennar, þar sem hún vinnur ekki þriðjudaga og miðvikudaga.
Nóg í bili..... hafið það gott elskurnar mínar. Kv. Linda litla (ánægða amman)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 232881
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Já, þeir eru líkir feðgar. Sæt litla fjölskyldan. Hafðu það gott gullið mitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 23:15
Er mín bara að fara að punta sig ég líka ..já þeir eru líkir feðgarnir,
Guðný Einarsdóttir, 11.2.2008 kl. 23:18
Flottir feðgar..og gott hjá þér að vera í punt stuði...það er bara gaman.Knús
Agnes Ólöf Thorarensen, 11.2.2008 kl. 23:21
jiii hlakka til að sjá mynd af ykkur mæðgum þið verið að setja inn fyrir og eftir myndir það er svo gaman !!!!
knús á ykkur, hey varstu búin að sjá fyrir og eftir myndirnar af berg?
Mín veröld, 11.2.2008 kl. 23:47
kannski maður ætti að bjóða heimkeyrslu úr bónus í breiðholti gegn vægu gjaldi og grætt smá aur
3 eldriborgara fá far heim með vörurnar á þúsunkall! (*hugsihugs*)
Mín veröld, 12.2.2008 kl. 00:03
kvitt...
SigrúnSveitó, 12.2.2008 kl. 08:23
Alltaf gott að koma fjármálunum í lag til að þurfa ekki að vera í stanslausum snúningum við að redda hinu og þessu. Vona það besta fyrir þig með bankann. Gangi þér vel rúsína..
Tiger, 12.2.2008 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.