Leita í fréttum mbl.is

Heimilislausir

Ég var að fletta minnir mig 24 stundum í vinnunni í gær og var þar frétt um að það væru 111 manns heimilislausir í Reykjavík. Það er nýbúið að opna heimili á Njálsgötunni fyrir heimilislausa, en það rúmar eingöngu 8 manns, sem er ekki nema dropi í hafið af þessum fjölda. Ég man nú hvernig mótmlin voru gegn húsnæðinu á Njálsgötunni, þar sem fólk safnaði undirskriftum gegn heimilinu. Ef að allir myndu haga sér svona þá fær þetta fólk hvergi heimili og fær hvergi að vera. Ég vil að borgin geri eitthvað í þessum málum það hlýtur að vera hægt að finna fleiri húsnæði fyrir þetta fólk, því einhvers staðar verða vondir að vera (orðatiltæki) ég hef ekkert á móti þessu fólki og myndi ekki skrifa undir mótmælalista ef að það finndist húsnæði fyrir einhverja í minni götu. Stór hluti af þessum 111 eru fólk með mikil geðvandamál og ég veit að það er ekki hægt að takast á við þau á meðan fólkið er á götunni. Við vitum öll að okkur líður ekki vel ef að við erum ekki örugg.

Annars er þetta búið að vera ágæt helgi, ég er búin að vera að vinna alla helgina og er að fara að vinna núna klukkan 12 og er að vinna held ég til klukkan 9 í kvöld. Ég er búin að vera hjá Gullu um helgina og búin að fá að sofa í sófanum hjá henni, sem er bara fínt. Eins og ég skrifaði áðan, einhvers staðar verða vondir að vera Wink

Ég er búin að hitta nokkra um helgina sem að ég hef ekki hitt í mörg ár, það er svo gaman þegar ég er að hitta fólk sem ég hef ekki séð lengi. Það hrærir alltaf í hausnum á mér að ég vilji flytja hérna heim aftur. En ég var einmitt að hugsa það í gær, að það er kannski best að halda sig áfram að búa í Reykjavík, a.m.k. á meðan ég er að vinna í mínum skuldum, en það lítur einmitt mjög vel út. Kbbanki á Hlemmi(bankinn minn) er að hjálpa mér að raða þessu niður og setja þetta í heimilislínuna, og eins og ég segi þá lítur það allt vel út.

Jæja, held að þetta sé orðið ágætt. Ætla að fara að koma mér í föt og fara að rölta í vinnuna. Hafið það gott elskurnar mínar, þangað til næst.

Kv. Linda litla Einmanna amman, sem saknar Músa síns.

Ps. Til hamingju með daginn konur !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eigðu góðan dag og gangi þér vel

Berglind Elva (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 12:02

2 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Já,það er grátlegt hvað margir hafa í engin hús að vernda.Ég þekki ágætlega til þessa málaflokks,pabbi minn var meira og minna á götunni til margra ára.Hann var reyndar komin inn á heimili fyrir heimilislausa á Miklubraut þegar að hann lést.Það er óbærilegt að vita af ættingjum í þeim sporum að geta hvergi komist í skjól.Það eru þó margir í þessum hópi ekki í húsum hæfir,það þarf að finna einhverja lausn á þessum málum.Eigðu góðan dag Linda mín

Katrín Ósk Adamsdóttir, 24.2.2008 kl. 12:51

3 Smámynd: Ragna Fanney Gunnarsdóttir

Til hamingju með konudaginn kona.....

Ragna Fanney Gunnarsdóttir, 24.2.2008 kl. 13:17

4 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Einmanna ertu einmanna KONA?? Til hamingju með daginn,,vonandi skemmtir þú þér vel með Maxa í dag

Guðný Einarsdóttir, 24.2.2008 kl. 14:14

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís.  Gott að heyra að fjármálin eru að komast í lag, það er svo gott að vera í svona sambandi við góðan banka sem er til í að hjálpa manni.  Ég skil að þú saknir Músa litla hann er svo yndislegur.  Eigðu góðan dag elskan mín  og kær kveðja  Flower

Ásdís Sigurðardóttir, 24.2.2008 kl. 16:02

6 Smámynd: Mín veröld

bara *kvittikvitt* sjáums í vikunni

Mín veröld, 24.2.2008 kl. 18:31

7 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Til hamingju með daginn Linda mín  Tulips 

Katrín Ósk Adamsdóttir, 24.2.2008 kl. 21:14

8 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Elsku Linda mín, til hamingju með daginn, vona að þú hafir átt góðan dag. Mikill léttir að koma skuldunum í lag, gangi þér æðislega vel, kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 25.2.2008 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband