20.3.2008 | 23:24
Hjörleifur Máni.
Hæ elskurnar mínar, litli Músi minn var skírður í dag og fékk hann fallegt og veglegt nafn. Hjörleifur Máni heitir drengurinn og ber það vel strákurinn. Þetta er búið að vera mikill og strembinn dagur. Við vöknuðum snemma í Súluholti og byrjaði ég á því að passa Hjörleif minn á meðan foreldrarnir fóru á Selfoss að klára það sem þurfti fyrir skírnina. Það var fullt hús og kræsingar í boði, þetta var eiginlega eins og fermingarveisla. Það var súpa í forrétt, geðveikt gott grilluð lambalæri í forrétt að hætti Jónasar, og skírnarkaka og tvær aðrar (að hætti Óla Gylfa) í eftirrétt. Þetta var alveg ofsalega gott. Hjörleifur litli var hinn prúðasti og heyrðist ekkert í honum allan tímann. Það var gaman að við systkinin vorum þarna öll, en það hefur ekki skeð síðan ég veit hvenær, það eru orðin ansi mörg ár síðan.
Annars er eitthvað lítið að frétta hjá mér, ég verð á Hellu um páskana og Kormákur hjá pabba sínum. Er núna komin til Gullu og fékk að stelast í tölvuna hjá henni. Þegar ég kem heim á þriðjudaginn þá hendi ég inn einhverjum myndum úr skírninni.
Veðrið er búið að vera fallegt það er eins og vorið sé komið (og grundirnar gróa). Hlakka til að eyða tíma á Hellu um páskana og hitta gamla vini og kunningja.
Hafið það gott elskurnar mínar. Kveðja frá Lindu litlu stoltu ömmu Hjörleifs Mána.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Til hamingju með nafnið á ömmudrengnum - mjög fallegt.
Hafðu það sem allra best í sveitinni - ég er steinsnar frá þér og hef það voða gott ;)
Berglind Elva (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 13:06
Til hamingju með fallegt nafn á fallegan ömmudreng!!
Vona að við sjáumst fjótlega
Dísaskvísa
Dísaskvísa, 21.3.2008 kl. 19:30
Fallegt nafn á fallegu barniNú verður þú að hætta að kalla hann Músa
Gulla (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 19:55
Já flott nafn svo núna er það Hjölli litli hehe
Til hamingju!
Mín veröld, 21.3.2008 kl. 21:44
Stórkostlegt nafn. Sterkt og gott íslenskt nafn. Til hamingju með litla manninn.
Jóna Á. Gísladóttir, 22.3.2008 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.