Leita í fréttum mbl.is

Hjörleifur Máni.

Hæ elskurnar mínar, litli Músi minn var skírður í dag og fékk hann fallegt og veglegt nafn. Hjörleifur Máni heitir drengurinn og ber það vel strákurinn. Þetta er búið að vera mikill og strembinn dagur. Við vöknuðum snemma í Súluholti og byrjaði ég á því að passa Hjörleif minn á meðan foreldrarnir fóru á Selfoss að klára það sem þurfti fyrir skírnina. Það var fullt hús og kræsingar í boði, þetta var eiginlega eins og fermingarveisla. Það var súpa í forrétt, geðveikt gott grilluð lambalæri í forrétt að hætti Jónasar, og skírnarkaka og tvær aðrar (að hætti Óla Gylfa) í eftirrétt. Þetta var alveg ofsalega gott. Hjörleifur litli var hinn prúðasti og heyrðist ekkert í honum allan tímann. Það var gaman að við systkinin vorum þarna öll, en það hefur ekki skeð síðan ég veit hvenær, það eru orðin ansi mörg ár síðan.

Annars er eitthvað lítið að frétta hjá mér, ég verð á Hellu um páskana og Kormákur hjá pabba sínum. Er núna komin til Gullu og fékk að stelast í tölvuna hjá henni. Þegar ég kem heim á þriðjudaginn þá hendi ég inn einhverjum myndum úr skírninni.

Veðrið er búið að vera fallegt það er eins og vorið sé komið (og grundirnar gróa). Hlakka til að eyða tíma á Hellu um páskana og hitta gamla vini og kunningja.

Hafið það gott elskurnar mínar. Kveðja frá Lindu litlu stoltu ömmu Hjörleifs Mána.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með nafnið á ömmudrengnum - mjög fallegt.

Hafðu það sem allra best í sveitinni - ég er steinsnar frá þér og hef það voða gott ;)

Berglind Elva (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 13:06

2 Smámynd: Dísaskvísa

Til hamingju með fallegt nafn á fallegan ömmudreng!!

Vona að við sjáumst fjótlega

Dísaskvísa

Dísaskvísa, 21.3.2008 kl. 19:30

3 identicon

Fallegt nafn á fallegu barniNú verður þú að hætta að kalla hann Músa

Gulla (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 19:55

4 Smámynd: Mín veröld

Já flott nafn svo núna er það Hjölli litli hehe

Til hamingju!

Mín veröld, 21.3.2008 kl. 21:44

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Stórkostlegt nafn. Sterkt og gott íslenskt nafn. Til hamingju með litla manninn.

Jóna Á. Gísladóttir, 22.3.2008 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband