Leita í fréttum mbl.is

Fallegur dagur.

Það er fallegur dagur í dag og ekki mikið kalt. Það er svo bjart og sólin skín, ég elska svona daga. Við Gulla vöknuðum snemma en skríddum svo aftur undir feld, fórum nefnilega frekar seint í bólið í gær. Við kjöftuðum svo mikið og svo horfðum við eitthvað á sjónvarp, eða aðallega Gulla, ég sofnaði bara yfir því.

Það er orðið mikið um ferðamenn á þvælingi allra þjóða fólki af öllum stærðum og gerðum, svo ekki sé minnst á allt sumarbústaðafólkið sem er farið að þurrka rykið af bústaðnum sínum. Við vorum einmitt spá í að fara í bústað næstu helgi, ég, Kormákur, María, Rúnar og Hjörleifur Máni. Slappa af eina helgi og skella sér í heitan pott, grilla og hafa það nice.

Stutt, létt blogg núna. Kem víst alveg örugglega til með að henda einhverju fleiru inn á dag, en þangað til, hafið það gott.

Kv. Linda litla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sömuleiðis, eigðu ljúfan dag mín kæra. Veðrið er yndislega fallegt.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.4.2008 kl. 13:32

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Njóttu þessa yndislega dags.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.4.2008 kl. 14:27

3 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Njóttu þessa fallega gluggaveðursReyndar er þetta orðið aðeins meira en gluggaveður það er hægt að fara út ´´an þessa að hristast inn aftur  hihi

Guðný Einarsdóttir, 5.4.2008 kl. 14:41

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

InnlitsKVITT!

Eigðu góðan dag

Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.4.2008 kl. 14:54

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góðan dag til þín líka Linda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2008 kl. 16:47

6 identicon

ó já og ég þarf að sitja inni í þessu frábæra veðri  er að vinna til kl 22

Berglind Elva (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband