8.4.2008 | 07:48
Einn af mínum sjúkdómum.
Kæfisvefn (e. sleep apnea) getur verið hættulegur og það er full ástæða til að leita til læknis. Kæfisvefn er til hjá börnum og fullorðnum en er lang algengastur hjá fullorðnum karlmönnum. Flestir þeirra sem þjást af kæfisvefni eru of feitir en það er þó ekki algilt. Kæfisvefn er eins og hrotur að því leyti að hann kemur einkum fyrir þegar sofið er á bakinu. Áfengi og svefnlyf stuðla að kæfisvefni og sama er að segja um nefstíflu af hvaða orsök sem er, meðal annars kvefi og ofnæmi.
Venjulega er talað um þrjár tegundir kæfisvefns, hindrun á loftflæði um kverkar og barka, truflun á stjórnun öndunar í heilanum og í síðasta lagi blöndu af þessu tvennu. Hindrun á loftflæði er langalgengasta ástæðan. Það sem einkennir kæfisvefn er stöðvun öndunar af og til, hrotur, órólegur svefn, sviti, martröð og að börn væta rúmið. Að deginum kemur oft fram morgunhöfuðverkur, syfja og sljóleiki. Sum börn með kæfisvefn eiga í erfiðleikum í skóla vegna syfju eða hegðunarvandamála. Syfjan að deginum getur í sjálfu sér verið hættuleg, ef fólk sofnar við vinnu eða akstur, en fleiri hættur eru á ferðinni.
Meðan á kæfisvefni stendur minnkar súrefnið í blóðinu og þar með flutningur þess út í vefi líkamans, meðal annars til hjartans. Þeir sem eru með kransæðasjúkdóm geta, við þennan súrefnisskort, fengið hjartsláttartruflanir sem eru einstaka sinnum lífshættulegar.
Fundist hafa tengsl milli kæfisvefns annars vegar og kransæðasjúkdóms, hás blóðþrýstings og æðasjúkdóma hins vegar. Ekki er vitað hvort um einhvers konar orsakasamband er að ræða en offita stuðlar að þessu öllu.
Hægt er að beita ýmiss konar meðferð og má þar fyrst nefna megrun hjá þeim sem eru of feitir. Megrun getur hjálpað mikið og í sumum tilfellum losað viðkomandi nær alveg við kæfisvefninn. Til eru nokkrar gerðir tækja sem veita öndunaraðstoð í svefni og eru þau oft áhrifamikil auk þess sem þau minnka hættu á hjartsláttartruflunum hjá þeim sem eru hjartveikir. Þessi tæki eru þannig að sjúklingurinn sefur með grímu sem er tengd við loftdælu eða loftkút og við það hækkar þrýstingur loftsins við innöndun en það dregur oftast úr eða kemur í veg fyrir kæfisvefn. Forðast ber áfengi og svefnlyf því allt sem gerir svefninn dýpri eykur hættu á kæfisvefni.
Engin árangursrík lyfjameðferð er til við kæfisvefni þó að ýmislegt hafi verið reynt. Ef annað bregst má grípa til ýmiss konar skurðaðgerða. Stundum hjálpar að fjarlægja stóra háls- eða nefkirtla og ýmsar aðgerðir á efri gómi hafa verið reyndar. Slíkar aðgerðir hjálpa oft en ekki alltaf og ógerlegt er að spá um árangur. Sama er að segja um lausan góm sem sofið er með og ýtir neðri kjálkanum fram á við. Í öllum tilvikum eru fyrstu skrefin að grennast (þegar það á við), forðast áfengi og svefnlyf og reyna að sofa á hliðinni.
Ég sef með súrefni, og það er ekkert smá tæki sem að ég er með. En það er þvílíkur munur að sofa með þetta, ég hvílist, er ekki alltaf þreytt á daginn eins og ég er ef að ég nota það ekki. Ég sef reyndar ekki á hliðinni, ég sef á bakinu þar sem að ég sef með stóra pulsu undir hnésbótunum til að halda hryggnum beinum á meðan ég sef, þá er ég ekki eins slæm í bakinu á daginn. En kæfisvefn er bara einn af mínum sjúkdómum, ég sé til kannski á ég eftir að leyfa ykkur að lesa meira um mína sjúkdóma seinna. Takk fyrir ef að þú nenntir að lesa þetta og ef að svo er, endilega leyfðu mér að heyra þína skoðun/álit/reynslu af kæfisvefn.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Og minn maður líka, ég ætla bara ekki að lýsa því hversu miklu þetta breytti fyrir hann.
Hann sofnaði hvar sem var og var sjálfum sér og öðrum stórhættulegur í umferðinni
Ragnheiður , 8.4.2008 kl. 11:34
Ég er svona líka ef að ég er að trassa við að nota súrefnistækið, ég gat sofnað standandi.
Linda litla, 8.4.2008 kl. 11:39
Flott færsla:
Takk fyrir að fræða mig um eitthvað sem ég hafði ekki mikið vit á.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.4.2008 kl. 12:48
Sonur minn sem er á fimmtánda ári í dag, svaf kæfisvefni til tíu ára aldurs, hann var ekki settur í svefnpróf fyrr en ég var búin að ganga með hann á milli lækna í þrjú ár og margbiðja um að setja hann í svefnpróf þetta kom niður á náminu hjá honum og hann var alltaf syfjaður, náhvítur og kominn með bauga undir augun, svo loksins þegar hann var settur í svefnprófið og aðrar tilheyrandi skoðanir þá kom í ljós að hann var með svo stóra hálskirtla að þegar hann var sofandi lokaðist fyrir öndunarveginn (kokið). Hálskirtlarnir voru teknir úr honum, það tók svo rúmt ár að koma eðlilegum svefnvenjum á hann.
Gangi þér vel
Didda, 8.4.2008 kl. 13:52
Linda mín, þetta er frábær færsla hjá þér. Ofnæmislyfin hjálpa mér að fá betri svefn, losar um nefstíflurnar og dregur úr hrotum. Eigðu yndislegan dagKær kveðja Ingunn
Ingunn Jóna Gísladóttir, 8.4.2008 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.