Leita í fréttum mbl.is

Leyndarmálið

Ég skrapp með Unni og Kormáki í heimsókn til hennar Öddu Bald í gærkvöldi, mig langaði svo að komast í nýja bæklinginn hennar með AVON vörunum og auðvitað pantaði ég slatta hjá henni.

08042008 023Adda súpersölukona.

Nýji AVON bæklingurinn er flottur og freistandi. Ég verslaði mér fyrir rúmar fjögur þúsund krónur, en þetta eru langt frá því að vera dýrar vörur. (smá avon auglýsing.) 

Ég vaknaði með Kormáki eftir svo ágæta nótt, fór á fætur dundaði mér í tölvunni, kjaftaði í símann og dundaði mér þangað til ég þurfti að fara á læknastöðina í Glæsibæ, en þar átti ég tíma hjá Guðmundi Geirssyni þvagfæraskurðlækni. Hann vill ekki gera á mér aðgerð amk ekki strax þar sem að það eru fleira en eitt sem er að hrjá mig, hann breytti reyndar hjá mér lyfjum, ég var á 2.8 mg af Detrusitol Retard en er komin á 5 mg af Vesicare og á að taka eina pillu af því í tvær vikur og auka svo í tvær töflur eftir það. Hann lagði líka inn beiðni á landsp. fyrir fleiri rannsóknum, þessar rannsóknir eru óþolandi. Það er sko ekkert grín að vera með ofvirka þvagblöðru, það get ég sagt ykkur.

Á flandrinu mínu í morgun hitti ég Rúnar Þór fdastrÞað eru nú orðin einhver ár síðan ég hitti hann síðast, held bara ekki síðan hann og Vigga komu í heimsókn þegar ég átti heima á Sauðárkróki og það eru nú orðin ár og aldir síðan. Ég spurði hann hvort að það væri ekki alltaf nóg að gera hjá honum og hann sagði að það væri brjálað að gera þegar hann vinnur meira en 4 tíma. hehe góður.

Ég var aðleika mér með myndavélina í gær og mynda strákana mína, Tumi er svoooo athyglissjúkur að hann kom heldur nálægt myndavélinni, ég ók alveg rosa nærmynd af honum, þetta er útkoman þar.

08042008 003hehehehe

Ég ætla að henda inn myndaseríu af strákunum við tækifæri, nenni því ekki núna. Ætla að kíkja einn blogghring og kvitta hjá bloggvinunum og aðeins að halla mér í rúmið og kíkja í "secret" (leyndarmálið) ég hreinlega elska þessa bók og les í henni á hverjum degi og mér finnst hún vera að gera sitt gagn. Mæli með henni, endilega fáið hana lánaða á bókasafni eða kaupið ykkur hana, þetta finnst mér vera skyldueign. Fæst alveg örugglega í næstu bókabúð.

the-true-secret-1

Mig langar líka að eignast dvd diskinn, það er hægt að fá hann bæði á íslensku og með íslenskum texta.

Eigið góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

LINDA MIN, VERUM OFURHRESSAR Í MAÍ, EG SKAL GREIÐA GÖTU ÞÍNA, VIÐ HÖFUM NÚ MARGT BRALLAÐ SVO EKKERT ER EÐLILEGRA. SJÁÐU BARA BLOGGIÐ MITT!

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 8.4.2008 kl. 18:20

2 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Já okey..Hef ekkert um þetta að segja..Lyktar Kormákur ennþá vel

Guðný Einarsdóttir, 8.4.2008 kl. 18:28

3 Smámynd: Linda litla

Það gat skeð að þú værir að spyrja mig eitthvað um lykt Gulla..........

Linda litla, 8.4.2008 kl. 23:39

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.4.2008 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband