14.4.2008 | 12:12
Bloggvinir mínir.
Ég hef verið að spá í að ég eyði miklum tíma í tölvunni, er mikið að skoða bloggsíður hvort sem er hjá mínum bloggvinum eða bara bloggurum sem eru nýbúnir að blogga. Ég elska blogg, mér finnst bloggvinir mínir vera mínir vinir, mér finnst ég þekkja þá. Ég stend mig að verki að vera að tala um blogg"vini" mína við gesti og gangandi á heimilinu. Hvar væri ég ef að ég hefði ekki tölvu ?? Þá ætti ég ekki svona marga vini, það er nokkuð ljóst.
Endilega ef þú sem ert að lesa þetta ert ekki bloggvinur minn..... viltuþá bjóða mér bloggvináttu þína ?? Ég get endalaust bætt við mig vinum
Málið er að með bloggið, það hjálpar líka fólki. þegar að ég byrjaði að blogga fyrir einhverjum 5-6 árum þá hjálpaði það mér þar sem að ég var svo þunglynd, ég gat talað um líðan mína á netinu. Það er léttir að geta komið frá sér vanlíðan. Ég bjó á Sauðárkróki á þesum tíma, þekkti ekki marga þar. Ég bjó þar með börnunum mínum og ég fékk útrás á netinum um að tala um líðanina og ef að ég hefði ekki bloggað, þá held ég að það hefði verið erfiðara fyrir mig að vinna í sjúkdómnum. Ég er ekkert smá þakklát fyrir þetta blogg. Mér líður vel í dag, ég nota ekki netið til að tala um vanlíðan mína, ég nota það af því að mér finnst það gaman og nýt þess. Ég hef séð bloggsíður þar sem að fólk skrifar um slæma líðan ogég trúi því að því líður betur að geta losað sig við það hérna.
Kannski er þetta innantóm færsla.... veit ekki, af hverju byrjuðið þið að blogga ? Hvað eruð þð búin að blogga lengi ??
Takk fyrir að nenna að lesa og mundu.... þú ert vinur minn og mér þykir vænt um þig
Takið eftir því hvað stelpukjáninn er abbó hehehe
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Yndislegt Linda. Já, ég er alveg sammála, það er svo margt gott sem kemur út úr þessu bloggi og bloggvináttu. Alveg frábært fyrirbæri!
Ég er mikið heima og finnst gott að geta tjáð mig, innri þörf fyrir að skrifa og svo að "hitta" fólk. Ég er rétt búin að vera að þessu í ár, algjör nýgræðingur
Bestu kveðjur Linda mín
Ragnhildur Jónsdóttir, 14.4.2008 kl. 12:18
Sæl!
Já það er margt gott við þennan blogg heim!
Ég byrjaði bara alveg óvart reyndar, fyrir um ári síðan og hef mjög gaman af því að setja inn (ath semdir) færslur hjá bloggvinum og eins og þú segir þá finnst manni þeir vera kunnugri enn bara bloggvinir, svona er þetta bara, gaman af þessu og hálpar eflaust mörgum eins og þú talar um.
Kjartan Pálmarsson, 14.4.2008 kl. 12:34
Ég byrjaði nú að blogga vegna þess að ég hafði svo margt að segja við annarra manna bloggum ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 14.4.2008 kl. 12:54
Linda þetta innlegg er svo langt í frá að vera innantómt reyndar fullt af hlýju og fegurð. Ég segi sama og Hrönn glaptist á að byrja að lesa hérna og til að auðvelda mér að svara skráði ég mig inn og sé ekki eftir því.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2008 kl. 15:12
Kvitt,kvitt Linda mín
Guðný Einarsdóttir, 14.4.2008 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.