17.4.2008 | 23:39
Kvefhnerrahóstapestarógeð.
Þetta er búinn að vera þokkalegur dagur, var reyndar aðeins slöpp í morgun og bauð Maríu að fara í handsnyrtinguna sem að var búið að bjóða mér. Þess í stað láum við Hjörleifur upp í rúmi og sváfum til hálf 11, en þá kom einmitt María heim og ræsti okkur.
Guðrún Briem kom frá félagsþjónustunni á vegum heimilishjálpar að meta ástand og fara yfir hvaða hjálp ég þarf á heimilinu, þetta er ofsalega fín kona, mér líkar mjög vel við hana. Núna bíð ég bara eftir símhringingu, og fæ að vita hvenær verður byrjað. Það er yndislegt að fara að fá heimilishjálp, þó fyrr hefði verið. Ég er víst búin að vera að þsjóskast nóg og lengi.
Þegar hún fór þá komum við okkur fyrir inni í stofu ég, Kormákur og Elín vinkona hans og horfðum á Stellu í orlofi, vá ég var búin að gleyma hvað þessi mynd er skemmtileg. Kormákur var mest hissa á því hvað Örn Árnason var mjór í myndinni, en hann er einmitt í svo miklu uppáhaldi hjá Kormáki, hann t.d. ekki missa af spaugstofunni, hann elskar þá þætti.
Annars hefur dagurinn farið mest í að liggja úr sér þetta "kvefhnerrahóstapestarógeð", annars er pabbahelgi framundan og ég að fara austur á morgun.
Segjum þetta gott í bili, best að kíkja einn blogghring, þar sem að ég hef verið að trassa bloggvini mína.
Eigið þið góða nótt og fagra drauma og eins og vanalega, ekki gleyma bænunum.
Kv. Linda litla með horið.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 232815
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Já Stella í orlofi stendur alltaf fyrir sínu ég og yngsta mín getum alltaf horft á hana Vonandi hristir þú þessa kvef pest af þér og hendir henni út bara batnaðakveðjur og Góða nótt Linda mín
Brynja skordal, 18.4.2008 kl. 00:47
Knús á þig inn í nóttina Linda mín, gangi þér allt í haginn
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2008 kl. 01:04
Ég er alveg sammála að Stella í orlofi er hrikalega góð, horfði á hana fyrir viku síðan með Helgu Brynju sem fannst hún mjög fyndin.
En allavega komdu við í kaffi þegar þú kemur austur, ég er heima með veikt barn, litla dúllan mín er með þessa kvefhnerrahóstahitapest(öðru nafni flensu).
Kv. Iða Brá
Iða Brá (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 07:52
Myndin er algjör snilld! Vonandi batnar þér fljótt, Linda mín.
Kveðja úr SÓLINNI fyrir norðan hehe
Anna Margrét (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.