Leita í fréttum mbl.is

Barnið var skilið eftir í leðjuhaug.

Klukkan er rúmlega hálf fimm og það er nánast orðið alveg bjart úti, ég elska þenna árstíma þegar að það birtir. Þá veit ég að vorið/sumarið er framundan og sól og gott veður. 

Þetta er ekki spennandi nótt hjá mér, ég er hreinlega búin að gefast upp. Ég er að kafna úr hósta, ég hósta endalaust. Ég er búin að vera liggjandi frá klukkan ca 4:30 gjamandi endalaust, brá á það ráð að skella mér fram úr og fá mér að drekka og kíkja við hérna, mér hundleiðist eiginlega þegar að ástandið er svona. Annars er ég búin að taka púst og ætla mér að reyna að kúra mig niður aftur. Góða nótt aftur.....

 

 En varðandi fyrirsögnina hjá mér. 

Móðirin hefur ætlað sér að drepa barnið með því að skilja það eftir í leðjuhaug, en það er algengt að stúlkubörn séu drepin á Indlandi, þetta er alveg hræðilegt.


mbl.is Flökkuhundar björguðu lífi barns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

hræðilega sorgleg en samt mjög góð frétt. Ég elska ekki þegar fer að birta, þá vakna ég um miðjar nætur og veit ekkert hvernig ég á að vera :) en það er hrikalega falleg birta alltaf úti og það er auðvitað æðislegt vonandi nærðu úr þér þessum hósta!

halkatla, 23.4.2008 kl. 06:09

2 identicon

Til hamingju með frúar hjólið Linda mín.

kveðja!

Hjólaeigandi.

Þorgerður (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband