11.5.2008 | 20:45
Halló ! Vill einhver taka að sér einstæða móðir, er hress og skemmtileg. Bara soldið lonely.
Þetta er nú aldeilis búið að vera frábær dagur í dag. Ég drullaðist á fætur um hádegið, henti mér sturtu og fór svo fljótlega með Bínu út. Fórum niðrí bæ, hittum Brynju og svo fórum við vinkonurnar á Prikið að fá okkur kaffi, en Vigga var einmitt að vinna þar í dag.
Vá, þetta var geggjuð tilbreyting. Ég veit ekki hvað það er langt síðan að ég hef farið á kaffhús á Laugarveginum. Eins og Brynja sagði að ég ætti að fara að vera duglegri að koma niður í bæ. Ég var nefnilega alltaf í miðbænum, ég var hin eina sanna miðbæjarrotta. En nú er öldin önnur... Jæja, Vigga kom svo eftir vinnu að sækja garðhúsgögnin sín, en þau eru einmit búin að vera inni í stofu hjá mér síðan í síðustu viku og mín líka, þar sem að ég þurfti að tæma svalirnar svo að það sé hægt að vinna á þeim þarna úti. Núna er ég bara með mín garðhúsgögn, en það samanstendur af 3 manna bekk, 2 stólum og 1 borði. Ef að einvher hefur áhuga þá ætla ég að selja þetta fyrir litlar 2500 krónur. Þar sem að verið er að byggja yfir svalirnar mínar og ég bý uppi á þriðju hæð með engan garð.... þá hef ég ekkert með þetta að gera.
Annars er bara rólegt kvöld framundan hjá mér, þarf reyndar að hitta fólk í kvöld. Var einmitt að fá símtalið, verða þjóta.... fer á hjólinu mínu (nema hvað).
Eigið gott kvöld í kvöld og verið góð við hvert annað.
Kv. Linda litla.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 232815
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Af mbl.is
Erlent
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
Nýjustu færslurnar
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
- Viðreisn kyndir undir innanlandsófriði
- lygasaga í dulargerfi.
Athugasemdir
Knús á þig Linda mín!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.5.2008 kl. 20:59
Innlitskvitt
Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.5.2008 kl. 21:18
Góða skemmtun
Hrönn Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 21:33
Góða skemmtun segi ég líka og hjóla svo varlega mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 22:28
Njóttu þess sem eftir er af Hvítasunnunni, niðri í bæ, úti í sveit, utan í borgarjaðrinum, hvað sem þú kýst að halda þig.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.5.2008 kl. 22:57
uuu.....
Láttu mig vita hvernig þetta fer hjá þér í sambandi við þetta fólk sem þú varst að hitta. Hlakka ógó til að heyra hvernig gekk.
Kv. Dísaskvísa
Dísaskvísa, 11.5.2008 kl. 23:14
ertu með myndir af bekknum og borðinu, mig vantar svoleiðis í garðinn minn?
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.5.2008 kl. 03:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.