Leita í fréttum mbl.is

Halló ! Vill einhver taka að sér einstæða móðir, er hress og skemmtileg. Bara soldið lonely.

Þetta er nú aldeilis búið að vera frábær dagur í dag. Ég drullaðist á fætur um hádegið, henti mér sturtu og fór svo fljótlega með Bínu út. Fórum niðrí bæ, hittum Brynju og svo fórum við vinkonurnar á Prikið að fá okkur kaffi, en Vigga var einmitt að vinna þar í dag.

Vá, þetta var geggjuð tilbreyting. Ég veit ekki hvað það er langt síðan að ég hef farið á kaffhús á Laugarveginum. Eins og Brynja sagði að ég ætti að fara að vera duglegri að koma niður í bæ. Ég var nefnilega alltaf í miðbænum, ég var hin eina sanna miðbæjarrotta. En nú er öldin önnur... Jæja, Vigga kom svo eftir vinnu að sækja garðhúsgögnin sín, en þau eru einmit búin að vera inni í stofu hjá mér síðan í síðustu viku og mín líka, þar sem að ég þurfti að tæma svalirnar svo að það sé hægt að vinna á þeim þarna úti. Núna er ég bara með mín garðhúsgögn, en það samanstendur af 3 manna bekk, 2 stólum og 1 borði. Ef að einvher hefur áhuga þá ætla ég að selja þetta fyrir litlar 2500 krónur. Þar sem að verið er að byggja yfir svalirnar mínar og ég bý uppi á þriðju hæð með engan garð.... þá hef ég ekkert með þetta að gera.

Annars er bara rólegt kvöld framundan hjá mér, þarf reyndar að hitta fólk í kvöld. Var einmitt að fá símtalið, verða þjóta.... fer á hjólinu mínu (nema hvað).

Eigið gott kvöld í kvöld og verið góð við hvert annað.

Kv. Linda litla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Knús á þig Linda mín!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.5.2008 kl. 20:59

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Innlitskvitt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.5.2008 kl. 21:18

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góða skemmtun

Hrönn Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 21:33

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða skemmtun segi ég líka og hjóla svo varlega mín kæra.  Bike Riding 

Ásdís Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 22:28

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Njóttu þess sem eftir er af Hvítasunnunni, niðri í bæ, úti í sveit, utan í borgarjaðrinum, hvað sem þú kýst að halda þig.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.5.2008 kl. 22:57

6 Smámynd: Dísaskvísa

uuu.....

Láttu mig vita hvernig þetta fer hjá þér í sambandi við þetta fólk sem þú varst að hitta.  Hlakka ógó til að heyra hvernig gekk.

Kv. Dísaskvísa

Dísaskvísa, 11.5.2008 kl. 23:14

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

ertu með myndir af bekknum og borðinu, mig vantar svoleiðis í garðinn minn?

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.5.2008 kl. 03:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband