12.5.2008 | 02:51
Mæðradagurinn happadagur hjá sumum.
Ég verð nú að viðurkenna það að ég er ekki mikil fótboltaáhugamanneskja. En þegar ég rak augun í þessa frétt, þá datt ég ansi mörg ár aftur í tímann.
Ég er yngst í mínum systkynahópi, við erum fimm systkynin. Ég held að sem krakka og ungling þá hafi mér komið best saman við bræður mína. Þeir eru að verða 39 ára í júlí, eða 2 árum eldri en ég. Þegar ég var krakki þá fékk ég að vera með þeim í fótbolta, við vorum alltaf í garðinum heima á Heiðvangi með boltann. Alltaf einn í marki og tveir úti að keppast, markið var á milli tveggja trjáa. mamma var aldrei ánægð með okkur þarna útií garði og alltaf að skamma okkur fyrir að vera að skemma gróðurinn.
Nema ég var Manchester United aðdáandi, Helgi bróðir var Liverpool (líf er púl) og Garðar var Tottenham fan. Enginn okkar hélt með sama liðinu og aldrei vorum við sammála með nokkurn skapaðan hlut varðandi fótbolta. Þetta hefur gengið í einhver ár að við vorum í boltanum saman, þeir voru reyndar ósparir á að kalla mig tudda strákarnir, mér var alveg sama af því að ég gat sko alveg náð boltanum jafnt af þeim eins og þeir af mér. Svo breyttist þetta allt og Linda litla nennti nú ekki að vera alltaf í fótbolta, líkaði betur að vera kannski heima hjá Iðu Brá, við gátum verið úti að labba, fela okkur á bak við skúra og reykja, eða jafnvel á rúntinum með Steinari, Denna og Ása heitnum.
Það eru ekki mörg ár síðan að bræður mínir tjáðu mér það að ég hefði verið góð í fótbolta..... af hverju var mér aldrei sagt það ?? Þá hefði ég kannski haldið áfram að spila með og áhuginn orðið meiri. NEI.... aldrei fékk ég að vita þetta í æskunni. Ég er búin að sjá það út, að það er allt Helga og Garðari að kenna að ég er svona feit !!! Ef að þeir hefðu sagt eitthvað þegar ég var yngri þá væri ég örugglega fræg (grönn) fótboltastjarna á Spáni !!
Þetta eru hinir meintu FITUVALDAR mínir, þeir Garðar og Helgi.. Þeir fá EKKI prik dagsins.
Mér er alveg óhætt að púkast aðeins svona í þeim, þar sem að ég veit ekki til þess að þeir skoði/lesi bloggið mitt muhahahhahaha
En aðalmálið !!! Bloggfærslan átti víst aðallega að vera um "uppáhaldsliðið mitt" MANCHESTER UNITED. Þeir eru ensku meistararnir í knattspyrnu, annað árið í röð. Hver hefur svo alltaf haft rétt fyrir sér varðandi besta liðið ?? hehehe audda litla sys hún Linda litla.
Ef að þið nenntuð að lesa þetta..... þá segi ég bara takk fyrir að nenna því.
Góða nótt og megi draumar ykkar vera fagrir.
Hverjir eru bestir ??
Manchester United er enskur meistari 2008 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Ég vona að dagurinn hafi verið þér góður Til hamingju með að vera mamma
Sporðdrekinn, 12.5.2008 kl. 03:10
Til lukku með liðið þitt Linda mín. Og knús á þig inn í daginn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2008 kl. 10:39
hehe gott að vita hverju er um að kenna.........
Hrönn Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 11:53
Já var það ekki? Ég vissi alltaf að þessir strákar hefðu eitthvað á samviskunni.....loksins veit ég hvað! En hei, eigum við að stofna fótboltalið? Ég skal ALLTAF vera á varamannabekknum og þú getur notið þín í því sem þú ert best í, spriklað um völlinn og sýnt heiminum hvað þú getur? Tökum Viggu og Heiðu með. Ekki sniðugt? Töffarar
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 13:05
TIl lukku með boltastrákana þína, alltaf gaman að vinna.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 13:22
Jibbý það er þá ekki lengur mér að kenna að þú er feit,það er bara mér að kenna að þú ert stundum andvaka þegar þú kemur hingað Linda mín
Guðný Einarsdóttir, 12.5.2008 kl. 16:02
Ekki slæm hugmynd Arna mín.... nema he he he glætan að ég geti spriklað á vellinum í dag.... þú ert BARA fyndin. Mér líst vel á að taka Viggu og Heiðu með, en ég vil eiginlega bara sitja á varamannabekknum með þér... með kaffi og sígó
Jú Gulla.... það er líka stundum þér að kenna hvað ég er feilt. Það er bara þannig í lífinu að maður verður að kenna einhverjum um. hehe
Það væri eiginelga bara gaman að taka upp eins og einn fótboltaleik með okkur, það væri örugglega efni í áramótaskaup.
Linda litla, 12.5.2008 kl. 16:46
Haha Ég skal vera í markinu
Guðný Einarsdóttir, 12.5.2008 kl. 16:59
Góð hugmynd Gulla, eigum við ekki að hafa íshokkímark ?? Það er svo lítið, þú getur bara lagt þig í marki
Linda litla, 12.5.2008 kl. 17:06
Það er gott að get kennt einhverjum um.
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 12.5.2008 kl. 18:43
Það er nauðsynlegt, en auðvitað í djóki auddað..
Linda litla, 12.5.2008 kl. 18:53
Áfram Manchester United mínir menn frá því að ég var 4- 5 ára
Berglind Elva (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.