25.5.2008 | 00:09
10 stig fyrir krúttleika.
það sem liðið er af helginni er bara búið að vera fínt. Vigga kom á föstudaginn og lágum við yfir sjónvarpinu fram að miðnætti eða svo, þá tók alvaran við og ég réðist á höfuðleðrið á henni og plokkaði það upp í gegnum hettu.
Já, það kostar að vera fallegur, hún var nú engin gella með þessa hetttu og brúskana upp úr götunum á henni. En þegar þetta var búið þá var nú lagst undir feld, var það um 3 leytið held ég. Nú Svo í morgun lá hennar leið í vinnuna, alveg glænjúv leidý sko allt annað að sjá hana. Nú um 12 leytið ákvað ég að skella mér í bæinn og kíkja á Prikið og fá mér kaffi hjá henni, Kormákur var ekki á því að koma með, nennti því ekki þar sem að Vilborg vinkona hans var mætt á svæðið. Ég tók strætó og henti mér út á Hverfisgötunni, rölti upp á Laugarveg og ákvað að kíkja í TIGER og sjá hvort að ég gæti ekki keypt mér þar, er sko byrjuð að safna mér einvherju til að setja á flottu yfirbyggðu svalirnar mínar, sem eiga að verða tilbúnar í sumar. En að var ekkert merkilegt til í TIGER. Rölti þá yfir á Prik til Viggu, sem að leit út eins tvítug stúlka, nýskriðin af sviðinu í Ungfrú Ísland..... vá hvað hún var flott !!! Það var greinilegt að ég hafði aðstoðað við að gera hana svona fallega. Ég er ótrúlegur snillingur í því. Skil ekkert í því að ég skuli ekki vera að vinna við þetta, og fatta ekki heldur af hverju ég er ekki svona mikil bjútína.... kannski er þetta ekki að virka á mig.
Ég reyndi að eltast við Svövu áður en ég kom í bæinn og reyndi að ná í Brynju líka og Emelíu... enginn svaraði mér. Mig langaði svo að einhver myndi hitta mig á kaffihúsinu. Enginn svaraði mér.... ég heppin, þegar ég kem inn á Prik, þá situr Tara mín þar.....
frábært, þarna var kaffikona sem nennti að kjafta. Nú þarna sátum við til hálf sex og Vigga alltaf hjá okkur öðru hvoru. Það var yndislegt að komast út.
JÚRÓVÍSJÖN
Regína Ósk og Friðrik Ómar stóðu sig rosalega vel í kvöld, það skein af þeim sjálfsöryggið og ekki var að sjá neitt stress á þeim, OK... við lentum í 14 sæti, við urðum ekki neðst. Ég er mjög ánægð með árangur okkar. Rússarnir voru flottir og ég er ánægð með sigurlagið (þ.e.a.s. ef að ég horfi ekki á það). Það var fullt af góðum lögum, Króatar voru góðir, Portúgalar voru líka flottir, Danmörk.... eins og ég var búiin að segja þá fékk hann 10 stig frá mér fyrir krúttleika. Svíþjóð var flott ef að ég horfi ekki, Noregur voru góðir, Grikkland var flott, Serbía var flott.... eins og ég segi það var fullt af góðum lögum og ég er ánægð með keppnina.
Jæja, ágætt í dag. Ég er þreytt eftir daginn og við mæðginin ætlum að fara að kúra okkur niður. ÁFRAM ÍSLAND !!!!!!
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Af mbl.is
Innlent
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
- Svona verður verkfall lækna á Akureyri
- Ákærður fyrir ítrekuð brot gegn systur sinni
- Einn fluttur á slysadeild: Miklar umferðartafir
- Myndir: Náttúrulegur þröskuldur að taka við
- Aldrei runnið vestar: Um 100 metrar á klukkustund
- Nýr samningur við sjálfstætt starfandi leikskóla
Erlent
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
Athugasemdir
Get ég fengið svona fegurðar-hjálp? Þú ert greinilega góð í þessu!
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 07:52
Alltaf fjör hjá þér Linda mín Þau stóðu sig alveg frábærlega Regína og Friðrik Ómar Já,ég væri sko til í svona fegurðaryfirhalningu,þetta hefur tekist frábærlega hjá þér,hún Vigga alveg stórglæsileg
Katrín Ósk Adamsdóttir, 25.5.2008 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.